Pollamótspredikun
Það var táknrænt á þessu Pollamóti, þar sem liðin voru skipuð tíu ára strákum, að dómarinn bar í orðsins fyllstu merkingu höfuð og herðar yfir leikmennina. Það átti vel við og undirstrikaði það hvernig réttlætið á að gnæfa yfir öllu.
Skúli Sigurður Ólafsson
27.6.2021
27.6.2021
Predikun
Keltneskt útialtari á Esjubergi
Inngangsorð og ljóð flutt við vígslu þess við sumarsólhvörf 3. s.d.e.tr. 20. júní 2021
Gunnþór Þorfinnur Ingason
21.6.2021
21.6.2021
Pistill
Um hvað ertu?
Líklega spyr Biblían og svarar sömu spurningu um okkur: ,,Um hvað ert þú?" Það sýna frásagnirnar sem hér voru lesnar. Og hún hvetur okkur til að bera hana upp, ekki aðeins við okkur sem einstaklinga heldur við hvert það samfélag sem við tilheyrum.
Skúli Sigurður Ólafsson
13.6.2021
13.6.2021
Predikun
Að létta bróður böl
Kristur gekk inn í kjör Mörtu og Maríu er þær misstu bróður sinn. Þannig sýnir hann miskunnsemi og kærleika Guðs til okkar mannanna. Guð starfar allt til þessa. Kristnum körlum og konum ber því að sýna bróður og systur umhyggju, stuðning og kærleika. Þjóðkirkjan vill styðja hælisleitendur og fólk á flótta. í Breiðholtskirkju er að myndast alþjóðlegur söfnuður þar sem margir eru flóttamenn og hælisleitendur. Djákni var nýlega vígður til að þjóna í alþjóðlega söfnuðinum og Breiðholtssókn.
Magnús Björn Björnsson
6.10.2019
6.10.2019
Predikun
Að vernda virðuleika flóttafólks
Kirkjan á að veita aðstoð við hælisleitendur af því að þeir eru manneskjur sem skapaðar voru af Guði, eftir hans mynd. Að vera manneskja er sjálf blessun Guðs óháð hvaða trú viðkomandi aðhyllist eða er trúlaus.
Toshiki Toma
8.6.2021
8.6.2021
Pistill
Í stormi
Ræða flutt á sjómannadegi fyrir nokkrum árum. Íhugunarefni eru textar sjómannadagsins. Upphafsbæn er sjóferðarbæn sem Jón Oddgeir Guðmundsson hefur komið á framfæri við marga sjómenn saminn af Sigurbirni Einarssyni, biskupi. Jón Oddgeir var heiðraður á héraðsfundi Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis 2021 fyrir óeigingjarnt starf sitt í þágu kirkju og kristni m.a. útgáfu á bílabæn og sjóferðarbæn, sem víða má sjá.
Guðmundur Guðmundsson
6.6.2021
6.6.2021
Predikun
Gestrisnin: Hin æðsta dyggð
Reglum gestrisninnar hefur verið lýst sem því sviði þar sem trúarhugsun Miðausturlanda kemur til framkvæmda gagnvart manninum sem kærleikur, ekki aðeins gagnvart þeim sem tilheyra sama ættbálki eða fjölskyldu heldur gagnvart hverjum þeim sem kveður dyra. Gestrisnin er þannig í raun birtingarmynd hins sanna guðsótta, sem er í grunninn traust á lífsstyrkjandi mátt góðs guðs, sem endurspeglast í gestrisninni.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
30.5.2021
30.5.2021
Predikun
Hin dýra list
Hin dýra list, hefur hún verið kölluð, tónlistin.
Kirkjan hefur á öllum öldum verið farvegur og aflgjafi fyrir listir. Tónlistin og trúin hafa alltaf verið samofnar í hvaða trúar- og tónlistarstíl sem þekkist.
Margrét Bóasdóttir
3.6.2021
3.6.2021
Pistill
Er þetta góð fyrirmynd?
Ef við byrjum að hugsa að það sé í lagi að henda flóttafólki út á götu, hvað gerist næst? Hverjar verða afleiðingarnar er við leyfum okkur að koma þannig fram við ákveðinn hóp fólks í kringum okkur?
Toshiki Toma
2.6.2021
2.6.2021
Pistill
"Hvað er sannleikur?"
„Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið“ segir Jesús; í þessari þríþættu mynd má líta á veginn sem „leiðina, sem ber að ganga,“ sannleikann sem fordæmi Jesú um það „í hvaða anda maður skuli ganga“ og lífið sem takmarkið sem stefnt er að. Jesús gefur þannig ekki nákvæmar leiðbeiningar um það hvað við eigum að gera eða megum ekki gera en hann sýnir okkur með orðum sínum og sínu eigin fordæmi hvaða markmiði líf okkar skuli þjóna.
Jesús lætur spurningu Pílatusar ósvarað en þannig knýr hann okkur í raun hvert og eitt til þess að svara henni fyrir okkar leyti, andspænis aðstæðum eigin lífs.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
21.3.2021
21.3.2021
Predikun
"Vil ég mitt hjartað vaggan sé"
Fylgjendur Jesú trúðu því að hann væri sá Kristur sem ritning Gyðinga boðaði. Guðspjallamennirnir Matteus og Lúkas tjáðu þennan skilning með fæðingarguðspjöllum sínum sem settu nýfætt Jesúbarnið fram sem andstæðu Ágústínusar keisara og Heródesar konungs. Í ofurviðkvæmum hvítvoðungnum birtist hið sanna eðli guðlegs valds – valds sem ríkir ekki með valdboði heldur með því að höfða til þess besta í hjarta hvers manns.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
25.12.2020
25.12.2020
Predikun
"Og þá verður saltvatnið heilnæmt og allt sem lifir og hrærist, hvar svo sem fljótið streymir, mun lifa" (Esek 47.8-9)
Í skýrslu World Wide Fund for Nature, sem áður var nefnd, er hnignun á líffræðilegum fjölbreytileika aðalumfjöllunarefnið. Þar kemur fram að líffræðilegur fjölbreytileiki leiki m.a. lykilhlutverk í því að hafa stjórn á veðurfari, vatnsgæðum, mengun, frjóvgun og flóðavörnum. Mikill fjölbreytileiki geti einnig hjálpað til við að viðhalda heilbrigðum jarðvegi, frjóvga plöntur, hreinsa vatn, og veita vörn gegn öfgafullum veðurfarsfyrirbrigðum.
Það er íhugunarvert að á meðan Esekíel sér fyrir sér að hreinsun vatnsins leiði til líffræðilegs fjölbreytileika, þá kemst náttúrufræðin að þeirri niðurstöðu að ekki aðeins sé hreint vatn forsenda fyrir líffræðilegum fjölbreytileika heldur einnig geti fjölbreytileikinn tryggt hreinleika vatnsins. Þannig geta nútímavísindi sýnt með nákvæmum hætti fram á hve samofið allt lífkerfið er og hve jafnvægi sköpunarinnar er viðkvæmt.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
13.9.2020
13.9.2020
Predikun
Færslur samtals: 5901