Förin í eilífar tjaldbúðir (Journey to Eternal dwellings)

Förin í eilífar tjaldbúðir (Journey to Eternal dwellings)

Í sögunni eru engar fyrirmyndir. Við höfum ríkann mann sem þjónaði mammón, óheiðarlegan ráðsmann og fólk sem var skuldugt upp fyrir haus. Hvað er Jesús að reyna að kenna með sögunni? Til að skilja söguna betur þurfum við að skoða hvað Jesús segir um fjársjóðinn okkar í fjallræðunni: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“ Sjáið að hér gerir Jesús samanburð á veraldlegum auðæfum og þeim sem eru á himnum. Í dæmisögunni talar hann líka um að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins. English In the story, there are no role models. We have a rich man who served mammon, a dishonest manager, and people who were heavily in debt. What is Jesus trying to teach with this story? To better understand the story, we need to look at what Jesus says about our treasure in the Sermon on the Mount: "Do not store up for yourselves treasures on earth, where moths and rust destroy, and where thieves break in and steal. But store up for yourselves treasures in heaven, where neither moth nor rust destroy, and where thieves do not break in and steal. For where your treasure is, there your heart will be also." You see that here Jesus compares worldly riches with those in heaven. In the parable, he also says that the children of this world are more shrewd in dealing with their own generation than the children of light.

Náð og friður sé með yður frá Drottni Jesú Kristi. Amen.

Dæmisögur Jesú hafa allar að geyma boðskap um Guð eða Guðsríkið. Flestar þeirra innihalda bæði jákvæðar og neikvæðar fyrirmyndir sem sýna okkur hvernig við eigum að haga okkar eigin lífi. Sagan af miskunnsama samverjanum er vel þekkt og greinir frá manni sem var rændur og barinn af þjófum. Maðurinn lá á götunni sárþjáður og þarfnaðist hjálpar. Presturinn og Levítinn gengu báðir fram hjá manninum en Samverjinn stöðvaði um stund og bauð manninum aðstoð sína. Ljóst er hver er fyrirmynd sögunnar og hverjir eru það ekki. Dæmisögurnar eru í mörgum tilfellum ádeila á samfélagið sem þær verða til í en það sem er merkilegt er að þær tala enn inn í aðstæður samtímans.

En hvað ef við höfum engar höfum engar jákvæðar fyrirmyndir til að líta upp til? Það virðist vera raunin í dæmisögu Jesú um svikula ráðsmanninn sem gerir textann erfiðan að eiga við. Ráðsmaðurinn hafði farið illa með eigur og fjárhag ríka mannsins og var í kjölfarið sagt upp. Í hefndarskyni gaf ráðsmaðurinn skuldunautum ríka mannsins afslátt af skuldum þeirra í staðinn fyrir öruggt húsaskjól hjá þeim. Það sem undarlegt er að í stað þess að kæra ráðsmanninn og setja hann á bakvið lás og slá, hrósaði ríki maðurinn honum fyrir að hafa breytt kænlega.

Í sögunni eru engar fyrirmyndir. Við höfum ríkann mann sem þjónaði mammón, óheiðarlegan ráðsmann og fólk sem var skuldugt upp fyrir haus. Hvað er Jesús að reyna að kenna með sögunni? Til að skilja söguna betur þurfum við að skoða hvað Jesús segir um fjársjóðinn okkar í fjallræðunni: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“ Sjáið að hér gerir Jesús samanburð á veraldlegum auðæfum og þeim sem eru á himnum. Í dæmisögunni talar hann líka um að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins.

Þessi heimur sem Jesús talar um er af öllum líkindum hinn veraldlegi sem við lifum í. Við erum ráðsmenn þessarar jarðar og er ábyrgð okkar að fara vel með auðæfi hennar og sjá til þess að þau nýtist vel. Börn þessa heims eru þau sem fylgja ekki Guði heldur nota auðæfin einungis sér í hag og falla þar með í gryfju græðginnar. Þau eru í raun í sama hlutverki og svikuli ráðsmaðurinn. Börn ljóssins eru þau sem vilja tilheyra heiminum handan þessa veruleika eða Guðsríkinu sem Jesús boðar. Hann segir í þessu sambandi: „Notið hinn rangláta mammón til þess að eignast vini sem taki við yður í eilífar tjaldbúðir þegar hann er uppurinn.“

Þetta gerði svikuli ráðsmaðurinn og var honum hrósað fyrir það. Honum var ekki hrósað fyrir að stela peningum heldur fyrir að undirbúa sig og horfa fram í tímann. Hann sá fyrir að hann myndi ekki eiga öruggan stað til að búa á né neina vinnu. Það hlýtur að vera mjög óhugnaleg tilfinning að vita ekki hvar þú tilheyrir. Hann notaði því ranglátu auðæfin til að eignast vini sem myndu sjá vel um hann í hinum veraldlega heimi.

Jesús er ekki að segja að við eigum að stela af hinum ríki til að eignast eilíft líf. Hann er að segja okkur að líta fram á við og safna fjársjóðum á himnum á meðan við enn getum. Það gerum við með því að nota auðæfin sem okkur var treyst fyrir af Guði, til góðs. Við erum ráðsmenn sköpunarinnar og er það skylda okkar að sjá vel um hana. Við getum styrkt alls kyns góðgerðamál, hjálpað vinum okkar og fjölskyldu í neyð og hjálpast að við sjá vel um umverfið. Það sem skiptir máli er að við gerum það sem við getum og treystum okkur til að gera.

