Arkitekt óreiðunnar
Það er ekki til sú umgjörð, ferkantaður kassi, skúffa, vasi, poki sem hægt er að setja lífið í og það haldi eins og við vildum hafa það. Lífið finnur sér alltaf leið til að fara og öðlast frelsi frá þeirri hugsun sem við höfum á lífinu, að það eigi að vera. Það er ekki til bein lína á milli lífsins og veruleikans eins og við könnumst við hann.
Þór Hauksson
10.9.2006
10.9.2006
Predikun
Kærleiksþjónustan og kirkjan
Í kærleiksþjónustunni fylgir kristinn einstaklingur fordæmi Krists þegar hann gerðist þjónn lærisveina sinna og þvoði fætur þeirra. Þar sýndi Kristur ekki aðeins í verki hvað hann átti við þegar hann sagði að ,,allt sem þér gerið einum minna minnstu bræðra hafið þér gjört mér” heldur veitti hann boðskap sínum um leið dýpri og fyllri merkingu með eftirminnilegum hætti. Skilin milli gerandans og þiggjandans voru afmáð.
Pétur Björgvin Þorsteinsson
1.9.2006
1.9.2006
Pistill
Höggormurinn í sálu þinni
Synd er skrifuð með ypsíloni vegna þess að það er komið af sögninni að sundra. Sambandi milli Guðs og manns hefur verið sundrað. Þegar grískumælandi menn til forna skutu örvum af boga sínum og misstu marks þá var gríska orðið yfir það að syndga. Orðið merkir því að eitthvað er utan þess þar sem það á hins vegar að vera innan.
Hreinn Hákonarson
28.8.2006
28.8.2006
Pistill
Takk, Guð, fyrir að ég er ekki ...
Það er gömul saga og ný að við mennirnir eigum mjög auðvelt með að sjá veikleika annarra en líta framhjá okkar eigin. ,,Þið bendið á flísina í auga náungans en sjáið ekki bjálkan í eigin auga.” sagði Jesú. En af hverju gerist þetta? Hvernig stendur á því að við eigum svona auðvelt með að benda á galla náungans en lítum jafnframt framhjá okkar eigin syndum?
Guðni Már Harðarson
27.8.2006
27.8.2006
Predikun
Hroki og auðmýkt
Það er virðingin fyrir öðru fólki sem gerir gæfumuninn á milli hroka og auðmýktar. Hrokafullt fólk virðir aðra minna en sjálft sig á meðan auðmjúkar manneskjur virða bæði sjálfar sig og aðrar. “Hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.”
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
27.8.2006
27.8.2006
Predikun
Hver er faríseinn?
Faríseinn er rödd sjálfsréttlætingar og samanburðar sem býr í okkur öllum. Umfram allt er hann sá hluti okkar sem afneitar eigin göllum og löstum eða réttlætir þá og afsakar þótt við dæmum aðra harðlega fyrir jafnvel minni sakir. Í sögu Jesú voru faríseinn og syndarinn í musterinu á sama tíma. Þeir eru nefnilega báðir hluti af okkur öllum.
Ólafur Jóhannsson
27.8.2006
27.8.2006
Predikun
Sjálfhverf veröld
Mikið er það óþægilegt þegar manns eigin orð og athafnir hitta mann fyrir svo harkalega að undan verkjar. Það er ekki nóg að verða “marin-er aður” og síðan “grillaður” með eigin orðum og verkum heldur þarf maður sjálfur að kokgleypa það sem sagt var og gert og melta það eftir eigin getu og vilja.
Þór Hauksson
27.8.2006
27.8.2006
Predikun
Dramb, réttlæting og auðmýkt
Við eigum að njóta erfiðis okkar, við erum það sem við gerum, höldum við. Að kaupa fagnaðarerindið ókeypis virðist okkur ekki álitlegur kostur. En það er sú staða sem Jesús kennir okkur að vera í með dæmisögunni um faríseann og tollheimtumanninn.
Guðmundur Guðmundsson
27.8.2006
27.8.2006
Predikun
Gifting í staðfesta samvist?
Heimildin sem í tillögu Guðrúnar Ögmundsdóttur ætti því ekki snerta hjúskaparlögin, eða hjónaband í þeim skilningi, heldur miðast eingöngu við lögin um staðfesta samvist og verða ákvæði í þeim lögum.
Karólína Hulda Guðmundsdóttir
24.8.2006
24.8.2006
Pistill
Jesús grætur
Já, hvar eru auðævin sem hjartað geymir gera okkur að lifandi manneskjum? Eftir þeim verðmætum kallar frelsarinn þegar hann horfir yfir andvaraleysið í Jerúsalem og þegar hann horfir til okkar í dag. Hann hrópar inn í aðstæður þar sem óréttlætið og spillingin ráða ríkjum. Opnið augun, þetta á ekki að vera svona!
Óskar Hafsteinn Óskarsson
20.8.2006
20.8.2006
Predikun
Hvíldardagur, hvíldar- og fagnaðarár
Sjöunda hvert ár er hvíldarár. Þá skal hvíla landið og vernda það gegn ofnýtingu og ofbeit. Fertugasta og níunda hvert ár skal vera sérstakt fagnaðar-, friðþægingar- og frelsisár, því þá mega allir hverfa aftur til landareignar sinnar. Á fagnaðarári ber lánardrottnum skylda til að fella niður skuldir efnalítilla meðbræðra og systra og veita frelsi þrælum og ambáttum.
Kristinn Ólason
20.8.2006
20.8.2006
Pistill
Færslur samtals: 5884