Trú.is

Vitur en vanmáttug

Upplýsingarnar skortir ekki. Þekkingin er ærin. En það er eins og líkami okkar og hugur ráði ekki við þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Til þess þarf eitthvað meira. Já, þurfum við ekki sanna trú, einlæga von og ríkulegan skammt af kærleika?
Predikun

Þolendur fiskabúrsins

Gráu fiskarnir í fiskabúrinu mínu gætu örugglega kallað sig þolendur. Þeir eru þolendur þess að þurfa að lifa í búri með öðrum, sem þeir þó drepa. Kannski gráta þeir óskaplega þegar þeir éta hvern fisk og harma hve vont það sé fyrir þá að éta hann. Hann var vinur þeirra þrátt fyrir allt. Þannig eru sumir þolendurnir sem hæst hafa í dag. Allt sem að þeim snýr eykur á þjáningu þeirra, líka það að meiða aðra. Hér er ekki rými fyrir kærleika og ekki fyrirgefning, aðeins hatur og grimmilegt át.
Pistill

Kornfórnin og kærleikurinn

Þarna má hins vegar merkja ákveðna þróun mannkyns, kannski þroska mannsins í samskiptum sínum við hina huldu krafta tilverunnar, í samskiptum sínum við Guð.
Predikun

Sögur og fyrirgefning

Urður vísaði í þessa gömlu klisju að orðspor gerenda væri eyðilagt og þolendum kennt um og refsað. Hún sagði að: Þolendur væri ekki að eyðileggja orðspor geranda. Gerandinn eyðilegði sjálfur sitt orðspor þegar kynferðisbrotið væri framið. Skömmin liggi alltaf hjá gerendum
Predikun

Um þekkingu og dómgreind: Jesús, Mill og Páll Skúlason

Orð Páls Skúlasonar um að vera meira maður, ekki meiri maður eru umhugsunarverð í ljósi orða lexíunnar: „Dramb er falli næst, hroki veit á hrun. Betra er að vera hógvær með lítillátum en deila feng með dramblátum“. Og orð Mills um gildi þess sem hann kallar almenna menntun andspænis vélrænni sérhæfingu beinir óneitanlega huga manns að faríseunum og lögvitringunum í guðspjallinu.
Predikun

Í fararbroddi

Hjálparstarf kirkjunnar byggist á hinum félagslega grunni þar sem baklandið þarf, að mínu mati að vera sterkt, grasrótin virk, bæði til að styðja starfið fjárhagslega en ekki síður til að styðja starfið með ráðum, orðum og dáð.
Pistill

Hveitikorn, þekktu þitt.

Við þurfum að vera læs. Geta lesið Ritninguna með meiri andagift heldur en við lesum leiðarvísinn með Ikea-mublunum; þótt sá leiðarvísir geti reyndar stundum reynt á skilning manns og hafi sjálfsagt skilið fleiri en mig eftir með einhverja þá smíð sem þurfti að taka aftur í sundur og byrja uppá nýtt. En svo má spyrja: Er bara ekki allt í lagi að taka skilningsgáfu manns til kostanna svona annað slagið og láta hana hafa eilítið fyrir hlutunum? Til að það gangi upp þurfum við stundum að efast um það sem við töldum okkur vita áður. Það er nefnilega kallað þroski þegar við tökum hlutina til endurmats og vonandi dýpkar það skilning okkar á hinstu rökum tilverunnar.
Predikun

Varaðu þig á lyginni

Varist falsspámenn segir Jesús. Í samtíima hans var til fólk sem bar að varast að dómi hans, fólk sem bar ekki sannleikanum vitni, fólk sem bar ekki hag annarra fyrir brjósti, var siðblint og sagði ekki satt og rétt frá ef slík háttsemi kom því vel í það og það skiptið. Þegar að Boris Johnson forsætisráðherra Breta hafði sagt af sér í sumar þá hlustaði ég á þátt um hann í útvarpinu. Þar kom m.a. fram sú skoðun að Boris hefði ekki borið sannleikanum vitni á framabraut sinni í breskum stjórnmálum, einnig eftir að hann varð forsætisráðherra. Hann var tilbúin til að hnika sannleikanum til ef það hentaði honum, ef það kæmi honum vel.
Predikun

Elska, öryggi og gæfa, athvarf

Eitt er að umbera, annað að umvefja. Það er hlutverk okkar að umvefja hvert annað. Þegar samfélagið sýnir slíka eiginlega verða ávextir andans raunverulegir.
Predikun

Kallið sem bjargar - send mig

Þema dagsins er: Kallið sem bjargar… sem betur fer hafa flestir það svo gott að þeim finnst þeir ekki þurfa á björgun að halda… en kallið sem bjargar er ekki fyrir þetta líf… Kallið sem bjargar er fyrir eilífa lífið… Við erum öll kölluð til Guðs Ríkis en það er á okkar persónulegu ábyrgð hvort við svörum kallinu... Hvar sem Jesús fór notaði hann þá aðstöðu sem var fyrir hendi, ekkert var honum ósamboðið og enginn staður svo óverðugur, að hann gæti ekki miðlað fagnaðarerindinu til fólksins…
Predikun

Við borð Drottins

Fæða er ekki bara föst fæða… Þegar Jesú var freistað í eyðimörkinni, sagði hann: Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði heldur á hverju því orði sem fram gengur af Guðs munni.“ …Orð Guðs er okkar andlega fæða… fæðan sem uppörvar og nærir sálina alla daga, huggar og styrkir á erfiðum tímum… en eins og textinn segir, þurfum við að bera okkur eftir hinni andlegu fæðu eins og hinni föstu…
Predikun

Týndur og fundinn

EF enginn kemst í ríki Guðs nema fyrir trúna á Jesú… þá eru í raun ALLIR, hver einasti maður ,,týndur” Sagan um týnda soninn fullvissar okkur um að sá sem leitar Guðs er tekið fagnandi og með opnum örmum.
Predikun