Trú.is

Saga Von - #viðþegjumekkiyfirheimilisofbeldi

Hvernig stendur á því að saga sem endar jafn hörmulega, og saga Sögu Vonar, fær að vera með í Biblíunni? Kannski er hún með þar sem hún á yfirborðinu fjallar um pólitík þar sem ættkvíslir Ísraels berjast fyrir tilvist sinni. Kannski er hún með vegna þess að sagan er ekkert einsdæmi og á sér stað á hverjum degi um allan heim. Á síðustu 12 árum hafa t.d. í það minnsta 11 konur dáið vegna heimilisofbeldis á hinu friðsama Íslandi.
Predikun

Játningar

Játningin greiðir úr tilfinningaflækjum og gerir okkur kleift að hefja nýtt upphaf.
Predikun

Fegurðin æðsta, list og trú

Ræðan var flutt við barokkmessu 17. október 2015 sem var á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar. Nemendur fluttu þar verk frá Barokktímanum og sungu. Ræðan er hér nokkuð aukinn og andar af hugðarefni mínu þennan októbermánuð um trú og list. Því miður heyrir þú ekki tónlistina lesandi góður en nokkrar myndir getur þú skoðað þar sem eru steindu gluggar Akureyrarkirkju þar sem messan var í viðeigandi umgjörð. Ég valdi að mér fannst viðeigandi texta og lagði út frá þeim: Lexía – Sálm. 146, pistill – Róm. 12, 1-2, 
guðspjall – Lúk. 2, 29-32.
Predikun

75 ára afmæli Hallgrímssafnaðar

Þegar ég stend hér nú á merkum tímamótum í sögu Hallgrímssafnaðar er mér efst í huga þakklæti fyrir þau ár sem ég átti hér, já frá barnæsku og svo um næstum aldarfjórðung sem prestur. Þar naut ég þess að skera upp það sem aðrir sáðu til og erfiðis hinna ótal, ótal mörgu. Guð launi það og blessi.
Predikun

Liverpool, Klopp og lífsviskan

Hvað kemur knattspyrna og Klopp kirkju við? En af hverju þessar íþróttafréttir í messu? Er fótboltaguðinn sinnar eigin tegundar og ótengdur kristni?
Predikun

Biblía flóttafólksins

Ef flóttafólk eru jaðarhópur samfélagsins á okkar tímum, þá getum við líka sagt að Biblían sé rit um jaðarhópa hvers tíma. Taktu eftir því hvað oft hópar eins og útlendingar, fatlaðir, sjúkir, skækjur, óhreinir, eru nefnd til sögunnar, ekki síst til að varpa ljósi á hvers eðlis samfélagið er.
Predikun

Öðruvísi fólk

Það getur verið þrautinni þyngri að elska náungann eins og sjálfan sig. Auðvelt er að vorkenna fólki, en getur tekið virkilega á að sýna fólki virðingu í verki, og ekki síst ef öðruvísi fólk kemur of nálægt mér, og enn frekar ef það ónáðar mig“.
Predikun

St. Paul’s secret

It doesn’t matter even if you are a good person, or a difficult person. It doesn’t matter if you feel happy now, if you are feeling sad or are facing difficulty. Christ works through you.
Predikun

Blinda kýrin og verk ljóssins

Jesús er sá sem vill lýsa okkur leiðina áfram og veita birtunni inn í hjarta okkar svo að við getum verið farvegur hennar í kringum okkur, útréttar hendur Krists í heiminum.
Predikun

Hvað á ég að gera?

Hvað á ég að gera? spurði maðurinn og svarið er: Þú átt ekki að gera – heldur vera.
Predikun

Samviskuraddir

Við erum hér með tvær konur sem hlýddu ekki yfirvöldum heldur samvisku sinni. Þær töldu vilja Guðs æðri vilja yfirvalda. Hver er munurinn á þeirra gjörðum og þeirra presta er ekki telja sig geta gefið saman samkynhneigð pör vegna samvisku sinnar? Þeir líta einnig svo á að þeir eigi fremur að hlýða Guði en yfirvöldum, eða vilja fá undanþágu frá lögum til þess að geta hlýtt vilja Guðs.
Predikun

Kærleikurinn er ekki gjaldmiðill

,,Hvað á ég að gera til að öðlast eilíft líf?” Við þessari spurningu er ekkert svar því hún er ekki gild. Guð einn getur ráðið því sem lýtur lögmálum eilífðarinnar. Í þeim viðskiptum erum við aðeins þiggjendur. Við þiggjum fyrirgefningu og náð og kærleika.
Predikun