Vatnið og tuttugasta og þyrsta öldin
Allt líf þarfnast vatns og við þurfum að gæta þess. Sigurður Árni Þórðarson, Hallgrímskirkjuprestur, hefur mikinn áhuga á vatni. Á þriðjudögum í hádeginu talar hann um vatn í veröldinni, menningu, trúarbrögðum og framtíð. Hljóðskrá er einnig á https://www.hallgrimskirkja.is/2020/09/16/vatnid-og-tuttugasta-og-thyrsta-oldin/
Sigurður Árni Þórðarson
15.9.2020
15.9.2020
Pistill
Af hverju vildu Íslendingar Vídalínspostillu en ekki Gíslapostillu?
Segja má að Gíslapostilla hafi gleymst í kjölfar þess að postilla Jóns Vídalíns kom út. Spyrja má hvers vegna sú varð raunin.
Skúli Sigurður Ólafsson
14.9.2020
14.9.2020
Pistill
Guðfræði skiptir máli
Sumir fræðimenn tala um Bolsonaro sem einn hættulegasta mann jarðar, svo hart gengur hann fram gegn regnskóginum.
Skúli Sigurður Ólafsson
7.9.2020
7.9.2020
Pistill
Jón Vídalín +300
Vídalínspostilla er höfuðrit íslenskrar kristni síðari alda við hlið Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Passíusálmarnir eru enn lesnir og reglulega endurútgefnir. Vídalínspostilla var mikið lesin í nær tvær aldir. En postillan hefur í seinni tíð ekki notið sömu vinsælda og áður. Er Vídalínspostilla aðeins vitnisburður um liðinn tíma eða hefur hún enn eitthvað gildi? Þó viðmið fólks hafi breyst og málfar okkar sé annað er bókin klassík.
Þrjú hundruð ár eru liðin frá dauða Jóns Vídalíns sem samdi postilluna. Hann lést 30. ágúst árið 1720. Æfi Jóns Vídalíns var litrík. Þegar hann lauk námi frá Skálholtsskóla var um hann sagt að hann væri borinn til stórvirkja. Jón var stefnufastur maður mikilla hæfileika og varð einn mesti ræðusnillingur Íslendinga. Hann fæddist á Görðum á Álftanesi, naut góðrar bernsku en missti föður sinn aðeins ellefu ára. Þá tóku við þeytings- og mótunarár. Hann var sendur víða, austur á Fáskrúðsfjörð, undir Eyjafjöll, að Þingvöllum, vestur í Selárdal og út í Vestannaeyjar. Jón mannaðist og menntaðist og fór til náms í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa flækst í hermennsku kom hann út til Íslands til prestsþjónustu og varð einn yngsti biskup Íslendinga. Postilluna gaf hann út og af miklum metnaði á árunum 1718-20. Ræðustef postillunnar tengjast reynslu höfundarins. Sjúkdómar herjuðu á landsmennn og stjórnvöld brugðust í mörgu. Jón sá á eftir báðum börnum sínum í dauðann. Vídalínspostilla speglar lífsreynslu hans, háska fólks og þjóðaraðstæður en líka þroskaðan mann sem hafði unnið heimavinnuna sína.
Og hvert er svo gildi Vídalínspostillu? Málfar hennar er safaríkt og inntakið lífshvetjandi. Jón Vídalín hafði gaman af stóryrðum og yddaði til að ná eyrum fólks. Orðfæri postillunnar hafði áhrif á málnotkun tilheyrenda og lifði meðal þjóðarinnar. Ræðurnar eru kraftmiklar, snjallar, vekjandi og skemmtilegar aflestar. Postillan gefur góða innsýn í hvernig klassísk fræði, guðfræði og heimspeki voru nýtt til fræðslu og mannræktar. Hún var því fræðandi og menntandi.
Jón Vídalín talaði ákveðið inn í aðstæður samtíðar sinnar. Hann lifði á upphafstíð einfaldskonungs og notaði konungshugmyndir til að túlka eðli og eigindir Guðs, heims og manna. Í postillunni er skýr siðfræði og hvernig siðferði menn eigi að temja sér. Jón Vídalín dró ekki af sér þegar hann benti á ábyrgð fólks gagnvart öðrum og samfélagi manna. Í postillunni er djúp samfélagsspeki, gagnrýni á vond stjórnvöld og Jesústefna um vernd hinna máttlitlu. Í prédikunum er talað með visku um lífshugmyndir manna. Jón Vídalín skipaði ekki fólki fyrir um trú þess eða afstöðu en hvatti til skynsamlegrar og einlægrar skoðunar fólks á stóru og smáu málunum. Postillan var hvetjandi og eflandi fremur en letjandi eða slævandi. Mannlýsingar Jóns Vídalíns eru litríkar og áhugaverðar. Jón Vídalín lýsti mönnum sjálfselskunnar með sjokkerandi nákvæmni. Hann hafði mikil áhrif á hvernig fólk hugsaði um sjálft sig og varnaði markalausri einstaklingshyggju.
