Trú.is

Úr búðarsloppi í rykkilín

Guð gleymir okkur aldrei, hann fær aldrei alzheimer eða elliglöp af neinu tagi. Hann gleymir engum þótt hann geti það. — En getur hann þá gleymt einhverju? Já, hann getur gleymt. Hann gleymir því sem hann hefur fyrirgefið. Í því felst mikil blessun fyrir okkur synduga menn.
Predikun

Guðlast

Ármann Snævarr, fyrrum lagaprófessor, sagði glaður þegar hann fór úr Neskirkju: “Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri lagagrein nefnda í prédikun!” En þegar rætt er um guðlast koma lög við sögu, en líka gildi og þó helst trú.
Predikun

Gott gildismat

Já, skelfilegt væri það nú ef vinaleiðin í grunnskólunum miðlaði nú nýjum viðhorfum til barnanna. Hvað ef einhver segði að annað skipti máli en útlitið, að aðrar fyrirmyndir væru inni í myndinni en þær sem birtast í slúðurfréttunum? Hvað ef einhver segði í fullum trúnaði að unglingurinn sé dýrmætur í sjálfum sér og mikilvægur fyrir það sem hann er.
Predikun

Friðarstofnun í Reykjavík

Skilaboð kristinnar trúar inn í friðarmálin er ekki einhver samningatækni sem nota mætti inni í Höfða með góðum árangri. Hér er ekki einhver gleymd aðferðafræði sem komið hefur sér vel á liðnum öldum en fallið í gleymsku. Nei, skilaboð kristindómsins eru þær fréttir að Guði líkar við fólk og með velviljaðri yfirtöku hefur hann gefið Jesú allt vald og lýst yfir friði í veröldinni.
Predikun

Vettvangur lífsins og mennskunnar

Óeðlilegt væri ef predikarar kirkjunnar, þjónar safnaðanna, fyndu ekki hjá sér hvöt til að láta til sín taka. Það væri líka afar einkennilegt ef prestar ekki blönduðust inn í umræður um lausnir á margvíslegum vanda samtímans, hverju sinni. Manngildishugsjón kristindómsins hefur frá upphafi verið hvati til framfara meðal þjóða heimsins.
Predikun

Afskiptaleysið

Við höfum heyrt fregnir af slösuðu fólki í umferðinni sem hefur mátt þola afskiptaleysi annarra vegfarenda. Fregnir hafa borist úr Reykjavík af einstæðingum sem látist hafa í íbúðum sínum án þess að nokkur yrði þess var fyrr en nokkrum dögum síðar. Það er sannarlega áhyggjuefni hversu tómlætið fer vaxandi gagnvart náunganum í þjóðfélaginu.
Predikun

Lífskraftur

Vald Jesú er öðru vísi en vald í mannlegu samfélagi. Eins og hann nálgast okkur í mildi eins kennir hann okkur að vera í mannlegu samfélagi, að vera manneskjur fyrst og fremst, semferðafólk, þar sem næmleiki Guðs fyrir mannlegri neyð er okkur í blóð borinn og leiðarljós okkar í samskiptum við aðra. Við getum kallað það manneskjulega menningu eða milda menningu.
Predikun

Um trúvæðingu og Vinaleið í skólum

Nokkuð hefur verið rætt um „Vinaleiðina“ sem einstaka söfnuðir Þjóðkirkjunnar hafa boðið upp á í nokkrum grunnskólum. Hefur hún verið gagnrýnd með þeim rökum að um trúboð væri að ræða. Í „Vinaleiðinni“ felst að eiga samleið með barninu, hlusta og mæta því á sínum eigin forsendum og setja sig í spor þess. Þessi stuðningur hefur einnig verið nefndur sálgæsla.
Pistill

Og vonarneistinn varð veruleiki!

Grænn akurinn bylgjaðist í golunni og litrík blómin brostu við okkur , glæsilegur fjallahringurinn umvafði gróskuna og glaðir sólargeislar lýstu og ljómuðu. Þetta var stórfalleg sjón – en jafnframt skelfileg. Við vorum í Kólumbíu, uppi í fjöllunum norðan við höfuðborgina Bogota. Akurinn fagri nærði kókaplöntuna sem ber blöðin sem fíkniefnið kokaín er unnið úr.
Pistill

Kyrrlæti

Og hugmynd kviknaði um reglulegan hvíldardag - Sabbatsdag. Ekki þó í hinni hefðbundnu gyðinglegu merkingu. Nei, þau ákváðu að taka sér tækni-hvíldardag. Einn dag í viku þegar slökkt var á öllu: Á farsímum og tölvum, á sjónvörpum og útvarpi, á sítengingunni sem er allt-um-vefjandi en getur um leið orðið algjörlega-þrúgandi.
Predikun

Fermingarveisla eða útskriftarveisla?

Þvílíkt tækifæri að fá heilan vetur til þess að fræða fermingarbörnin um sannindi lífsins, miðla til þeirra boðskap sem aldrei deyr og er hin besta forvörn gegn skuggum tilverunnar. Blessað ungviðið velur sér þetta sjálft og þess vegna er það svo gríðarlega mikilvægt að vel sé tekið á móti því, allt starfsfólk kirkjunnar má taka þar höndum saman.
Pistill

Sigur skynseminnar

Rodney Stark er prófessor í félagsvísindum og höfundur umdeildrar bókar: „Sigur skynseminnar - Hvernig kristindómurinn leiddi til frelsis, kapítalisma og framfara Vesturlanda.“ Hann staðhæfir þar með sannfærandi rökum að grundvöllur yfirburða Vesturlanda í tækni, menningu, viðskiptum og stjórnmálum í samanburði við aðra menningarheima, sé að kristindómurinn lagði áherslu á skynsemi mannsins.
Pistill