Sálmabók

665. Nú héðan á burt í friði eg fer

1 Nú héðan á burt í friði' eg fer,
ó, faðir, að vilja þínum,
í hug er mér rótt og hjartað er
af harminum læknað sínum.
Sem hést þú mér, Drottinn, hægan blund
ég hlýt nú í dauða mínum.

2 Því veldur hinn sæli sonur þinn
er sála mín heitast þráði,
þú sýndir mér hann, ó, Herra minn,
af hjarta þíns líknarráði,
í lífi og deyð mig huggar hann,
þá huggun ég besta þáði.

3 Þú hefur hann auglýst öllum lýð
af ástríkri föðurmildi
til þess honum lúti veröld víð
og verða hans erfð hún skyldi,
að ljósið hans orða lýsi blítt
um löndin öll náð þín vildi.

4 Hann öllum er heimi ljós og líf
og leiðtoginn villtra besti,
í nauðunum örugg hann er hlíf
þótt hjálpina manna bresti,
hann, Ísrael, þínum eignarlýð
er yndið og heiður mesti.

T Martin Luther 1524 – Sb. 1589 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Mit Fried und Freud ich fahr dahin
L Christian Fugl um 1860
Jeg vet meg en søvn i Jesu navn
Sálmar með sama lagi 663 81
Tilvísun í annað lag 406a 406b
Eldra númer 424
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is