Gildi Vídalínspostillu? Klassísk verk hafa að geyma plús eða merkingarbónus sem er óháður tíma. Vídalínspostilla varpar upp möguleikum á góðu mannlífi og heilbrigðum sjálfsskilningi sem kallar einstaklinga og samfélag til ábyrgðar. Jón Vídalín lagði siðfræðilegan grunn að samúðarþjóðfélagi okkar Íslendinga. Lof sé honum og lesum postilluna.
Sigurður Árni Þórðarson
29.8.2020
29.8.2020
Pistill
Hvatningarorð heilags anda
Ég trúi því að nærvera andans í okkar lífum geti verið allt að áþreifanleg og geti birst okkur ljóslifandi þegar við leitum hennar. Og ég trúi því að ef við á annað borð opnum fyrir möguleikann á að heilagur andi sé okkur nálægur og gangi lífsgönguna við hlið okkar að þá getum við eins gert ráð fyrir að þessi sami æðri kraftur muni hafi jákvæð áhrif á okkur, að hann veiti okkur eitthvað sem við gátum ekki skapað sjálf - að hann geri okkur auðmjúkari, þakklátari, nægjusamari og hógværari. Og að þessi náðargjöf sé okkur afhent án allra kvaða.
Jóhanna Gísladóttir
24.5.2020
24.5.2020
Predikun
Verum árvökul
Ef til vill finnum við tilfinningar sem hafa tekið sér bústað í hálsinum, brjóstinu, maganum. Það kann að vera kvíði, sorg eða eftirvænting. Við bara finnum þær og leyfum þeim að vera. Við það að sýna tilfinningum okkar athygli og leyfa því að vera sem er dregur oft úr spennunni innra með okkur.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
30.6.2020
30.6.2020
Pistill
Finnum gleðina flæða
Og svo tökum við á móti þessu augnabliki núna, þessum andardrætti sem er lífið sjálf og finnum gleðina flæða fram því við erum hér með Guði og hvert öðru, alls ekkert týnd heldur hólpin í trausti til elsku Guðs sem vakir yfir okkur og verndar.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
28.6.2020
28.6.2020
Predikun
Sagan af Jóhannesi skírara
Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. Hann kom til vitnisburðar, að vitna um ljósið og vekja alla til trúar á það. Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið. Jóhannes vitnar um hann og hrópar: „Þetta er sá sem ég átti við þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig var á undan mér enda fyrri en ég.“
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
23.6.2020
23.6.2020
Pistill
George Floyd, Job og Jósef K.
Í Réttarhöldum Kafka vaknar Jósef K. einn morgun í greipum fjandsamlegs kerfisbákns gagnvart hverju hann upplifir sig fullkomlega vanmáttugan. Á svipaðan hátt upplifir Job sig í greipum fjandsamlegra afla, valdakerfis, sem sviptir hann öllu sem honum er kært og gefur hann þjáningunni á vald. Og það er átakanleg og óþolandi staðreynd að stór hluti mannkyns er fórnarlömb kerfisbundinnar kúgunar og kerfislægrar mannfyrirlitningar, mannfyrirlitningar sem hefur, að breyttu breytanda, svipaða grundvallarafstöðu til fólks og Satan í Jobsbók, sem sé þá að það eigi ekkert gott skilið, einfaldlega vegna þess að það tilheyrir jaðarsettum samfélagshópum, hvort sem er vegna uppruna, húðlitar, trúar, eða efnahags.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
14.6.2020
14.6.2020
Predikun
Biblíuleg íhugun með bæn Jaebesar
Nú biðjum við bæn Jaebesar lið fyrir lið, fyrst fyrir okkur sjálfum, þá fyrir þeim sem eru okkur kær eða þarfnast fyrirbænar og loks fyrir öllum heiminum. Við tví- eða þrítökum hvern bænarlið og gefum okkur tóm til þagnar á milli bæna.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
16.6.2020
16.6.2020
Pistill
Að loka augunum - eða ljúka upp hjartanu?
Ódæðið í Ameríku vekur okkur til umhugsunar um hugarfar og afstöðu okkar eigin þjóðar og okkar sjálfra. Við viljum trúa því að við séum fordómalaust fólk sem mætum hverri manneskju eins og hún er, óháð því sem ef til vill gerir hana ólíka okkur sjálfum. En því miður hefur ýmislegt komið á daginn undanfarnar vikur sem ekki ber þjóðfélagi okkar fagurt vitni.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
14.6.2020
14.6.2020
Predikun
Skapa í mér hreint hjarta
Við annan lestur erum við meðvituð um þau viðbrögð og skynjanir sem eiga sér stað í líkama okkar við að heyra þessi orð. Finnum við spennu eða slökun, gleði eða hryggð? Fara einhverjar hugsanir af stað? Við bara veitum þessu athygli án þess að dæma eða fylgja eftir tilfinningum og hugsunum. Sýnum viðbrögðum okkar eftirtekt, forvitni, og snúum síðan aftur að því orði sem talaði til okkar í byrjun.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
9.6.2020
9.6.2020
Pistill
Færslur samtals: 5901