Trú.is

Þögnin, iðrunin og fyrirgefningin

Sálin er ekki markaðstorg, hversu mjög sem reynt er þó að gera hana að einhverju þess háttar. Sál okkar er þögull garður, öruggur virkisturn, læst herbergi eða hirsla.
Predikun

Þá lítum við ekki undan

Ljóðmæli Njarðar fanga nokkuð vel megininntak föstunnar í kristnum skilningi. Verkefni kristins manns á föstunni er einmitt að horfast svo fast í augu við sjálfan sig að hann neyðist til að líta undan! – „Og horfa svo aftur án þess að líta undan.“
Predikun

Hann mun minnast veðurbarinna andlita

Fyrir nokkrum árum fórum við hjónin til Amsterdam í þeim erindum að kynna okkur aðstæður fíkla og vændiskvenna. Gestgjafar okkar meðan á leiðangrinum stóð voru samtökin Street Corner Work sem halda úti margvíslegu félagsstarfi og þjónustu við jaðarhópa í stórborginni.
Predikun

Sólskinsmorgunn á föstu

Nú er það hins vegar orðið svo í þjóðfélaginu að skilin milli gleði og sorgar hafa færst til í umfjöllun manna á meðal. Þannig þykir ekkert tiltökumál að gera grín að alvarlegum hlutum og virðist fátt heilagt lengur í þeim efnum. Svik Júdasar og síðasta kvöldmáltíðin voru sett fram á gaman saman hátt í auglýsingu fyrr í vetur og sjálfsagt þykir að gera grín að fermingu ungmenna eða giftingu brúðhjóna.
Predikun

Til þess að heimurinn trúi

Þegar andstæðir hagsmunir takast á út frá ólíkum sjónarmiðum og hugsanagangi kostar það bæði þolgæði og einlæga trú að standa gegn djöfullegu aðdráttarafli ofbeldis og eyðingar, sem nærist á sjúklegum metnaði og drambi. Það kostar hugrekki og auðmýkt að tileinka sér æðstuprestsbæn Krists og taka undir með honum og gera hreystiverk hans að sínu.
Predikun