Trú.is

Mannssonurinn

Mannssonurinn táknar einfaldlega þann sem tilheyrir mannkyninu – mannsbarn. Þegar Jesús notaði hugtakið hafði það líkast til nokkuð formlegan eða jafnvel hátíðlegan tón, En þau voru ekki mörg sem skyldu til fulls það að baki þessu orði hjá Jesú var leyndardómsfullur messíasartitill. Jesús vísar til sjálfs síns sem Mannssonarins í þriðju persónu svo að þeir sem heyrðu þurfti jafnvel að spyrja: "Hver er þessi Mannssonur?"
Predikun

Sáðmaðurinn

Margt fólk í samfélaginu er “sáðmenn” í margvíslegum skilningi. Sáðmaður er sá sem dreifir brosi, hlýju og vináttu. Leggur góð orð til mála, hrósar, hvetur og byggir upp. Við eigum að vera sáðmenn, hvert og eitt. Þegar við ölum upp börnin. Þegar við hugsum um foreldra okkar. Ræktum vináttuna og störfum með öðrum á vinnustað okkar. Einmitt í öllu þessu þá er skylda okkar að strá góðu fræjunum án þess að hafa af því áhyggjur hvernig þau muni spíra. Eitthvað gott mun alltaf vaxa og bera ávöxt.
Predikun

Víngarðseigandi og verkamenn

Þegar við yfirgefum kirkjuna þá förum við út á torg lífsins. Þar heldur guðsþjónustan áfram. Þjónusta við Guð og sköpun hans. Þjónusta við samferðamenn okkar. Þjónusta í kærleika. Allt líf er þannig þjónusta. Allt líf er bæn. Allt líf er lofgjörð. Við erum verkamenn Guðs. Biðum fyrir betri heimi! Lofum það sem við höfum og vonum að allt verði gott og Guð muni gjalda okkur laun sín í fyllingu tímans. Náð Guðs er mikil.
Predikun

Sömu laun óháð vinnuframlagi?

Ef við hugsum um Guð sem veitanda, veitanda lífsins og vinnunnar við það, fáum við meiri heildarmynd á þetta allt saman heldur en ef við sjáum okkur bara hvert og eitt í okkar horni að puða. Ef Guð er vinnuveitandinn þá er heimurinn allur einn vinnustaður og við hvert öðru háð.
Predikun

Við fáum sömu laun.

Ef Víngarðseigandinn hefði borgað FYRST þeim sem unnu lengst, þá hefðu allir farið ánægðir heim... Ekkert vesen... EN... Víngarðseigandinn sem táknar GUÐ í sögunni... var með ákveðin skilaboð til okkar.... sagan er sögð til að láta okkur vita að við fáum öll jafnt.
Predikun

Frelsarinn kemur aftur

Í OP Jóh er sagt frá sýn varðandi endurkomu Jesú Krists… og það er ljóst að hún verður ekki eins látlaus og þegar hann fæddist. Nei, þar segir að hann muni koma með lúðrablæstri… og að himinninn muni uppljómast í hvílíkri dýrð að það muni ekki fara fram hjá nokkrum lifandi manni á jörðinni…
Predikun

Að bera ávöxt gagnvart Guði

Sjálfboðaliðar sem starfa fyrir kirkjuna, sóknarnefndir og fólkið sem syngur í kirkjukórnum eru ávextir sem allt samfélagið nýtur góðs af. Vinnu þeirra má ekki taka sem sjálfsögðum hlut. Tími þeirra er jafn dýrmætur og okkar...
Predikun

Fair Play

Leikir og reglur eru nefnilega nátengd. Börn á velli með bolta hefja undireins einhvers konar löggjöf áður en fjörið hefst. Hvenær er boltinn út af, má taka hann með hendi, hvað þarf að skora mörg mörk til að vinna? Og þetta samband birtist furðuvíða þegar betur er að gáð. Ég vil að börnin mín gangi sinna leiða og ef þau eru lúin getur verið erfitt að koma þeim úr sporunum. Hvað er þá til ráða? Jú, við setjum reglur, finnum eitthvað sem er bannað og þá fara fæturnir að hreyfast! Leikurinn: „Bannað að stíga á strik“ hefur reynst góður samgönguhvati. Er það ekki merkilegt, um leið og eitthvað verður bannað, þá færist fjör í leikinn?
Predikun

Skínandi andlit

En ég tel að ef við göngum út frá skynseminni einni þá skynjum við aðeins tilveru okkar að hluta. Við skynjum hana í raun bæði með huga og hjarta. Í daglegri bæn og iðju fær líf okkar nýju vídd, himneska, vitund um það að Guð er með okkur í dagsins önn. Þó fjarlægur sé, er hann nálægur, eins og fjöllin.
Predikun

Samtal um dauðann

Mikilvægt að við tölum um dauðann áður en hann kemur. Áður en við verðum of gömul. Áður en sjúkdómurinn hvolfist yfir. Það fær okkur til að skoða eigið líf og langanir. Fortíð, nútíð og framtíð skoðast þá í einu samhengi.
Pistill

Við sáum dýrð hans, ummyndunin

Í dag er síðasti sunnudagur eftir þrettánda og bænadagur á vetri. Guðspjall dagsins fjallar um það er Jesús ummyndast fyrir augum lærisveina sinna og dýrð hans varð þeim opinber. Það sem fram fer í kirkjunni snýst um trúna á Jesú, bróðurinn besta, og göngu okkar á lífsins vegi. Þannig erum við öll börn Guðs og systkin í trúnni. Hér í kirkjunni koma saman Íslendingar og fólk af erlendu bergi brotið, fátækir og ríkir. Margt af því er fólk á flótta.
Predikun

Næring og náttúra

Þessi tvö dæmi geta verið framlag trúarsamfélaga, sagði Halldór Þorgeirsson, að efla andlega næringu andspænis neysluhyggju og að efla vitund um einingu. Og í þriðja lagi, að efla vonina. Við erum stödd á rófinu milli vonar og ótta. Trúin þarf að vera uppspretta vonar, raunhæfrar vonar. Vonin má ekki vera tálsýn eða óskhyggja heldur trúverðug bjartsýni - að horfast í augu við vandann en líka átta sig á lausnunum.
Predikun