Fórnarlömbin
Er það mögulega saga Kains í yfirfærðri mynd? Er hann ekki fórnar-lambið sem í sjálfsvorkunn sinni telur sig hafa rétt á því að drepa bróður sinn? Leiðir það ekki hugann að þjóðarmorðum sem framin voru í krafti þeirrar sannfæringar að böðlarnir hefðu sjálfir orðið fyrir einhverjum órétti? Nazistarnir hefndu ófara fyrra stríðs á gyðingum og ólu á tortryggni í þeirra garð.
Skúli Sigurður Ólafsson
15.9.2025
15.9.2025
Predikun
Að vera rödd hinna raddlausu (Voice for the voiceless)
Hvernig lifir maður án þess að heyra og tala? Eyrun og munnurinn eru bæði verkfæri sem eru lífsnauðsynleg fyrir samskipti, til að tilheyra samfélagi. En þessi maður var ósýnilegur í samfélaginu og tilheyrði engum.
Árni Þór Þórsson
9.9.2025
9.9.2025
Predikun
Förin í eilífar tjaldbúðir (Journey to Eternal dwellings)
Í sögunni eru engar fyrirmyndir. Við höfum ríkann mann sem þjónaði mammón, óheiðarlegan ráðsmann og fólk sem var skuldugt upp fyrir haus. Hvað er Jesús að reyna að kenna með sögunni? Til að skilja söguna betur þurfum við að skoða hvað Jesús segir um fjársjóðinn okkar í fjallræðunni: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“ Sjáið að hér gerir Jesús samanburð á veraldlegum auðæfum og þeim sem eru á himnum. Í dæmisögunni talar hann líka um að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins.
English
In the story, there are no role models. We have a rich man who served mammon, a dishonest manager, and people who were heavily in debt. What is Jesus trying to teach with this story? To better understand the story, we need to look at what Jesus says about our treasure in the Sermon on the Mount: "Do not store up for yourselves treasures on earth, where moths and rust destroy, and where thieves break in and steal. But store up for yourselves treasures in heaven, where neither moth nor rust destroy, and where thieves do not break in and steal. For where your treasure is, there your heart will be also." You see that here Jesus compares worldly riches with those in heaven. In the parable, he also says that the children of this world are more shrewd in dealing with their own generation than the children of light.
Árni Þór Þórsson
25.8.2025
25.8.2025
Predikun
Þið fáið þetta bara í hnakkann, strákar
Það er einmitt það sem Jesús segir hér við viðmælendur sína og lærisveina, með orðum gamla þjálfara míns: „Þið fáið það bara í hnakkann, strákar, ef þið eruð dómhörð í annarra garð.“
Þorvaldur Víðisson
13.7.2025
13.7.2025
Predikun
Veldu lífið
Mikilvægasta spurningin er alltaf þessi. Erum við að velja lífið með þeim lögum sem við setjum okkur; þeim ramma sem bæði verndar okkur og hemur.
Velja lífið með því að sýna okkur mennsk með hjarta af holdi en ekki steinhjarta.
Sveinn Valgeirsson
17.6.2025
17.6.2025
Predikun
Ljósastikan
Við getum lagt okkur fram um að auka á ljósmagnið með bænum okkar, til að myrkrið hopi
Þorvaldur Víðisson
7.6.2025
7.6.2025
Pistill
Heimur skorts eða gnægða
Hin kristna sýn á heiminn er sú að heimurinn sé góð sköpun kærleiksríks Guðs, sem elskar alla menn. Á þeim grunni eru allir menn elskaðir og jafnir. Á þeim grunni ber okkur að lifa. Á þeim grunni ber okkur að lifa, svo aðrir fái einnig að lifa.
Þorvaldur Víðisson
18.5.2025
18.5.2025
Pistill
Samfylgd á jörðu sem og á himni
Jesús býður okkur samfylgd í gegnum allt hið þekkta, þ.e. það sem mætir okkur hér á jörðinni, en einnig í gegnum allt hið óþekkta, þess sem er handan mannlegrar reynslu, reynslu sem bíður okkur hugsanlega síðar. Þangað liggur einnig leið Jesú og hann býður okkur að slást með í för. Og með Jesú í för, þá þurfum við ekki að óttast, ekki heldur hið óþekkta.
Þorvaldur Víðisson
29.5.2025
29.5.2025
Predikun
Vonarrík framtíð
Heimurinn birtir okkur stundum andhverfu þessa. Ófriður er tíður, atburðir verða sem vekja okkur ótta og jafnvel viðbjóð, þar sem mannleg illska virðist svo botnlaus, börn eru drepin og fólki vísvitandi stefnt í hættu á hungurmorði. Kannski er það þess vegna sem textar Biblíunnar miðla von.
Þorvaldur Víðisson
25.5.2025
25.5.2025
Predikun
Undrun og efi
Undrunin og efinn eru allt um kring í því sem kristnir menn kalla síðstæða siðbót kirkjunnar. Hún starfar í heimi sem ber í senn vott um fegurð og tign skaparans er sýnir að sama skapi merki þess að vera fallinn. Á þeim grunni hefur sannleiksleit kristinna manna hvílt og áfram heldur hún inn í nýja tíma þar sem við horfum upp á nýjar aðstæður sem eiga sér þó rætur í sömu mannlegu þáttum og við lesum um í hinni helgu bók.
Skúli Sigurður Ólafsson
26.4.2025
26.4.2025
Predikun
Að seinka umbuninni
Í upphafi föstutímans horfum við til páska, en um leið, horfum við inná við. Leitumst við að dýpka okkar andlega innri mann, leyfum Jesú og upprisunni að taka sér bólfestu í lífi okkar. Getur verið að það sé einhver leyndardómur fólginn í föstunni? Önnur leið til að nálgast föstuna er að líta svo á að við séum að "seinka umbuninni". Við seinkum umbuninni þar til við höfum lagt eitthvað ákveðið að mörkum. Með biðinni veitist okkur eitthvað dýpra, meira, eitthvað sem við myndum annars ekki öðlast.
Þorvaldur Víðisson
9.3.2025
9.3.2025
Predikun
Kærleikurinn stuðar
Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi.
Árni Þór Þórsson
27.1.2025
27.1.2025
Pistill
Færslur samtals: 86