Enginn hroki er í elskunni
Spekingar og hyggindamenn eru líklega samnefnarar yfir okkur manneskjurnar þegar við teljum okkur vita allt, þegar við teljum okkur hafa rétt fyrir okkur, þegar við teljum okkur hafa höndlað sannleikann. Elskan og hrokinn fara nefnilega illa saman.
Þorvaldur Víðisson
19.11.2023
19.11.2023
Predikun
Hvar varst þú þegar bróðir minn þurfti á þér að halda? Heimsókn í Auschwitz og Birkenau
Turski var fangi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Birkenau og sagði hann okkur: „Í Auschwitz átti ég ekki neitt, ég hafði ekkert nafn heldur aðeins húðflúr, töluna B-940.“ Hann hélt áfram og sagði: „Fólk spyr mig oft hvað var það versta sem ég upplifði í Auschwitz?“
Árni Þór Þórsson
2.11.2023
2.11.2023
Predikun
Vegferðin með Jesú getur fyllt lífið tilgangi og merkingu
Stundum finnst mér eins og ein helsta áskorun nútímans sé fólgin í því að börn, unglingar og fólk almennt fái ekki að bera almennilega ábyrgð, eða hafa hlutverki að gegna, hlutverki sem skiptir máli. Á þessum akri, sem Jesús vísar til, er ávallt þörf fyrir fleiri verkamenn. Ef þú ert tilbúinn að fá hlutverk og axla ábyrgð, þá vill Jesús nýta krafta þína til góðs.
Þorvaldur Víðisson
29.10.2023
29.10.2023
Predikun
Ógnvekjandi og yfirþyrmandi
Það sem hann skynjaði var í senn ógnvekjandi og yfirþyrmandi. Og sannarlega af þeim toga að orðin þrjóta til að ná utan um það. Já, eilíft líf – eilífðin – er það ekki stærsta spurning sem allar hugsandi verur geta brotið heilann um? Hvernig er að vera takmörkuð í tíma og rúmi í alheimi sem teygir sig svo ógnarlangt í allar áttir?
Skúli Sigurður Ólafsson
8.10.2023
8.10.2023
Predikun
Ógnvekjandi og yfirþyrmandi
Það sem hann skynjaði var í senn ógnvekjandi og yfirþyrmandi. Og sannarlega af þeim toga að orðin þrjóta til að ná utan um það. Já, eilíft líf – eilífðin – er það ekki stærsta spurning sem allar hugsandi verur geta brotið heilann um? Hvernig er að vera takmörkuð í tíma og rúmi í alheimi sem teygir sig svo ógnarlangt í allar áttir?
Skúli Sigurður Ólafsson
8.10.2023
8.10.2023
Predikun
Er hægt að rækta mildina?
Já, í gegnum andlega iðkun, getur mildin og trúin verið sem sól í brjósti okkar. Lífinu má lýsa sem sönnum loga, sem nærist af ósýnilegri sól í brjósti okkar. Megi sú sól lýsa skært í þínu lífi. Megi sú sól veita þér hreinsun, góðan anda og gæfu, mildi og von, nú og ætíð.
Þorvaldur Víðisson
1.10.2023
1.10.2023
Predikun
Hvenær er nóttin liðin og dagur runninn?
"Stef guðspjalls dagsins eru áþekk og í Davíðssálminum og Filippíbréfinu. Trú, von og kærleikur og einnig: Sorg, vanmáttur, varnarleysi og reiði."
Sigurður Arnarson
25.9.2023
25.9.2023
Predikun
Umhyggja og aðgát
Það fer vel á því að lyfta upp Gulum september og samtímis minnast rauðgula Tímabils sköpunarverksins. Gulur september er okkur hvatning til að hlú að tengslum við hvert annað. Rauðgula tímabil sköpunarverksins felur í sér hvatningu og áminningu um að hlú að tengslum okkar og umgengni við Jörðina, okkar sameiginlega heimili.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
10.9.2023
10.9.2023
Predikun
Um veglyndi
„..fundust í þessi meðferð Jósefs þrír mannkostir og dýrlegir lutir, það er: Réttlæti, mildi og vitzka"
Sveinn Valgeirsson
27.8.2023
27.8.2023
Predikun
Þrefalda kærleiksboðorðið
Og því má ekki gleyma að þegar kemur að okkur sjálfum erum erum við oftar en ekki hörðustu dómararnir. Myndin af Jesú kallast þar á við myndina af okkur sjálfum. Já, hvað sjáum við þegar við lítum spegilmynd okkar? Er það manneskja sem stenst ekki hinar hörðustu kröfur? Af hverju þurfa kröfurnar að vera svo harðar? Eru það ekki skilaboð dagsins að við eigum að slaka á, í þeim efnum? Leyfa okkur að vera þær manneskjur sem við erum, með ákveðina breyskleika en um leið svo mikla möguleika á að vaxa og gera gott.
Skúli Sigurður Ólafsson
22.8.2023
22.8.2023
Predikun
Sá sem tortímir heimum
Þegar glóandi skýið reis til himins var nýr kafli skráður í mannkynssöguna og í orðum vísindamannsins Oppenheimers hafði þessi kafli guðfræðilega skírskotun. Hann vísaði til þess hvernig mannkyn tekst á við hverfulleikann, horfir upp á lífverur deyja, byggingar hrynja, heimsveldi eyðast og mögulega það mikilvægasta af því öllu – heimsmyndir hverfa. Og á síðustu áratugum hefur líf og framtíð lífsins stundum hangið á bláþræði eins og sagan um Petrov ber vott um.
Skúli Sigurður Ólafsson
13.8.2023
13.8.2023
Predikun
Full af gleði - og kvíða
Skáldið ræðir við Guð um tilfinningar sínar sem við öll getum væntanlega samsamað okkur við, gleði og kvíði gagnvart lífsundrinu.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
14.5.2023
14.5.2023
Predikun
Færslur samtals: 63