Trú.is

Í heimi draums og líkingamáls

Þessi líking er mér huggun í veröld þar sem sífellt er barist um völd. Vígvellirnir birtast okkur víða: í stríðshrjáðum löndum, á svívirtum líkömum eða í hljóðlátu en ógnvekjandi kapphlaupi við stjórnlausa tækni sem kann að svipta okkur mennskunni. Þurfum við, mitt í þessum ósköpum ekki einmitt þá trú sem talar til okkar úr annarri átt – úr heimi draums og líkingamáls?
Predikun

"Lýðræðið deyr í myrkrinu"

Í samhengi nútímalýðræðissamfélags hlýtur því fagnaðarerindið að krefjast þess að kjörnum fulltrúum sé veitt aðhald og að gagnsæi ríki í allri vinnu og ákvarðanatöku þannig að réttlæti fái þrifist í því ljósi sem stafar af anda sannleikans en myrkrinu sé ekki gefið færi á því að verða skjól þeim verkum sem ekki þola dagsins ljós. Og þar á þjóðkirkjan að fara fyrir með góðu fordæmi.
Predikun

Ég mun gefa ykkur nýtt hjarta og leggja ykkur nýjan anda í brjóst.

Það má líkja því við að fá nýtt hjarta þegar við endurmetum allt í lífi okkar og sjáum líf annarra í nýju ljósi
Predikun

Hjartað

Uppistaðan í þessum steinda glugga var útprentun af hjartalínuriti deyjandi manns. Taktföst hrynjandin birtist okkur í öldutoppum og dölum sem kunnugir geta sett í samband við það þegar lokur og gáttir þessa líffæris opnast og lokast og hleypa blóðinu þar í gegn þangað sem það streymir um allar æðar líkamans.
Predikun

Mamma, pabbi og Eurovision

Ég held að best sé að lýsa Guði sem kærleik. Kærleik sem er skapandi afl, og birtist í rauninni alls staðar í kringum okkur og í okkur. Hann birtist í náttúrunni, í öllu sem vex og sprettur, öllu sem lifir og hrærist og er fagurt og gott. Hann birtist, hvar sem móðir eða faðir elskar barnið sitt eða börnin sín, hvar sem einhver fórnar sér fyrir vini sína, hvort sem þeir eru honum kunnugir eða ekki, hann birtist í augnaráði elskenda, og í samveru fjölskyldna, hann birtist við dánarbeð þegar ástvinur er kvaddur og hann birtist kannski ekki síst í sorginni, því að þar söknum við þess sem við elskuðum og er ekki lengur.
Predikun

Taktur lífsins

Við getum jafnvel velt því fyrir okkur hvort lög og tónar í allri sinni ótrúlegu fjölbreytni séu ekki hreinlega óður til hjartans, takturinn sem allt lífið byggir á fær þar sína lofgjörð. Og rétt eins og lögin birtast okkur í svo margvíslegri mynd eru taktskipti hjartans eitt af því sem varðar mennskuna svo miklu.
Predikun

Gleðilegt sumar!

Það er því Guð sem vinnur vorverkin í lífi okkar. Eins víst og að sumar fylgir vetri liggur sú staðreynd trúarinnar fyrir að Guð er með okkur. Guð er með okkur til að þýða kalið hjarta og kveikja hjá okkur löngun og döngun til að bera öðrum birtu og yl.
Predikun

Ljóð Guðs og Liljuljóð

Guð er stórskáldið, sem yrkir heiminn, yrkir mennina, nýtur lífsins, er sjálfur hin mikla póesía lífsins, líka þegar allt er þrotið, búið, týnt og brotið. Fagnaðarerindið er hin mikla póesía Guðs, að lífið er góður gerningur, póesía elskunnar. Þegar lífi lýkur er þessi ljóðmögur mættur, opnar fangið og leyfir öllu fólki, já allri sköpun sinni inn í himinnn. Við erum elskuð og megum elska, vera aðilar að aðal-ástarsögu heimsins.
Predikun

Kemur þetta á prófi?

Langur tími hefur liðið frá því þessi orð voru flutt og mikil þekking hefur safnast upp. En svo merkilegt sem það nú er, bendir allt til þess að ekkert sé manneskjunni dýrmætara til vaxtar og þroska en einmitt þetta - að njóta kærleika sem setur engin skilyrði.
Predikun

Kirkjan og andi sannleikans

Við þekkjum víst öll hvað kveðjustundir geta verið erfiðar - bæði fyrir þann sem þarf að kveðja og hinn sem verður eftir. Oft verða þessar kveðjustundir ógleymanlegar og valda straumhvörfum í lífi fólks, annað hvort til hins verra eða betra.
Predikun

Fastan er 40 dagar en páskarnir eru 50

Hvernig segjum við gleðilega páska í fimmtíu daga? Með því að segja það upphátt? Aftur og aftur og aftur og aftur? Það er ein leið. Svo þurfum við líka að segja það með lífinu okkar. Viljið þið vita hvernig?
Predikun

Blað, skæri, steinn

Það tekur við góður tími, þar sem ný lögmál ríkja. Ekki lögmál samkeppni og yfirgangs heldur lögmál samhjálpar og samkenndar.
Predikun