Hápunktur Jesú í sambandi við dæmisöguna kemur ekki fyrr enn í versunum á eftir henni. Þar talar hann um að ef ekki er hægt að treysta okkur fyrir hverfulum auðæfum, hver gæti þá treyst okkur fyrir sönnum auði? Ef við förum ekki vel jörðina og auðæfi hennar, hvernig getur Guð þá lofað okkur að komast í Guðsríkið? Hápunkturinn er þessi: „Enginn þjónn getur þjónað tveimur herrum. Annað hvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og Mammón.“

Við megum ekki gleyma því að auðæfi jarðarinnar, sköpunin sem við stöndum vörð um, er líka við sjálf; Fólkið sem hér lifir. Ef við setjum eitthvað fram yfir Guð, okkur sjálf og fólkið sem við elskum að þá er eitthvað sem amar að. Þá er augljóst að við þjónum einhverjum öðrum sem hefur líklega ekki hagsmuni okkar í huga. Fólk getur orðið heltekið af fíkn, af völdum og í samhengi dæmisögunnar, af peningum. Allt þetta er hverfult eða forgengilegt, það endist ekki. Það er rétt að öruggur fjárhagur skapar öruggt umhverfi fyrir okkur en ef markmiðið er að gera þann fjárhag svo mikinn að við förum að þjóna honum, að þá höfum við glatað okkur sjálfum. Ríkt fólk þjáist líka af vanlíðan og þunglyndi, einsemd og sorg. Það eru engin auðæfi í þessum heimi sem geta forðað okkur frá því. Engin auðæfi geta tryggt okkur það öryggi sem Guð hefur opinberað okkur. Það áorkast aðeins í gegnum okkur sjálf, í gegnum fólkið sem við elskum og í gegnum veginn, sannleikann og lífið sem er Jesús Kristur. Amen.

ENGLISH

The parables of Jesus all contain a message about God or the Kingdom of God. Most of them include both positive and negative role models, showing us how we should live our lives. The story of the Good Samaritan is well known and tells of a man who was robbed and beaten by thieves. The man was lying on the street in great pain and needed help. Both the priest and the Levite walked past the man, but the Samaritan stopped for a while and offered his assistance. It is clear who is the role model in the story and who is not. In many cases, parables are a critique of the society in which they were created, but what is remarkable is that they still speak into our contemporary lives.

But what if we have no positive role models to look up to? This seems to be the case in Jesus' parable of the dishonest manager, which makes the text difficult to deal with. The manager had mishandled the rich man's property and finances and was subsequently fired. In retaliation, the manager gave the rich man's debtors a discount on their debts in exchange for a secure place to stay with them. What is strange is that instead of suing the manager and putting him behind bars, the rich man praised him for acting shrewdly.

In the story, there are no role models. We have a rich man who served mammon, a dishonest manager, and people who were heavily in debt. What is Jesus trying to teach with this story? To better understand the story, we need to look at what Jesus says about our treasure in the Sermon on the Mount: "Do not store up for yourselves treasures on earth, where moths and rust destroy, and where thieves break in and steal. But store up for yourselves treasures in heaven, where neither moth nor rust destroy, and where thieves do not break in and steal. For where your treasure is, there your heart will be also." You see that here Jesus compares worldly riches with those in heaven. In the parable, he also says that the children of this world are more shrewd in dealing with their own generation than the children of light.

This world that Jesus talks about is most likely the earthly one we live in. We are stewards of this earth, and it is our responsibility to take good care of its resources and ensure that they are used well. The children of this world are those who do not follow God but only use wealth for their own benefit and thereby fall into the pit of greed. They are, in fact, in the same role as the dishonest manager who mistreats his master’s resources. The children of light are those who want to belong to the world beyond this reality, or the Kingdom of God that Jesus preaches. In this regard, he says: "Use worldly wealth to gain friends for yourselves, so that when it is gone, you will be welcomed into eternal dwellings."

This is what the dishonest manager did, and he was praised for it. He was not praised for stealing money but for preparing himself and looking ahead. He foresaw that he would have no secure place to live or any work. It must be a very unsettling feeling not to know where you belong. (you must know what that feels like, being refugees searching for a new home) He therefore used the worldly wealth to gain friends who would take good care of him in the earthly world.

Jesus is not saying that we should steal from the rich to gain eternal life. He is telling us to look ahead and store up treasures in heaven while we still can. We do this by using the wealth that God has entrusted to us for good. We are stewards of creation, and it is our duty to take good care of it. We can support all kinds of charities, help our friends and family in need, and help each other to take good care of the environment. What matters is that we do what we can and trust ourselves to do.

Jesus' climax regarding the parable does not come until the verses after it. There he talks about that if we cannot be trusted with fleeting wealth, who could then trust us with true wealth? If we do not take good care of the earth and its resources, how can God then promise us to enter the Kingdom of God? The climax is this: "No servant can serve two masters. Either he will hate the one and love the other, or he will be devoted to the one and despise the other. You cannot serve both God and Mammon."

We must not forget that the wealth of the earth, the creation we protect, is also ourselves; The people who live here. If we put something before God, ourselves, and the people we love, then there is something wrong. Then it is obvious that we are serving someone else who probably does not have our best interests in mind. People can become obsessed with addiction, with power, and in the context of the parable, with money. All of this is fleeting or perishable; it does not last. It is true that secure finances create a safe environment for us, but if the goal is to make those finances so great that we begin to serve them, then we have lost ourselves. Rich people also suffer from distress and depression, loneliness, and sorrow. There is no wealth in this world that can save us from that. No wealth can guarantee us the security that God has revealed to us. It is achieved only through ourselves, through the people we love, and through the way, the truth, and the life that is Jesus Christ. Amen.