Trú.is

Kórsöngur og þakklæti í hjartanu

Ég held að Jesús vilji meiri kórsöng og meira þakklæti, sýni aðstæðum kvenna sem gangast undir fóstureyðingu skilning, sé fylgjandi jafnræði og jöfnu aðgengi allra, og sé alveg sultuslakur yfir fjölmenningunni á Íslandi, stöðu trúarinnar í almannarýminu: þessum hlutum sem við, hin trúuðu, getum svo auðveldlega látið valda okkur angist.
Predikun

Gestalistar

Í kirkjunni gildir ekki gestalisti upphefðar og goggunarraðar. Í kirkjunni gildir ekki gestalisti VIP partýsins. Og við altarið, sem við ætlum að safnast saman við á eftir, er ekkert háborð. Og eina heiðurssætið er Jesús Kristur sem situr við hægri hönd Guðs, eins og við segjum í trúarjátningunni. Því að í altarisgöngunni sitjum við öll við sama borð. Þar komum við saman, þvert á alla virðingarröð, þvert á kyn, aldur, litarhátt, útlit, vaxtarlag eða hvað annað sem við notum í daglega lífinu til að draga fólk í dilka.
Predikun

Kross geðklofans og umbreyting sálarlífsins

Þið kannist eflaust flest við geðorðin tíu. Ég legg til að því ellefta verði bætt við: „Verðu tíma þínum í að gera skrýtna hluti og umgangast furðulegt fólk.“ Þessu viðbótargeðorði hef ég farið dyggilega eftir síðan ég veiktist af erfiðum og dularfullum sinnissjúkdómi, sem kallast „skitsófrenía“ á útlensku, en hefur hlotið nafnið „geðklofi“ á íslensku.
Predikun

Þar gildir gæskan ein

Það sem snertir við mér í ritningarlestrum dagsins er áskorunin um að vanda sig í hvívetna. Köllun mín til andlegs lífs, til lífs í Guði, felur í sér áminningu um að hegða mér í samræmi við veruleika Guðs, mótast persónulega í lítillæti og hógværð Krists en líka - sem hluti af samfélagi trúaðra - að leggja mig fram við að birta einingu þessa andlega veruleika í allri friðsemd. Vandaðu þig! kalla þessir textar til mín en létta líka af mér byrðinni með því að minna mig á að það er Guð sem kallar, Guð sem kemur því til leiðar – ef ég hleypi andanum að í lífi mínu.
Predikun

Guð sér þig

Guð sér þig. Já, Guð sér þig. Það er ekki víst að þér finnist það rétt eða að þú sjáir það alltaf en Guð sér þig. Alveg sama í hvaða ástandi þú ert, Guð sér þig og vill gefa þér gjöf.
Predikun

Guðsgjafir

Undanfarna viku hefur biskup Íslands fengið ákúrur fyrir að sitja þegjandi undir umdeildum bænum á samkirkjulegri samkomu. Hún er sökuð um að hafa með því lýst kirkjuna samþykka sumum bænanna en efni þeirra fór fyrir brjóstið á mörgum.
Predikun

Hættu að gráta

Segir Jesús við ekkjuna sem er nýbúinn að missa barnið sitt. Þetta hljómar heldur klaufalega hjá honum. Það kemur fram í frásögunni að hann kenndi í brjóst um hana og þá hafi hann gengið hann til hennar og sagt henni að hætta að gráta. Hann hafði augljóslega ekki tekið grunnnámskeið í sálgæslufræðum.
Predikun

Sorgarhús

Þarna námum við félagarnir staðar fyrir utan hús þeirra hjóna. Ég gekk hægum skrefum upp að hurðinni. Það var margt sem fór í gegnum huga minn á þeirri stuttu en þungu leið, en eitt hafði ég ávallt að leiðarljósi, ég hafði ætíð tamið mér það að fara aldrei með fyrirframgefnar spurningar eða svör inn í þvílíkar aðstæður
Predikun

Jesús huggar

Margir eiga erfitt með kraftaverkin og sumir hafa jafnvel lagt sig eftir því að burtskýra undrið, finna jarðbundnar skýringar á hinum ýmsu kraftaverkum. Þessi tilhneiging er á vissan hátt í samræmi við það sem víða má sjá, að fólki virðist finnast það einhvers konar gengisfelling á gáfum þeirra og djúpu hugsun að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum að það sé trúað.
Predikun

Með guðfræðingum og heimspekingum

Þetta eru skilboð Biblíunnar til okkar í dag þegar við, sem guðfræðingar og heimspekingar hvert í sínum heilabrotum hugleiðum þær ráðgátur tilverunnar sem okkur eru huldar.
Predikun

Hyggjum að liljunni vegna náungans

Við skulum fara eftir því og hyggja að liljum vallarins, horfa til fugla himinsins og líta svo á hvernig við getum styrkt hendur okkar til að mæta þeirri reynslu sem hver dagur færir okkur.
Predikun