Trú.is

Guð annast um þig

Guð fylgist með þér, lítur eftir þér, líka á hinum dimma og drungalega degi þegar þér finnst þú vera heillum horfin. Guð heldur þér til haga, Guð sér þér fyrir hvíldarstað, þú sem ert hrakin og veikburða. Og Guð gætir líka þín sem er kröftug og sjálfri þér nóg.
Predikun

Hamingjan sanna

Við sem í dag lifum og komin á miðjan aldur einhver tæplega og aðrir rúmlega þá er ekki annað hægt að segja að við höfum lifað tiltölulega góða tíma heimssögulega utan kreppu sem „ beyglaði“ tilveruna um stund og rétti sig síðan af. Auk alls hins sem kastað hefur verið í safnþró þess sem hefur gerst utan garðhliðs okkar daglegu tilveru hér á norðuhveli jarðar, tíma friðar og farsældar.
Pistill

Gleðilegt sumar

Gleðin er ein af Guðs góðu gjöfum, en á stundum gleymum við bæði að þakka hana og þiggja. En gleðin stendur þó ávallt fyrir sínu.
Pistill

Innlifunaríhugun 2: Friður sé með þér!

Orðin hans hljóma svo mögnuð, eins og bergmál úr innsta kjarna alls sem er, vera hans öll er svo þrungin krafti og kærleika. Friður sé með þér, friður og fyrirgefning fylgi þér, segir hann við okkur, fyrirgefning Guðs fái farveg í gegn um þitt líf, stöðvaðu ekki flæði fyrirgefningarinnar, veittu árstraumum friðar Guðs áfram.
Pistill

Komið til mín

Það er dýr­mætt að eiga at­hvarf í bæn­inni. Í kap­ellu sum­ar­búðanna í Vatna­skógi er af­steypa af Krists­mynd Thor­vald­sens með áletr­un­inni „Komið til mín“.
Pistill

Er þetta þá komið?

Í sálrænu genamengi okkar býr upprisutrú, vissa um að þrengingunum linni og að lífið verði aftur fyrirsjáanlegt með einhverjum hætti. Heimspekingar og hugsuðir keppast við að boða þá von, rétt eins og vísindamennirnir sem við leggjum allt traust á um þessar mundir. Sú trú á aftur á móti rætur sínar í heimsmynd sem byggir á hinum kristna arfi og boðskap.
Pistill

Núvitundaríhugun, fjórði hluti: Hjartað

Hvað merkir það að hjartað sé stöðugt? Það merkir að hjartsláttur lífsins er jafn og þéttur í brjósti okkar, að vitund okkar er vakandi, að innsæi okkar fær að næra sig á dýptina, færa sig nær hjarta Guðs, tengjast anda Guðs.
Pistill

Bangsi í glugga

Hvernig getum við lært af börnunum? Með hvaða hætti er gott fyrir okkur, sem eldri erum, að auðmýkja okkur og verða eins og börn?
Pistill

Gleðidagar

Við getum sjálf ráðið nokkru um hvað það er sem hefur mest áhrif á hugarfar okkar og framgöngu. Miklum við það sem er gleðilegt og gott eða miklum við það sem miður fer?
Pistill

Auðmýkt og æðruleysi

Engar tvær manneskjur eru eins. Hvað einni manneskju þykir gott getur annarri manneskju þótt síðra. Það sem hentar einni manneskju þarf ekki að henta annarri.
Pistill

Á föstudaginn langa stöndum við í skugga krossins.

Þessi ógnardagur ber í sér handtökuna, dóminn, pyntingarnar, krossfestingu og orð Jesú á krossinum. Guð minn hví hefur þú yfirgefið mig.
Pistill

Við erum hughraust

Við erum hughraust af því að Drottinn er í nánd, af því að Guð friðarins er og mun vera með okkur. Við erum hughraust af því að dauðinn átti ekki síðasta orðið. Farsóttin á heldur ekki síðasta orðið.
Predikun