Trú.is

Allt það sem iðrin miðla

Það sem við eigum og gerir það að verkum að enda þótt ég kveðji embættið get ég ekki fyrir mitt litla líf kvatt söfnuðinn, eru þau sjaldgæfu forréttindi að vera samferða fólki sem kann að iðrast í stað þess að festast í hroka með staðnaða einkaútgáfu af veruleikanum eða flýja inn í fíkn.
Predikun

Lærisveinsskinn

Hvernig getum við minnst Bartólómeusar án þess að minnast á hans eigin skinn, skinnið sem hann missti? Góður lærisveinn er eins og húðfruma, lærisveinsskinn. Hún er sjálfstæð eining. Hún vinnur verk sitt, en þetta verk er alltaf unnið í samhengi annarra.
Predikun

Þrek eða tár

Leiðin út úr sársaukanum er ekki að byrgja hann inni, brosa í gegnum tárin og láta sem ekkert sé. Sársaukinn mun þá bara finna sér annan farveg. Nei, leiðin út úr sorginni er að leyfa sér að finna fyrir henni þó það sé vont og að fá útrás fyrir hana á heilbrigðan hátt.
Predikun

Í þennan helga Herrans sal

Við söfnumst saman til að þakka fyrir þetta aldna Guðshús og fagna því hversu stórkostlega vel hefur verið unnið að því að fegra það og prýða svo að Þykkvabæjarklausturskirkja glitar nú og glóir eins og fegursti gimsteinn.
Predikun

Þegar ég vona, vænti ég einhvers af framtíðinni!

Ég trúi því að Jesús gráti yfir framandleikanum, þegar hann sér að við erum orðin óttaslegin, hrædd, erum hætt að tala saman og hætt að vilja þekkja hvert annað og vita hvaðan við komum.
Predikun

Forstjórar og framkvæmdastjórar athugi

Fylgist vel með hinum undirförlu. Verið það sem þau eru ekki, gerið ekki það sem þau gera! Örsagan er svo tvíræð að fólk vissi ekki hvort það eigi að hlægja eða ekki.
Predikun

Gangur og gróandi mannlífsins

Og þá því fremur þegar það fréttist að Ríkisútvarpið, þjóðarmiðillinn, brjóstvörn menningar og gróandi mannlífs í landinu, ætli að hressa upp á dagskrá sína með því að leggja niður fáein bænarorð kvölds og morgna. Skýringar útvarpsmanna á því hvernig útvarpið muni batna við brottfall bænalesturs skil ég ekki.
Predikun

Framtakssemi frændanna

Það er von, að nöfn þeirra frænda Guðbrands og Hallgríms séu í heiðri höfð. Báðir áttu sér bjargfastan trúargrundvöll og einskæra löngun til þess að miðla honum, öðrum til blessunar. Hvorugir létu undan ytra áreiti. Báðir skynjuðu þau miklu verðmæti, sem kristindómurinn geymir og þörfina á, að halda boðuninni til haga. Stuðla þannig að heill fólks, við oft erfiðar og hörmulegar aðstæður og fleyta því yfir boða og brimskafla lífsins.
Predikun

Menn lyginnar

Falsspámenn eru menn lyginnar. Orðið var hjá Guði, en lygin var ekki hjá Guði.
Predikun

Stærðin, hraðinn og orkufrekjan

Sá sem kemst að kjarna máls stendur í vegi fyrir framþróuninni. Sá sem sér aðalatriði skilur ekki leikinn, sér ekki tækifæri dagsins, er þvergirðingur á vegi hins óhjákvæmilega og er sakaður um að vera á móti rafmagninu eins og nú er í tísku að segja.
Predikun

Abba

Við hugsum til fólksins í hinni stríðshrjáðu Gazaborg, til ófriðarbálsins í Ísrael og Palestínu, til þeirra sem búa við borgarastyrjöld í Sýrlandi, til þeirra sem búa í austurhluta Úkraínu, til trúsystkina okkar og jazída sem ofsótt eru í Írak um þessar mundir. Á hinsegin dögum hugsum við til þeirra sem búa við ofsóknir vegna kynhneigðar og kynverundar.
Predikun