Trú.is

Ástin í raun

Í dag langar mig að tala við ykkur um vefnað. Kærleiksvefnað. Í lestrum þessa sunnudags – þess þrettánda eftir þrenningarhátíð – er nefnilega að finna rauðan þráð. Textarnir fjalla allir um kærleikann (eða ástina) með einum eða öðrum hætti. Það mætti segja að þeir fjölluðu um ástina í raun.
Predikun

Hugur fylgi máli

Velkomin á fætur eftir menningarnótt. Það var húsfyllir margsinnis hér í gærkvöld og fólk á ferð í kvöldhúminu og fram í myrkur. Mér finnst stundum eins og meðaljón og meðalgunna í Reykjavík yfirgefi borgina sautjánda júní, eftirláti hana útlendingum og sérvitringum en komi svo aftur á menningarnótt og endurheimti hana.
Predikun

Draumur og hamingja

Kvikmyndafyrirtækið Dreamworks verður líklega selt. Þannig fer fyrir draumaiðnaðinum, hann gengur kaupum og sölum. En enginn getur selt eða keypt drauma okkar og vonir. Óskir ungs fólks í Nessókn voru ræddar í hugleiðingu 21. ágúst 2005. Stefna þeirra vermir, þau veiða hamingjuna í lífinu með svona afstöðu.
Predikun

Salt og ljós

Af orðum þínum muntu sýknaður og af orðum þínum muntu sakfelldur verða. Mér er kannski hollast að hafa mig ofan úr prédikunarstólnum. Jakob postuli hefur fundið fyrir taumleysi tungunnar: Allar tegundir dýra og fugla, skriðkvikindi og sjávardýr má temja og hafa menn tamið, en tunguna getur enginn maður tamið, þessa óhemju ...
Predikun

Elska þrátt fyrir allt

Við dáumst að Samverjanum sem lét ekki sitt eftir liggja til þess að hjálpa manninum sem hafði verið barinn til óbóta og skilinn eftir í blóði sínu í vegkantinum. Jafnframt fyllumst við hneykslun í garð prestsins og levítans sem gengu framhjá án þess að virða hann viðlits. Þeir tóku meira að segja á sig stóran sveig er þeir gengu framhjá honum. Dæmisagan um miskunnsama Samverjann kallar þannig fram ýmsar kenndir í brjóstum okkar, hún kallar fram mannlegan veruleik sem er sígildur, sem talar til mannanna barna á öllum tímum, fyrr og nú, í dag.
Predikun