Trú.is

Fjötrar og frelsi

,,Frelsarinn er fæddur. Hann hjálpar þér.” Var þessu hvíslað að honum? Svipuð orð þessum læddust í huga hans og vonarbjarmar lifnuðu í augum hans. Það voru jól. Hann varð að vera glaður. Mamma hans leit oft til hans þetta aðfangadagskvöld. Hún hugsaði með sér að jólaenglarnir höfðu ekki sneitt hjá híbýlunum hennar, þrátt fyrir allt."
Predikun

Um jólin opnum við innanfrá

Um jólin opnum við innanfrá. Það verður að vera ákvörðun hvers og eins. Þegar við opnum fyrir frelsaranum, þá finnum við líka nærveru hans. Það undrast margir hve sterk kristnin er þrátt fyrir það að hún virðist veik og auðunnin. En Guð vinnur með afli lífsins, - með afli hins hljóða og hægláta vaxtar.
Predikun

Von

Það er dýrmætt að eiga sér von bæði innra með sér og sem nær út fyrir tíma og rúm. Það er dýrmætt að eiga trú á Guð sem færir manni vonina. Og Jesúbarnið færir okkur vonina eilífu.
Predikun

Frelsarinn er fæddur

En það er svo merkilegt að eins og ljósið á kertinu er háð okkur, sem og ungbarnið í jötunni eða á örmum okkar er algjörlega háð okkur, að þá komumst við að því að það er í raun öfugt. Við erum háð ljósinu. Við erum háð börnunum okkar, við erum háð hinum upprisna frelsara sem eitt sinn var ungbarn lagt í jötu. Því með ljósi, trú, von og kærleika hans fær líf okkar tilgang og kraft. Með því fær þroskumst við og döfnum. Verðum að þeim einstaklingi, þeirri fjölskyldu, því samfélagi sem við getum orðið.
Predikun

Gæsir og englar

Sum okkar lesa jólin úr augum barnanna, aðrir heyra klukkurnar kalla og finna hjartað svella í brjósti sér. Sum tengja komu jólanna við gamalkunna lykt eða skraut eða hefð. Sum hafa aldrei fundið fyrir jólum, kenna einungis tóms og pirrings yfir öllu jólaveseninu. Svo eru þau til sem jólin koma að óvörum, eins og gæs sem maður mætir við Tjörnina á annasömum degi.
Predikun

Tunglmyrkvi, þú og ég

Tunglmyrkvinn fyrir 3 dögum var tignarlegur að sjá, merkilegt fyrirbrigði á himinhvolfinu, nánast eins og teikn á himni, boð um eitthvað stórt og merkilegt. Þetta var fyrsti tunglmyrkvinn í 372 ár, sem varð nákvæmlega á vetrarsólstöðum, þann 21. desember s.l. Hvað getum við lesið úr þessu tákni sem varð á vetrarhimninum?
Predikun

Ef þér leiðist, elskan mín

"Þessi saga er í aðra röndina eða undir niðri eða undir væng sagan af þjóðinni okkar, sem lifað hefur í myrkri, hálfgrafin í fönn, og lýst sér með týru á fífukveik og haldið lífi og viti vonum framar. – Sjáðu til! Tíu vikur geta táknað tíu aldir."
Predikun

Áhrif jólanna

Jólaboðskapurinn er ekki froða, hann er ekki bara eins og englahár á jólatré eða silkimjúkur jólasöngur, jólaboðskapurinn er og á líka að vera krefjandi.
Predikun

Að hlusta, þiggja og gefa

Í sál og hjarta áttu viðtæki til að taka við þeim boðum, orði, mynd þar sem Guð er að blessa þig og senda þig áfram með blessunina til annarra.
Predikun

Guð er eilíf ást

Hinn þekkti heimur telur margar trilljónir stjarna og ljósið er mörg þúsund ár að berast og fer þó ekki hægt.  Sé þessi heimur endanlegur geta verið mörg trilljón slíkra heima þar fyrir utan í það óendanlega því að EKKERT er vitaskuld ekki til eða hvernig ætti það að vera?
Predikun

Hátíð fer að höndum ein

Það er hreyfing í myndunum sem Jóhannes úr Kötlum dregur upp með orðum sínum, hreyfing alls þess sem opnast, og dillar og geislar á jólum í náttmyrkrinu miðju.
Predikun

Brotnir geislabaugar

Þá horfði Sesar inn í augu hans í myrkrinu og sagði: „Þá skaltu líka lifa! Þú getur komist niður gatið, inn í stýrishúsið og út!” Við svo búið setti hann hönd ofan á hvirfil tengdasonar síns og ýtti honum af afli niður í átt að útgönguleiðinni
Predikun