Trú.is

Skapa í mér hreint hjarta

Við annan lestur erum við meðvituð um þau viðbrögð og skynjanir sem eiga sér stað í líkama okkar við að heyra þessi orð. Finnum við spennu eða slökun, gleði eða hryggð? Fara einhverjar hugsanir af stað? Við bara veitum þessu athygli án þess að dæma eða fylgja eftir tilfinningum og hugsunum. Sýnum viðbrögðum okkar eftirtekt, forvitni, og snúum síðan aftur að því orði sem talaði til okkar í byrjun.
Pistill

Heilagur andi, lífgjafinn

Með Jesú Kristi verðum við ekki aðeins hluti af sístæðri sköpun Guðs, öllu sem andann dregur, þessum leyndardómi sem ekkert okkar fær skilið eða skýrt. Með Jesú Kristi fáum við boð um að verða beinlínis bústaður Guðs í meðvituðum kærleika Krists sem við þiggjum að gjöf á persónulegan hátt, með því að elska frelsara okkar og finna ást heilags anda Guðs umlykja okkur, já gegnumsýra okkur.
Predikun

Innilifurnaríhugun 6: Eftirvænting

Við leyfum orðunum að síast inn, tökum við þeim með öllu sem í okkur býr, hver fruma líkamans, hvert skúmaskot sálarinnar, hvert andans andvarp þiggur þessi orð, að Jesús sem hefur allt í hendi sér er með okkur alla okkar daga.
Pistill

Hvítasunnan og nýr skilningur

Þegar við erum opin og eftirvæntingarfull að þiggja af hinu heilaga þá opnar andinn okkur nýjan skilning á aðstæðum í okkar lífi, náungans eða þjóðarinnar. Sá skilningur gefur samræmi og heildræna hugsun.
Pistill