Trú.is

Vaknaðu!

Mættum við, eins og Jesús, sjá þau sem eru kreppt og ófær um að rétta sig upp af sjálfsdáðum. Mættum við hafa kjarkinn til að tala inn í þeirra líf, hvort sem er með fjárframlögum, fyrirbæn eða beinum hætti. Mættum við vera þessi Guðs útrétta hönd sem hjálpar fólki á fætur eða fyrirbyggir að það falli. Mættum við láta okkur annað fólk varða, í þolinmæði og trausti til Guðs sem styrkinn gefur.
Predikun

Talar þú við látinn ástvin?

Sorgin fer ekki en þú getur lifað með henni. Það er góð vísa sem er síst of oft kveðin. Við höfum meiri aðlögunarhæfni en okkur grunar. Það hefur mörg sorgarsagan sannað. Jafnvel þótt okkur líði þannig núna að geta með engu móti lifað án ástvinar þá gerist það engu að síður.
Pistill

Sjö orð Krists á krossinum og Passíusálmar Hallgríms

Inngangsorð að lestri sjö orða Krists á krossinum og útlegging Hallgríms í Passíusálmunum. Flutt í Munkaþverárkirkju á föstu daginn langa 2019. Kór Laugalandsprestakalla flutti sálmana og söng hluta þeirra og aðra passíusálma. Um Passíusálma Hallgríms hefur verið sagt: "Þekktasta verk Hallgríms er Passíusálmarnir. Þeir eru í samtalsformi, innilegt samtal manns við sál sína og við Guð".
Predikun

Helgidómar

Steinhvelfing gotneskrar dómkirkju skapar þau hughrif og það gera íslenskir fjallasalir líka. Maðurinn finnur fyrir helginni þegar hann fær að vera hluti af einhverju sem er dýpra og breiðara en tilvist hans sjálfs.
Predikun

Vald í varnarleysi

Í dag verðum við vitni að því hvernig vald mannanna leiðir af sér klofning, ofbeldi og dauða. Í dag sjáum við hvernig vald Jesú færir lækningu, endurreisn, frelsi og líf. Í dag skynjum við valdið í valdaleysinu, heilindin sem felast í því að vera brotin og berskjölduð, styrk Guðs sem tæmir sjálfan sig krafti til að fylla okkur kærleika.
Predikun