Trú.is

Umhyggja og aðgát

Það fer vel á því að lyfta upp Gulum september og samtímis minnast rauðgula Tímabils sköpunarverksins. Gulur september er okkur hvatning til að hlú að tengslum við hvert annað. Rauðgula tímabil sköpunarverksins felur í sér hvatningu og áminningu um að hlú að tengslum okkar og umgengni við Jörðina, okkar sameiginlega heimili.
Predikun

Samtal við illvirkja

Mitt í öllu því líkamlega, siðferðilega, pólitíska og tilvistarlega hruni sem krossfestingin lýsir – segir Lúkas sögu af tveimur illvirkjum. Já, hann færir út sjónarsviðið og Jesús er ekki einn þolandi þessarar grimmilegu refsingar. Af öllum þeim samskiptum sem hann hafði átt við fólk – áttu þessi eftir að verða hans síðustu, samtal við illvirkja.
Predikun

Hundrað milljón helvíti.

Prestar kirkjunnar hafa ekkert vald yfir því hvað tekur við að þessu lífi loknu – en ef við ætlum að vera trú okkar köllun og okkar boðskap sem þjónar kristinnar kirkju þá megum við og eigum við að bregðast við þegar valdhafar í íslensku samfélagi dæma jaðarsett fólk til raunverulegrar helvítisvistar. Ef það kallar á sterk orð til að vekja fólk til umhugsunar – þá er það gott og blessað.
Pistill

Hvernig gat þetta gerst árið 2022

Það tekur bara andartak að hleypa af fyrsta skotinu og hefja átök. En það tekur langan tíma að koma á friði sem byggir á réttlæti og græða sárin sem af átökum hljótast. Þess vegna kalla þessar aðstæður á þrautsegju, ekki bara þeirra, heldur líka okkar í umhyggju og stuðningi. Og alveg sérstaklega skulum við muna að syngja hósanna áfram og sleppa krossfestingum.
Predikun

Homo hybris

Skv. kenningu fornerfðafræðingsins Johannesar Krause í nýrri bók hans, Hybris, eða Hroki, áttu sér stað genastökkbreytingar sem skildu homo sapiens frá Neandertalsmönnum og gerðu honum kleift að sigrast á öllum hindrunum og leggja undir sig plánetuna, bæði ólífræna og lífræna hluta hennar, þar til ekkert var lengur eftir til þess að nýta og hann var ekki aðeins homo sapiens heldur homo hybris, hinn hrokafulli maður.
Predikun

Friðarórar í föllnum heimi

"sagan hefur einnig sýnt að til þess að ná markmiðum, sem virðast óyfirstíganleg, þá getur verið gagnlegt að setja sér jafnvel enn stærri markmið – eins mótsagnakennt og það hljómar – sem lýsa líkt og vonarstjarna á himni sem nærir von og trú mannsins á, að hið ómögulega sé mögulegt. Þannig fylgja draumórar Johns Lennon fullkomlega fyrirmynd spámannlegra draumsýna Gamla testamentisins sem sáu fyrir sér heim þar sem ríkti fullkominn friður – ekki aðeins manna í millum heldur einnig allra dýra sköpunarinnar"
Predikun

Hreinskilni

Á miðvikudag eftir hádegi keyrði ég sem leið lá frá heimili mínu á Kársnesinu til Hafnarfjarðarkirkju. . Þá kveikti ég á gufunni og hlustaði á athyglisvert viðtal við konu á Akureyri sem rekur þar kaffihús, eða starfar þar. Ég bara man það ekki, hvort er. Þegar hún var búinn að vinna þar um langt skeið þá fór hún að velta fyrir sér hvort hún gæti ekki gert eitthvað annað við afgangs matinn en að henda honum í ruslið.
Predikun