Trú.is

Ég horfi í nætursýnunum

Ég horfi í nætursýnunum og ég velti því fyrir mér hver þau skrímsli eru sem herja á líf okkar dag frá degi. Sum okkar berjast við stirt kerfi, óréttlæti og bágar tekjur. Önnur kljást við einveru og missi. Hin þriðju búa við einstæðingsskap og einangrun. Hin fjórðu hafa misst trúna, vonina, birtuna og gleðina. Sum hafa gleymt sínum nánustu í annríki dagsins. Sum hafa gleymt sjálfum sér.
Predikun

Lykillinn að hvítasunnunni

Því er ekki að neita að það er með vissum áhuga sem fræðimenn í guðfræði fylgjast með framsetningu arfleifðarinnar eftir Jesú sem spennusögu í bíómynd þar sem hugguleg kona sem getur rekið ættir sínar til Jesú kemur við sögu ásamt byssubófum í kappakstri um stræti Parísar og Lundúnaborgar.
Predikun

Kaflaskipti

Yfirsýn er nauðsynleg til að halda samfélaginu okkar saman því ef yfirsýnina skortir þá verða einhverjir útundan, týnast eða gleymast í kapphlaupi lífsins. Yfirsýnin í lífi okkar er nauðsynleg því t.d. það að vernda börnin sem okkur er trúað fyrir felst í því að hafa yfirsýn. Það má varla missa sjónar á þeim nokkra stund.
Predikun

Sjónstöð Vesturbæjar

Heyrðu, séra Örn, hvað segir þú um Júdasarguðspjall? sagði hann sigrihrósandi eins og honum fyndist hann nú hafi króað klerkinn af og sett hann í afar þrönga stöðu ... Þar með vísaði hann til nýfundins handrits sem kennt er við Júdas postula, þann er sveik Jesú. Merkilegt rit og áhugavert.
Predikun

Þarf langt tilhlaup?

Á uppstigningadegi er tilefni til þess að staldra við og horfa á svið sögunnar. Hvort heldur okkur fjær í tíma og eða nær. Af nógu er að taka sem gefur tilefni til þeirra hugsunar og þeirra sýnar að manneskjan í sinni visku hefur oftar en ekki ratað í þær aðstæður til góðs og ílls þar sem hún spyr sig hvar er Guð í öllu þessu?
Predikun

Lífsleið, leiði og tilgangur

“Þegar ég var ungur sat ég og horfði út um framrúðuna. Síðar - um miðjan aldur horfði ég út um hliðarrúðurnar. Þegar ég er orðinn gamall horfi ég út um afturrúðuna og hraðinn er ótrúlega mikill.” Í uppstigningardagsmessu í Neskirkju var hugleitt um lífsstefnu.
Predikun

Tilhlaup á uppstigningardegi

Sunnudagaskólakennarinn hafði verið að segja börnunum frá atburðum uppstigningardags, þegar Jesús varð uppnuminn og steig upp til himna. Jóhann litli, 7 ára snáði, gekk fyrir framan kirkjuna í þungum þönkum, hann var að velta þessu fyrir sér, sem hann hafði heyrt og allt í einu sagði hann: “Pabbi, hvað heldurðu að Jesús hafi þurft að taka langt tilhlaup til að hoppa alla leið upp í himininn”?
Predikun
Predikun