Takk, heilbrigðisstarfsfólk!
Á Degi heilbrigðisþjónustunnar viljum við þakka öllu því góða fólki sem vinnur hörðum að því að hjálpa okkur og ástvinum okkar þegar heilsan bregst eða slys verða. Temjum okkur að tala af virðingu um störf þeirra. Þó gagnrýnin í heita pottinum og kommentakerfunum snúi sjaldnast að þeim einstaklingum sem vinna innan heilbrigðisþjónustunnar heldur kerfi sem mörg telja að þurfi að bæta, hlýtur að vera sárt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að hlusta í sífellu á neikvæða umræðu um sitt vinnuumhverfi.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
20.10.2024
20.10.2024
Predikun
Hlutverk biskups Íslands
Erindi flutt á fundi um biskupsembættið sem haldinn var í Breiðholtskirkju miðvikudagskvöldið 15. nóvember 2023, í aðdraganda komandi biskupskosninga. Fundarstjóri og skipuleggjandi fundarins var prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, séra Bryndís Malla Elídóttir.
Þorvaldur Víðisson
15.11.2023
15.11.2023
Pistill
"Kristin gildi"?
Þess vegna er líka nauðsynlegt að allar kirkjudeildir sem byggja trú sína og boðun á skynsamlegum og hófsömum ritningarskilningi – og það á við um flestallar mótmælendakirkjur í Norður-Evrópu – láti nú í sér heyra og mótmæli harðlega þeirri aðför gegn mannréttindum sem nú á sér stað í Bandaríkjunum undir yfirskini „kristinna gilda“, sem eru þó í raun aðeins gildi lítils hluta bandarísks samfélags, gildi sem byggja á þröngri bókstafstúlkun Biblíunnar en hafa fyrst og fremst þann tilgang að þröngva siðferðisviðmiðum viðkomandi þjóðfélagshóps upp á samfélagið allt með tilheyrandi kúgun og ofbeldi eins og einkennir allt alræði, ekki síst það sem skilgreina má sem guðræði. Og það sama má segja um skammarlegan stuðning patríarkans í Moskvu við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu, sem er að hans viti sönnum kristindómi til varnar, að það er nauðsynlegt að aðrar kirkjudeildir haldi áfram á lofti gagnrýni á stefnu hans og þjónkun við stríðsherrann í Kreml.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
3.7.2022
3.7.2022
Predikun
Okkar sameiginlegu mál
Aðalatriðið er því ekki hver ræður eða hver fær bestu hugmyndirnar heldur hvort okkur lánist að vinna verkin í þjónustu við aðra.
Þorvaldur Víðisson
12.5.2022
12.5.2022
Pistill
"Lýðræðið deyr í myrkrinu"
Í samhengi nútímalýðræðissamfélags hlýtur því fagnaðarerindið að krefjast þess að kjörnum fulltrúum sé veitt aðhald og að gagnsæi ríki í allri vinnu og ákvarðanatöku þannig að réttlæti fái þrifist í því ljósi sem stafar af anda sannleikans en myrkrinu sé ekki gefið færi á því að verða skjól þeim verkum sem ekki þola dagsins ljós. Og þar á þjóðkirkjan að fara fyrir með góðu fordæmi.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
15.5.2022
15.5.2022
Predikun
Kennileitin
Kennileitin og viðmiðin voru öll innra með honum. Innra með sér sá hann þetta fyrir sér og vissi nákvæmlega hvert við vorum að fara.
Þorvaldur Víðisson
20.3.2022
20.3.2022
Predikun
Færslur samtals: 6