Í tilefni af 200 ára afmælis Biblíufélagsins
Í ræðunni var minnst 200 ára afmælis Biblíufélagsins, sunnudaginn eftir afmælið 10. júlí 2015. Rakin nokkur sögubrot að norðan og um víða veröld um biblíuhreyfinguna fyrir 200 árum og þýðingu hennar fyrir kirkju og samfélag. Textinn sem fluttur var fyrir prédikun var samtal Jesú og samversku konunnar í Jóh. 4. Guð gefi að Biblíufélagið hér á landi og annars staðar megi starfa að því um ókomin ár (að útbreiða orðið) og vil ég nota tækifærið og hvetja allt kristið fólk að gerast meðlimir í því og styðja það í sínu stóra verkefni að allar þjóðir fái Guðs orð á eigin tungumáli.
Guðmundur Guðmundsson
12.7.2015
12.7.2015
Predikun
Skósveinarnir, Grú og Jesús
Í dag verður frumsýnd kvikmynd hér á landi sem er eins konar forsaga myndanna tveggja um Aulann Grú. Hún heitir Skósveinarnir eftir söguhetjunum litlu sem hafa heillað áhorfendur um allan heim.
Árni Svanur Daníelsson
8.7.2015
8.7.2015
Predikun
Trú, mannréttindi og forræðishyggja
Á sömu forsendum eru það mannréttindi einstaklinga að skipta um trú eða hafna henni – eða hafna trúleysi og taka trú – án þess að réttindi þeirra skerðist að nokkru leyti. Sá sem grípur til trúfrelsis til að koma á ritskoðun – hvers kyns sem hún kann að vera – og beitir henni gegn tjáningarfrelsinu áttar sig ekki á því fyrir hvað það stendur.
Haraldur Hreinsson
7.7.2015
7.7.2015
Pistill
Mannaborg - Guðsborg
Ég held ekki að Jesús hafi verið fúll og skeytt skapi sínu á vini sínum. Orðin voru ígrunduð, afstaða, sem varðar ekki einn karl í fornöld heldur okkur sem erum á ferð í þesari kirkju öldum síðar, alla.
Sigurður Árni Þórðarson
6.7.2015
6.7.2015
Predikun
Heimurinn skiptist í tvennt
Heimurinn skiptist í tvennt en markalínan liggur ekki um landsvæði, efnahag, tungumál eða trúarbrögð. Hún liggur í gegnum hjarta okkar sjálfra. Þar drögum við línuna á milli þess hvort við hrifsum eða deilum. Hvort við græðum á heiminum eða auðgum hann. Þessu verður hver og einn að svara fyrir sig.
Skúli Sigurður Ólafsson
5.7.2015
5.7.2015
Predikun
Syndga ekki framar
„Ég sakfelli þig ekki heldur,“ sagði Jesús við konuna. Jesús hóf ekki upp vísifingur sinn til að benda ásakandi á hana. Hann lyfti fingri sínum til að benda konunni út í lífið. „Farðu,“ sagði hann við hana. „Farðu af þessum vettvangi dómhörkunnar,“ sagði hann. „Farðu út í lífið þitt og haltu því áfram.“
Svavar Alfreð Jónsson
28.6.2015
28.6.2015
Predikun
Hann talaði um syndina
Já, og svo þegar þið komið heim, er aldrei að vita nema að heimilisfólkið spyrji, um hvað presturinn hafi nú talað í ræðunni. ,,Jú, hann talaði um syndina", getið þið þá sagt. ,,Og hvað sagði hann um syndina?" verður þá kannske spurt. ,,Tjah - hann var nú ekkert svo mikið á móti henni!"
Skúli Sigurður Ólafsson
28.6.2015
28.6.2015
Predikun
Dans, bræður í vanda og hrútar
Systur, bræður, systkin, foreldrar, fjölskyldur í Palestínu, Bárðardal, Drammen og Þingholtunum geta klúðrað lífi sínu. En þá er komið að undri hins guðlega.
Sigurður Árni Þórðarson
22.6.2015
22.6.2015
Predikun
Paradísarmissir og paradísarheimt
Það er eins og atburðarrás dæmisögnnar hafi verið stöðvuð. Andartökin sem eldri sonurinn vill ekki yrða á bróður sinn, verða að fjörutíu ára þögn. Við erum stödd einmitt á þeim stað í frásögninni af hinum íslensku bræðrum. Það er jú paradísarmissirinn sem myndar bakgrunn myndarinnar.
Skúli Sigurður Ólafsson
22.6.2015
22.6.2015
Predikun
Þjóðsöngur á Laugardals- og Austurvelli
Á Austurvelli mættust tveir hópar þann 17. júní sl. og á milli þeirra var gjá ekki ósvipuð þeirri sem lýst er í dæmisögu Jesú. Báðir höfðu hóparnir sitthvað til síns máls og þeir voru fulltrúar fylkinga sem ég held að séu staðreynd í íslensku samfélagi í dag. Fylkinga sem eiga það sameiginlegt að líta hvor á aðra úr skilningsvana fjarlægð.
Jóna Hrönn Bolladóttir
21.6.2015
21.6.2015
Predikun
Það er ekki of seint
Forsvarsmaður umhverfisstofnunarinnar í Newsroom var ómyrkur í máli og hann var líka vonlaus. Frans páfi er ómyrkur í máli en hann á von. Hún byggir á skýrri sýn á vandamálin og kallar á samstöðu við lausn þeirra. Hún krefst kerfisbreytingar. Ég held við eigum að fylgja honum að máli í þessum efnum.
Árni Svanur Daníelsson
21.6.2015
21.6.2015
Predikun
Líf þitt er ekki aðeins þitt eigið heldur í tengslum og samhengi. Gegn sjálfhverfingu einstaklingsins talar hið víða sjónarhorn og stóra samhengi Guðs og eilífðarinnar.
Sigurður Árni Þórðarson
19.6.2015
19.6.2015
Predikun
Færslur samtals: 5859