Trú.is

Mest og best

Við mömmurnar getum alveg sett okkur í spor þessarar nafnlausu móður, mömmu Sebedeussonanna. Við höfum alveg metnað fyrir hönd barnanna okkar, er það ekki? Alla vega viljum við þeim allt hið besta.
Predikun

Svikasaga

Jesús borðaði oft með fólki, alls konar fólki. Guðspjöllin eru full af máltíðum. Og þau eru full af fólki sem hefur brotið af sér á ýmsa vegu. Brotlegt fólk. Brotið brauð. Brotinn líkami.
Predikun

Hvað er kirkja?

Koinonia, samfélag kristins fólks, er samfélag í kærleika og andlegri einingu og birtist á sýnilegan hátt til dæmis og einkum í máltíðinni sem við eigum saman. Máltíð er fjölskyldusamfélag, yfirlýsing um að við tilheyrum hvert öðru, og gestgjafinn er Jesús Kristur sem gefur okkur sjálfan sig.
Predikun

Gleðilega páska

Við sjáum hana þegar krókusarnir kíkja upp úr moldinni á vorin. Við sjáum hana þegar veikur einstaklingur nær heilsu. Við sjáum hana þegar alkóhólistinn eða fíkilinn nær að vera óvirkur. Samkvæmt orðabók þýðir orðið upprisa það að rísa upp frá dauðum. Dauðinn er ekki aðeins þegar hjartað hættir að slá og líkaminn sofnar svefninum langa.
Pistill

Tímar hrörnunar

Við lifum jú á tímum hrörnunar. Líftími þess sem við neytum og sjáum er sjaldnast langur. Tækin bila, gott ef það er ekki innbyggt í þau að þau missa þrótt og mátt innan ákveðins tíma.
Predikun

Í fyllingu tímans

Og þar stóð í stafni í heimakirkjunni sinni, sr. Davíð Baldursson, á sínum síðasta degi formlegs embættisferils, geislandi af eldmóði með gítarinn sinn, safnaði okkur saman um hugsjónina í kirkjunni að elska Guð og náungann.
Pistill

Séð með augum annarra

Þegar við stöndum andspænis listaverki – þá fáum við einstakt tækifæri til að víkka út okkar eigin vitund og sjónsvið.
Predikun

Mótmæli

Við fyllumst von, þegar börnin stíga fram eins og stór fylking af leiðtogum sem berjast fyrir bættum heimi og ákveðnum réttindum sem öllum á að standa til boða.
Predikun

Við höfum bara 17 ár! #fastafyrirumhverfið

Í dag er fyrsti sunnudagur í föstu. Hvað þýðir það? Hvað gerist þá? Við höldum uppá bolludag og sprengidag, en erum búin að gleyma hvað kemur svo. Ég held að mín kynslóð hafi enga tengingu við föstun nema kannski 5-2 eða 16/8. Rannsóknir hafa sýnt að það er hollt að fasta, bæði fyrir líkama og anda. En kannski eru vísindin aðeins að staðfesta eitthvað sem við vissum nú þegar. Fastan á sér mun lengri sögu og í trúarhefðum heims hefur hún öðlast mikilvægan sess. Núna þurfum við að dusta rykið af þessum góða sið. Snúa frá villu vegar, eins og Símon Pétur, af því að neysla okkar er að stofna lífinu á jörðinni eins og við þekkjum það í hættu.
Predikun

Prédikun á konudaginn í Lágafellskirkju

Á degi sem tileinkaður er Biblíunni höfum við heyrt texta lesna hér frá altarinu sem allir fjalla um orð Guðs sem „er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði“, er „smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar“ og „dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans.“ Það er ljóst að hér er ekki um að ræða lýsingu á dauðum bókstaf sem varðveittur er í aldagömlum og rykföllnum bókum, heldur mátt eða kraft sem lætur ekkert stoppa sig, en vinnur verk sitt, nótt og dag, leynt og ljóst, þar til markinu er náð – þar til það hefur borið tilætlaðan árangur.
Predikun

Logandi runnar

Við erum í sporum Móse sem leit hinn logandi runna og úr honum komu boðin um rjúfa vítahringinn, fara úr þrælahúsinu yfir til hins fyrirheitna lands. Logandi runnar og tré, reykjarstókar sem standa upp úr púströrum og strompum ættu með sama hætti að tala til okkar.
Predikun

Gleðitímabil og bæn

Í dag er gleðitími. Er við hlýðum á guðsþjónustur í útvarpi eða göngum til kirkju tökum eftir því að lestrar úr Biblíunni breytast eftir svokölluðu kirkjuári. Það byggir á þremur hátíðum, jólum, páskum og hvítasunnu. Fyrir jól og páska taka lestrar mið af undirbúingi fæðingar frelsarans og dauða og upprisu Krists. Eftir þessar hátíðir er svo gleðitímabil. Við erum nú mitt í slíku gleðitímabili eftir jólin.
Predikun