Trú.is

Ljós og skuggi vega salt.

Drottinn þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns.
Pistill

Hvaða gagn er að þessari trú?

Við erum auðvitað öll að glíma við sammannlegar tilfinningar og viðbrögð, eins og núna á tímum farsóttarinnar, og gengur misvel að höndla álagið. Trúin er ekkert töframeðal en hún veitir grunn sem gott er að hvíla á. Trúin nærir samvisku okkar og leiðréttir okkur þegar við verðum stygg og í orðum hrygg og hjálpar okkur að halda þeim ramma sem nauðsynlegur er fyrir góða andlega heilsu á óróleikatímum.
Predikun

Talað um sársauka

Þetta, að lifa á tímum þar sem hægt er að deyfa sársauka er – svo fundið sé títtnotað orð – fordæmalaust. Þrautir hafa alltaf verið stór þáttur í lífi fólks, lífi sem var miklu þjáningarfyllra og styttra en það er á okkar dögum.
Predikun

Að sigra illt með góðu

Færa má fyrir því rök að öll siðfræði, snúist um þetta andrými sem við getum skapað á milli áreitis og viðbragðs. Á því augabragði getur manneskjan spurt sig hvers konar hegðun er henni samboðin.
Pistill

Núvitundaríhugun, þriðji hluti: Innri líðan

Í dag ætlum við að einbeita okkur að þremur svæðum líkamans sem oft kalla á athygli okkar vegna þess að þar virðast erfiðar tilfinningar setjast að eða koma fram. Kvíði, áhyggjur og streita koma oft fram í sálvefrænum einkennum, sömuleiðis vanmetakennd, skömm og sektarkennd, svo eitthvað sé nefnt.
Pistill

Núvitundaríhugun, annar hluti: Ég er

Loks skynjum við líkama okkar sem heild. Við erum hér, frá toppi til táar, hér í þessu rými, hér á þessu andartaki. Og Guð sem er, Guð í Jesú Kristi segir við okkur: „Ég er sá sem ég er“
Pistill

„Það sagði engin neitt.“

Ég las mér til einhverstaðar að maður getur gefið tóninn fyrir það hvernig dagurinn verður með skóvalinu. Einhverjum þykir skór flottasta og besta tjáningarformið þegar kemur að klæðnaði. Skóvalið segir líka svo furðulega margt um líðan manns.
Pistill

Föli blái punkturinn

Fuglar fljúga þöndum vængjum og manngerðar flugvélar enn ofar í himinblámanum, skilja eftir sig rendur eins og pensilfar eftir listmálara en afmáðst um síðir þar til nú nýverið að myndin hefur breyst. Flugvélar og ferðamenn eru ekki lengur innan rammans heldur það sem festist ekki á mynd.
Pistill

Að trúa og vona

Bænin er leiðin að hjarta Guðs sem og hjarta okkar sjálfra, virkjum þá leið á óvissutímum, minnug þess að það vorar á nýjan leik, að lokum mun snjónum létta, sem og þeirri ógn sem stafar af veirunni.
Pistill

Ég elska þig, gleymdu því aldrei!

Jesús vill að við getum tekið á móti og þegið lífið sem hann vill gefa, mitt í ölduróti tilverunnar, mitt í mótlæti, þjáningu, veikindum og sorg.
Pistill

Að kveðja á tímum Covid-19

Að kveðja látinn ástvin felur á öllum tímum í sér að ganga braut sorgar sem er sannarlega ekki auðgengin eða auðveld. Athafnir og hefðir tengdar því að kveðja, höfum við lengi átt og eiga að stuðla að því að hjálpa til við það sorgarferli, sem fer í gang þegar ástvinur fellur frá. Á þeim tímum sem við erum að ganga í gegnum núna verðum við að kveðja á annan og öðruvísi hátt en við erum vön.
Pistill

Núvitund á kristnum grunni, fyrsti hluti: Lífsandinn

Oft léttir á kvíða og spennu við það eitt að gefa því gaum, án þess að leita skýringa, bara finna og vera og dvelja í augnablikinu, hér og nú. Og Guð er hér með okkur, Guð er hér til að mæta okkur, Guð sem blæs okkur lífsanda í brjóst, Guð sem ER lífsandinn.
Pistill