Trú.is

Traustsins verð

Okkar köllun er að vera trúföst, heiðarleg og gera okkar besta hvar svo sem við erum stödd í lífinu. Í því felst líka að vera réttlát og réttsýn, í stóru sem smáu; að safna ekki eignum á kostnað þjáningar annarra, heldur leyfa kærleika Guðs að vera í fyrsta sæti og móta allt líf okkar.
Predikun

Þrælgott

Barnaþrælkun er svo enn einn þátturinn – en samkvæmt áreiðanlegum heimildum er mikið af sætindum í verslunum okkar sannkallað þrælgott. Það er framleitt af börnum sem þurfa að búa við ömurleg kjör.
Predikun

Konur og peningar

Í ljósi stöðu kvenna í þeim heimi sem lýst er í Nýja testamenntinu má hiklaust segja að það merkilegasta við texta dagsins er í raun að konurnar skuli nefndar.
Predikun

Ferðasagan

Þessi ferðasaga sem Biblían er lýsir ekki aðeins leiðangri hópa um framandi slóðir til fyrirheitinna landa. Hún greinir frá róttækum breytingum sem verða í huga fólks og þar með samskiptum og samfélagsgerð. Og sem slík þá býr hún okkur líka undir veigameiri umskipti sem verða í umhverfi okkar.
Predikun

Að dæma til lífs

Dæmum okkur Guðs dómi sem er réttlátur dómur, dómur velvildar og kærleika. Okkur mistekst iðulega að velja veg lífsins en einnig þau mistök rúmar Guð í umhyggju sinni. Því gerum við okkar besta, einn dag í einu, eitt andartak í einu, að sýna samúð og umhyggju, eins og verðandi móðir ófæddu barni sínu sem hún gerir allt til að vernda og efla til lífs.
Predikun

Pollamótspredikun

Það var táknrænt á þessu Pollamóti, þar sem liðin voru skipuð tíu ára strákum, að dómarinn bar í orðsins fyllstu merkingu höfuð og herðar yfir leikmennina. Það átti vel við og undirstrikaði það hvernig réttlætið á að gnæfa yfir öllu.
Predikun

Keltneskt útialtari á Esjubergi

Inngangsorð og ljóð flutt við vígslu þess við sumarsólhvörf 3. s.d.e.tr. 20. júní 2021
Pistill

Um hvað ertu?

Líklega spyr Biblían og svarar sömu spurningu um okkur: ,,Um hvað ert þú?" Það sýna frásagnirnar sem hér voru lesnar. Og hún hvetur okkur til að bera hana upp, ekki aðeins við okkur sem einstaklinga heldur við hvert það samfélag sem við tilheyrum.
Predikun

Að létta bróður böl

Kristur gekk inn í kjör Mörtu og Maríu er þær misstu bróður sinn. Þannig sýnir hann miskunnsemi og kærleika Guðs til okkar mannanna. Guð starfar allt til þessa. Kristnum körlum og konum ber því að sýna bróður og systur umhyggju, stuðning og kærleika. Þjóðkirkjan vill styðja hælisleitendur og fólk á flótta. í Breiðholtskirkju er að myndast alþjóðlegur söfnuður þar sem margir eru flóttamenn og hælisleitendur. Djákni var nýlega vígður til að þjóna í alþjóðlega söfnuðinum og Breiðholtssókn.
Predikun

Að vernda virðuleika flóttafólks

Kirkjan á að veita aðstoð við hælisleitendur af því að þeir eru manneskjur sem skapaðar voru af Guði, eftir hans mynd. Að vera manneskja er sjálf blessun Guðs óháð hvaða trú viðkomandi aðhyllist eða er trúlaus.
Pistill

Í stormi

Ræða flutt á sjómannadegi fyrir nokkrum árum. Íhugunarefni eru textar sjómannadagsins. Upphafsbæn er sjóferðarbæn sem Jón Oddgeir Guðmundsson hefur komið á framfæri við marga sjómenn saminn af Sigurbirni Einarssyni, biskupi. Jón Oddgeir var heiðraður á héraðsfundi Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis 2021 fyrir óeigingjarnt starf sitt í þágu kirkju og kristni m.a. útgáfu á bílabæn og sjóferðarbæn, sem víða má sjá.
Predikun

Gestrisnin: Hin æðsta dyggð

Reglum gestrisninnar hefur verið lýst sem því sviði þar sem trúarhugsun Miðausturlanda kemur til framkvæmda gagnvart manninum sem kærleikur, ekki aðeins gagnvart þeim sem tilheyra sama ættbálki eða fjölskyldu heldur gagnvart hverjum þeim sem kveður dyra. Gestrisnin er þannig í raun birtingarmynd hins sanna guðsótta, sem er í grunninn traust á lífsstyrkjandi mátt góðs guðs, sem endurspeglast í gestrisninni.
Predikun