9. Síons dóttir, sjá, nú kemur ♥
Síons dóttir, sjá, nú kemur
sá hinn mikli kóngur þinn,
náð hann flytur, frið hann semur,
frelsar, blessar lýðinn sinn.
Fagna þú, hans frelsuð hjörð,
fagna þínu ljósi' á jörð,
heiður, þökk og hlýðni greiddu,
hans á veg þá pálma breiddu.
T Björn Halldórsson – Sb. 1886
L Bourgeois 1551 – Melodia, handrit frá 17. öld – Sb. 1801
Freu dich sehr, o meine Seele
Eldra númer 60
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Matt. 21.5