Að seinka umbuninni
Í upphafi föstutímans horfum við til páska, en um leið, horfum við inná við. Leitumst við að dýpka okkar andlega innri mann, leyfum Jesú og upprisunni að taka sér bólfestu í lífi okkar. Getur verið að það sé einhver leyndardómur fólginn í föstunni? Önnur leið til að nálgast föstuna er að líta svo á að við séum að "seinka umbuninni". Við seinkum umbuninni þar til við höfum lagt eitthvað ákveðið að mörkum. Með biðinni veitist okkur eitthvað dýpra, meira, eitthvað sem við myndum annars ekki öðlast.
Þorvaldur Víðisson
9.3.2025
9.3.2025
Predikun
Kærleikurinn stuðar
Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi.
Árni Þór Þórsson
27.1.2025
27.1.2025
Pistill
Þér eruð meira virði en margir spörvar
Einn er sá farvegur miðlunar sem er kannski sá flóknasti, þ.e. hvernig við komum fram í okkar hversdagslífi. Það er auðvelt að tala um kærleika, frið og mildi, en kannski erfiðara að lifa þannig að kærleikur, friður og mildi sé einkenni á framgangi okkar í hversdagslífinu, úti í búð, í umferðinni, vinnu, skóla og fjölskyldulífi. Þar reynir kannski mest á, og sérstaklega þegar áskoranir lífsins sækja okkur heim. En þá er það einmitt þessi boðskapur sem Jesús miðlar okkur í dag, sem getur skipt miklu máli: Óttist ekki, þið eruð meira virði en margir spörvar.
Þorvaldur Víðisson
17.11.2024
17.11.2024
Predikun
Heimur þverstæðna
Það að leita hamingjunnar hennar sjálfrar vegna, væri eins og að lið fagnaði marki í fótboltaleik án þess að boltinn hafi nokkurn tímann snert netið. Ef við gefum því gaum er líf nútímamannsins uppfullt af slíkum fagnaðarlátum: Myndskeið á netinu, áfengi, já alls kyns lyf og sætindi sem við setjum ofan í okkur, hafa ekki annan tilgang en að framkalla þessa tilfinningu, án þess þó að hún eigi sér rætur í raunverulegum áföngum sem við höfum náð. Þá verður hún líka innantóm og við eigum það á hættu að ánetjast því sem gefur okkur hina fölsku hamingjukennd. Víst eru dæmin mörg um slíkt.
Skúli Sigurður Ólafsson
3.11.2024
3.11.2024
Predikun
Hundrað dagar
Eitt hundrað dagar. Hundrað dagar af hlátri og gráti, lasleika og lækningu, fæðingum og dauða, dansi, söng og hljóðum stundum, dálitlum skammti af nöldri og óþolinmæði en vonandi meira af umhyggju og uppbyggjandi samtölum og tengslum. Og alls konar næringu fyrir sál og líkama.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
22.9.2024
22.9.2024
Predikun
Eflum tengslin við hvort annað
Mér kemur líka í hug mikilvægt starf ungmennafélaga um allt land sem eru með elstu félögum á landinu. Það þarf að endurvekja þennan ungmennafélags anda sem var mikill drifkraftur hér áður fyrr fyrir lýðheilsu fólks um allt land. Þau voru og eru enn í dag rekin á sjálfboðaliðastarfi eftir því sem ég kemst næst. En fyrst og fremst þurfum við að líta í eigin barm heima fyrir og gefa okkur tíma fyrir hvort annað. Gefa skjánum frí einn dag í viku og efla þess í stað tengslin við hvort annað með ýmsum skemmtilegum og uppbyggilegum og kærleiksríkum hætti þar sem samúð, traust og samvinna er í fyrirrúmi.
Sighvatur Karlsson
16.10.2024
16.10.2024
Predikun
Máttur þagnarinnar
Við skulum líka temja okkur að þegja stundum, gefa okkur þögninni á vald, utan kirkju sem innan, - og hlusta með mikilli athygli á hljóðin sem okkur berast til eyrna. Við getum t.d. heyrt í trjánum þegar vindurinn hreyfir við greinum þeirra. Fyrr en síðar lærum við líka að hlusta á það sem bærist okkur í brjósti. Þá fara umhverfishljóðin að minnka og hljóma brátt sem blíður blær. Það hægist á andardrætti okkar og púlsinum og við náum virkilega að slaka á og hvíla, - í Guði. Ég er að tala um mikilvægi kyrrðarbænarinnar en margir hafa kynnnt sér hana og iðka hana hér á landi í dag. Ég held að Jesús hafi í þessu tilviki ekki beðið upphátt heldur í hljóði þar sem hann lagði tengdamóður Símonar í hendur Guðs sem læknaði hana umsvifalaust. Og lófi Guðs er nægilega stór til að við getum þar öll notið hvíldar og næringar. Þar getur hróp okkar verið þögult, hann heyrir það samt eins og segir í sálminum góða.
Sighvatur Karlsson
16.10.2024
16.10.2024
Predikun
Ljósastika Krists og ábyrgðin sem henni fylgir
Við getum ekki falið okkur eða gjörðir okkar því að þegar öllu er á botninn hvolft að þá er ekkert sem verður eigi opinberað af ljósinu sem er Jesús Kristur. Jesús sér okkur, þekkir okkur og hvað er í hjartanu okkar. En valið er í okkar höndum.
Árni Þór Þórsson
1.10.2024
1.10.2024
Predikun
Trúin er ávallt leitandi
Við finnum það á svona textum hve rangt það er þegar manneskjan setur sig á háan hest á grundvelli trúar sinnar. Einkenni trúarinnar hjá hinum nýja manni, ef við vísum í orðalag postulans, þá er hún ávallt leitandi, auðmjúk, mild, gæskurík og þjónandi.
Þorvaldur Víðisson
12.5.2024
12.5.2024
Predikun
Kumpánar
Máltíðin á að vera heilög stund, í þeirri merkingu að við tökum hana frá. Við ættum að einbeita okkur að því að verja tímanum saman við borðið, vera alvöru kumpánar, hver sem annars tengsl okkar eru. Það er eitthvað nöturlegt við þá tilhugsun að fjöldi fólks æði eftir hraðbrautinni með einhvern skyndibita og að hluti þess fólks hendi umbúðunum svo út um gluggann. Hversu kúlturlaus er hægt að vera?
Skúli Sigurður Ólafsson
28.3.2024
28.3.2024
Predikun
Stundum er bænin eina leiðin
Þetta gætu verið skilaboð frá Lýðheilsustöð eða Landlækni, skilaboð frá skólayfirvöldum eða skátunum. Biblían er uppfull af slíkum hvatningarorðum, sístæðum sannleika um það sem mikilvægt er í mannlífinu, mikilvægt er fyrir mann og heim.
Þorvaldur Víðisson
25.2.2024
25.2.2024
Predikun
Lærdómar liðins árs og stundir blessunar
Stundum veita erfiðustu stundirnar okkur mestan ljóssins lærdóm. Stundum þroskast hjartað mest þegar þrautirnar eru stórar og missirinn mikill. Nonni vinur minn kenndi mér margt.
Þorvaldur Víðisson
31.12.2023
31.12.2023
Predikun
Færslur samtals: 76