Sálmabók

115. Meðan, Jesú minn, ég lifi

Meðan, Jesú minn, ég lifi
mig lát aldrei gleyma þér,
hönd þín mér á hjarta skrifi
hugsun þá sem dýrust er.
Ég bið, þar þá játning set:
„Jesús minn frá Nasaret
er sú hjálp sem æ mig styður,
er mín vegsemd, líf og friður.“

T Thomas Kingo 1689 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Skriv dig, Jesus, på mit hjerte
L Bourgeois 1551 – Melodia, handrit frá 17. öld – Sb. 1801
Freu dich sehr, o meine Seele
Sálmar með sama lagi 135 320 526 9
Eldra númer 377
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Jóh. 19.19

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is