Trú.is

Aðventuheimsóknir? Áskorun til trú- og lífsskoðunarfélaga

Við viljum að samfélag okkar sé opið og gefi öllu fólki rými til að tjá lífs- og trúarskoðun sína óáreitt. Við höfum ekki áhuga á að lifa í samfélagi þar sem foreldrar þurfa að láta börnin sín sitja á bókasafninu á meðan flestir bekkjarfélagarnir fara að kynna sér blót ásatrúarfólks eða jól kristinna enda sé um fræðslu að ræða sem fellur undir aðalnámsskrá. Trú og trúariðkun er órjúfanlegur hluti af lífsflórunni og þegar upp er staðið eru það foreldrarnir sem hafa ríkustu áhrifin á barnið.
Pistill

Sögulegur tími

Aðventan er sögulegur tími og fagnaðarerindi kristinna manna hefst á stuttu sögubroti. Það er ekki ýtarlegra en svo að það gefur ímyndunaraflinu nægt svigrúm til að fylla í eyður með myndum, leikþáttum, söngvum og auðvitað fleiri sögum.
Pistill

Eru útlendingar fólk eins og við?

Þarf útlensk fjölskylda, sem komin er inn í landið, að opinbera erfiðar aðstæður sínar og rjúfa friðhelgi einkalífsins í fjölmiðlum til að tryggja að engin ógn stafi af sér? Þá rísum við upp og viljum elska og krefjast þess að fjölskyldan megi dvelja í landinu á meðal okkar
Pistill

Sögur blómga menninguna

Er ráð Þorgeirs, Ljósvetningagoða, um ein lög og einn sið enn í gildi eða er nú ráð að breyta til og er þá annað og betra í boði? Hvaða sögur eða minningar taka þá við, sem þjóðin getur miðað menningu sína við, ræktað og speglað sig í ?
Pistill

Börnin og aðventan

Inn í allar annirnar miðlar kristin trú okkur dýrmætum sannindum um frið, hógværð, auðmýkt, fyrirgefningu og sáttargjörð. Kristin trú bendir okkur lengra, veitir okkur stærri sjóndeildarhring en augun greina.
Pistill

Jónsmessa og Kristsmessa

Við skulum hugleiða boðskap Jóhannesar skírara á aðventunni þótt Jónsmessan sé ekki á næsta leyti. Það er hins vegar Kristsmessan, þegar við hlúum að því besta sem við eigum og getum gefið öðrum. Þá ættum við að leiða hugann að spámanninum sem í hverju okkar býr, réttlætiskenndinni, umhyggjunni fyrir náunganum, hæfileikanum að geta dregið úr því sem skaðar og eflt hitt sem byggir upp.
Predikun

Sálarskúringar

Aðventan er hreinsunartími. Við reynum að ná blettunum. Ekkert þrifafyrirtæki tekur að sér að þrífa sál þína, engir sálfræðingar, ekki AA hreyfingin, ekki A. Smith og ekki kirkjan.
Predikun

Rejoice, those who sit in the darkness!

God knows pain, as well as Jesus does. And that is the reason why those who have pain in their lives now are in the very middle of the grace of Christmas. Nobody is excluded from this grace.
Predikun

Kjörin í landinu og friðarboðskapurinn

Meðan fólk sveltur í okkar samfélagi og er á götunni þurfum við að laga þau kerfi sem eiga að tryggja öllum mannsæmandi líf.
Pistill

Hann er bróðir minn, hún er systir mín, hann er sonur minn, hún er dóttir mín

Við erum öll á sama báti og megum ekki gleyma náunga okkar, hvort sem hann býr nær eða fjær.
Pistill

Það er svo mikið í húfi hjá Stúfi

Það er ljóst að markmið höfundar er að segja frá kristnum boðskap jólanna og láta hinn sjálfhverfa Stúf átta sig á jólin byggjast ekki á tilveru jólasveina. En Stúfur er forvitinn og námsfús því hann vill sannarlega vita allt um jólin og hlustar spenntur á Engilfríði.
Pistill

Löglaus krafa á hendur þjóðkirkjunni

Það er grundvallaratriði samningaréttar og raunar allrar réttarskipunar í landinu að samninga beri að virða.
Pistill