Trú.is

Traustsins verð

Okkar köllun er að vera trúföst, heiðarleg og gera okkar besta hvar svo sem við erum stödd í lífinu. Í því felst líka að vera réttlát og réttsýn, í stóru sem smáu; að safna ekki eignum á kostnað þjáningar annarra, heldur leyfa kærleika Guðs að vera í fyrsta sæti og móta allt líf okkar.
Predikun

Predikun á Reykholtshátíð, 9. sd. e. Trin 2018

“Gjörið yður vini með mammón ranglætisins, til þess að þeir, þegar allt um þrýtur, taki við yður í hinar eilífu tjaldbúðir”, segir Jesús í texta dagsins. Mammón vísar til fjegirndar og fánýtis og er hjer að auki auðkenndur með sjerstakri tilvísun til ranglætis. Hinar eilífu tjaldbúðir standa fyrir Guðsríkið, ríki himnanna; hugsjónina um endurleyst mannlíf rjettlætis og kærleika.
Predikun

Lof heimskunnar - Ræða sem ég þorði ekki að flytja um hættulega bók

Eftir lestur á bók Erasmusar Lof heimskunnar skrifaði ég þessa ræðu án þess að hika, smálagfæringar eftir á, en hún passaði ekki sem hugvekja í Taizé messu. Eða þorði ég ekki að flytja hana, þess vegna birti ég hana hér, til að ögra mér og þeim sem leggur í það að lesa ræðuna.
Predikun

Siðbót í samtíð

Nú þurfum við siðbót í samtíð. Við verðum að geta sagt að þjóðfélagið okkar byggi enn á kristnum kærleiksboðskap. Ef við getum sagt það, þá hefur orðið siðbót í samtíð. Minnum hvert annað á gullnu regluna um að sýna öðrum það sem við viljum að okkur sé sýnt. Berum virðingu fyrir mannslífi stóru sem smáu og stöndum saman um að efla kirkjuna í heimabyggð okkar.
Predikun

Eilífðarlindin undir ásnum

Í gegnum hjarta hennar nær hann sömuleiðis til fólksins í heimabæ hennar, við þessa tengslamyndun verður til hjálpræði, svona skal kirkjan virka í gegnum tengsl, án fordóma, full af viðurkenningu. Í persónulegri nálgun, samtali, þjónustu, þá lærum við að þekkja sögu hver annars og sýnum þannig hvert öðru frekari skilning.
Predikun

Guð samkvæmt endurskoðuðu útgáfunni af Biblíunni

Skopteiknarinn Halldór Baldursson hitti naglann á höfuðið í vikunni þegar hann teiknaði mynd af Guði sem félagsráðgjafa með bros á vör sem bíður fram aðstoð sína. Eins og góðum skopteikningum sæmir er teikningin margræð og er líklega ætlað að vera skot á frjálslynda presta sem nútímavæða guðsmynd kristindómsins.
Predikun

Prédikun í Austurdal

Jafnvel þó að gamla sóknarkirkjan standi ein eftir, og sóknin eydd, þá vitnar hún samt um þann Guð sem kallar okkur til fylgdar við sig og er okkur ávallt og alls staðar nálægur. - Ávallt með í för.
Predikun

Forstjórar og framkvæmdastjórar athugi

Fylgist vel með hinum undirförlu. Verið það sem þau eru ekki, gerið ekki það sem þau gera! Örsagan er svo tvíræð að fólk vissi ekki hvort það eigi að hlægja eða ekki.
Predikun

Gangur og gróandi mannlífsins

Og þá því fremur þegar það fréttist að Ríkisútvarpið, þjóðarmiðillinn, brjóstvörn menningar og gróandi mannlífs í landinu, ætli að hressa upp á dagskrá sína með því að leggja niður fáein bænarorð kvölds og morgna. Skýringar útvarpsmanna á því hvernig útvarpið muni batna við brottfall bænalesturs skil ég ekki.
Predikun

Framtakssemi frændanna

Það er von, að nöfn þeirra frænda Guðbrands og Hallgríms séu í heiðri höfð. Báðir áttu sér bjargfastan trúargrundvöll og einskæra löngun til þess að miðla honum, öðrum til blessunar. Hvorugir létu undan ytra áreiti. Báðir skynjuðu þau miklu verðmæti, sem kristindómurinn geymir og þörfina á, að halda boðuninni til haga. Stuðla þannig að heill fólks, við oft erfiðar og hörmulegar aðstæður og fleyta því yfir boða og brimskafla lífsins.
Predikun

Er hann góður maður?

Eru íslensku landsliðskonurnar og meistaraflokkssnilingar KR góðar manneskjur? Þroskuð og öflug? Kunna þau skil á réttu og röngu, stilla eigin þörfum í hóf og taka tillit til annarra, maka, ástvina og samfélags? Hvað með tengslin?
Predikun

Hugum að framtíðinni

Ef þjóðkirkjan á að geta sinnt grunnþjónustu í starfi safnaðanna verður leiðrétting sóknargjalda að eiga sér stað. Það er ekki eðlilegt að söfnuðirnir beri meiri byrðar en aðrir. Ég kalla eftir réttlátri leiðréttingu svo unnt sé að halda úti nauðsynlegu safnaðarstarfi. Framtíð safnaðanna er í húfi og hið mikilvæga starf sem þeir sinna um allt land.
Predikun