Í baráttunni
„Ég held að ég tali fyrir munn flestra, að í daglegu lífi hugsum við lítið um óvininn, Satan, og setjum hann ekki í samband við daglegt líf okkar…. Í guðspjalli dagsins segir frá viðbrögðum lærisveinanna. Svo koma þeir blaðskellandi og í skýjunum yfir því sem þeir fengu að upplifa…. Kristin trú gerir ráð fyrir því að Guð sé skapari alls. Þess vegna gerir trúin ekki ráð fyrir, að hið illa hafi jafnt vald og Guð. Illskan er hluti af hinni föllnu veröld og Guð hefur sett illskunni mörk. Þegar Jesús segist hafa séð Satan hrapa af himni sem eldingu, er hann að vísa til þeirra hugmynda, að vald Satans sé ekki meira en eins af föllnu englunum…. Hreykjum okkur ekki upp og treystum ekki eigin kröftum í baráttunni við lesti og hugarangur. Verum frekar auðmjúk og játum þörf okkar. Við vitum að þrátt fyrir ófullkomleika eru í okkur öll þau góðu gildi og dyggðir, sem við eigum að byggja á, þroska og æfa. Gerum það með hjálp Heilags anda í bæn og af auðmýkt. En umfram allt gerum við það með Jesú okkur við hönd.“
Magnús Björn Björnsson
21.2.2021
21.2.2021
Predikun
Hvað verður um mig?
Mörg erum við svo lánsöm að eiga vini eða fjölskyldu að leita til. Fagfólk á sviði virkrar hlustunar, svo sem sálfræðingar og prestar, geta líka ljáð eyra þegar á reynir. Trúað fólk á sér þar að auki ómetanlega hjálp í traustinu til Guðs, að Guð muni endurnýja lífið.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
31.1.2021
31.1.2021
Predikun
Kyrrðarstund á kyndilmessu
Hvar erum við stödd einmitt núna, á kyndilmessu 2021? Hvernig er vetrarforðinn okkar? Höfum við gengið á birgðirnar innra með okkur?
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
2.2.2021
2.2.2021
Pistill
Hafðu næga olíu á lampanum þínum
Vers vikunnar er úr öðru Korintubréfi og segir:
„Því að öllum ber okkur að birtast fyrir dómstóli Krists“ (2Kor 5.10a)
Enginn veit hvenær það verður og þess vegna er það svo mikilvægt fyrir hvern og einn að vera viðbúinn og hafa næga olíu á lampanum sínum.
Bryndís Svavarsdóttir
15.11.2020
15.11.2020
Predikun
Blessun skalt þú vera
Leggjum inn í nýjan áratug með sama hugarfari og við þiggjum nýtt augnablik, nýtt andartak, í trausti til Guðs sem lítur til okkar eins og móðir sem leggur barn sitt að brjósti til að næra það og veita öryggi.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
1.1.2021
1.1.2021
Predikun
Friður, kærleikur, trú og von
Það er gaman að skreyta með ljósum og fíneríi, kaupa gjafir og senda kveðjur. En það er enn dýrmætara að huga að því sem býr okkur innst í hjarta.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
30.11.2020
30.11.2020
Predikun
Bænastund á aðventu
Á aðventu er gott að eiga kyrrláta stund við kertaljós. Hér eru bænir sem hægt er að hafa til hliðsjónar á einfaldri aðventustund.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
29.11.2020
29.11.2020
Pistill
Sælir eru
Sælir eru…. Þannig byrjar sjálfsagt ein þekktasta ræða heims. Jesús hafði tekið sér stöðu á fjallinu. Þær þúsundir sem fylgdu honum biðu eftir orðum hans. Strax þarna, í fyrstu köflum guðspjallsins, þegar Jesús er rétt að hefja starf sitt, er mikill fjöldi fólks sem fylgir honum.

Þráinn Haraldsson
1.11.2020
1.11.2020
Pistill
Æðruleysi og von á erfiðum tímum
Nú skiptir öllu að við höfum úthald og þrek til að bíða. Enn mikilvægara er að gleyma því ekki að heilsa okkar allra er jafn dýrmæt. Það getur enginn einn, eða hópar fólks leyft sér að ganga á rétt okkar hinna til að halda heilsu. Þess vegna þurfum við öll að gæta að eigin smitvörnum, fylgja nákvæmlega öllum reglum sem „þríeykið“ setur okkur, því þau eru sérmenntuð á þessu sviði.
Haraldur M Kristjánsson
14.10.2020
14.10.2020
Pistill
Núvitundaríhugun, áttundi hluti: Byrjum á byrjuninni
Hvert andartak er ný byrjun, hvert augnablik nýtt upphaf, allt er í sífellu nýtt, ekkert sem er núna hefur verið áður. Andartakið er í senn hverfult og eilíft, hverfur skjótt en á sér uppsprettu í eilífð Guðs sem lífsandann gefur.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
28.5.2020
28.5.2020
Pistill
Þolgæði
Þrengningar geta verið verkfæri, leið fyrir okkur að vakna upp úr svefndrunga daglegs lífs, skoða líf okkar í ljósi reynslunnar og finna hvernig þolgæðið getur vaxið við hverja raun. Við getum byggt upp þolgæði á öllum sviðum lífsins. Og í því erum við ekki ein. Við erum saman í þessu og við erum umvafin elsku Guðs sem gefur okkur styrk og þol í aðstæðunum.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
17.5.2020
17.5.2020
Predikun
Innilifunaríhugun 1: Á göngu með Jesú
Ignatíusaraðferðin er leið til þess að virkja okkar innri sýn og skynjun, að lesa um það sem gerist í guðspjöllunum eins og það væri að gerast núna. Við leitumst við að vera viðstödd það sem sagt er og gert; við sjáum, heyrum, finnum ilm og snertingu eins og við værum þarna á staðnum með Jesú.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
14.4.2020
14.4.2020
Pistill
Færslur samtals: 23