Fagnaðarerindið - Guðs ríki
Kjarninn í fagnaðarerindi Jesú er Guð sem tekur stjórnina í lífi fólks, Guð sem endurskapar heiminn í gegnum fólk sem hlustar á hann og fer að vilja hans. Í því er fagnaðarerindið fólgið. Guð vill hafa áhrif í okkar lífi og á okkar líf, á hugsanir okkar, orð okkar og gjörðir.
Gunnar Jóhannesson
20.8.2006
20.8.2006
Predikun
Grét Guð á Menningarnótt ?
Sorg og reiði. Hvorttveggja kemur sterkt fram í Jesú í guðspjallinu. Það undirstrikar mennsku hans um leið og við getum einnig horft á miklar tilfinningar hans sem tilfinningar Guðs, tár Jesú eru tár Guðs þegar ónauðsynlegur sársauki og þjáning mannkyns birtist
Bolli Pétur Bollason
20.8.2006
20.8.2006
Predikun
Leirinn og listamaðurinn
Við erum ekki bara ómótað efni sem bíður eftir því að verða fullskapað heldur erum við sjálfstæðar siðferðilegar verur sem höfum vald yfir eigin lífi og annarra. Við erum heldur ekki eins og hinn almáttugi listamaður sem getur skapað og eytt eftir eigin höfði. Lífið okkar verður fyrir áhrifum sem við köllum ekki yfir okkur og ráðum ekki yfir. En það er í okkar höndum að meðtaka það sem mætir okkur og snúa því til góðs.
Kristín Þórunn Tómasdóttir
20.8.2006
20.8.2006
Predikun
Elskan og bænin
Verum gætin og algáð til bæna. Þetta er áskorun Péturs postula til okkar. Gætin og algáð til bæna. En umfram allt segir hann okkur að hafa brennandi kærleika hvert til annars. Og svo lýsir hann kærleikanum nánar; hann felst m.a. í gestrisni, þjónustu og góðri ráðsmennsku náðargjafanna.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
16.8.2006
16.8.2006
Predikun
Að vera trú í hinu smæsta
Jesús leggur áherslu á heilsteypta manngerð, maður verður siðferðilegur gerandi með því að vera ákveðin manneskja. Hvernig á sú manneskja að vera? Jú hún á að vera trú í hinu smæsta og trú yfir því sem annarra er. Megni hún það gerist eitthvað, manneskjan stækkar sem manneskja.
Sólveig Anna Bóasdóttir
13.8.2006
13.8.2006
Predikun
Ráðsmennskan mín
Ráðsmennskan er hlutskipti mannsins. Líf hvers einstaklings er dýrmætt, Guðs gjöf. Og hver einstakur ber ábyrgð í lífi sínu, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Við erum sköpuð til samfélags og í því erum við ráðsmenn Guðs og höfum afar mikilvægu hlutverki að gegna sem fulltrúar hans. En ráðsmennskan er okkur dýr.
Birgir Ásgeirsson
13.8.2006
13.8.2006
Predikun
Fjárfestasiðferði og kristileg kænska
Trú er líka að sjá allt lífið, brölt heimsvelda, átök stjórnmála, atvinnumál, menntamál, heimilisfólkið með elskuaugum Guðs og leggja þeim málum lið sem eru til lífs. Að trúa merkir ekki, að maður leysist upp í einhverja himneska glópsku, heldur lærir trúmaðurinn að vera hendur Guðs og munnur í veröldinni.
Sigurður Árni Þórðarson
13.8.2006
13.8.2006
Predikun
Ímyndið ykkur
„Ímyndið ykkur engin trúarbrögð“ sagði breski líffræðingurinn sem var hér í heimsókn fyrr í sumar og vitnaði í þekktan dægurlagatexta. Um leið var varpað upp nokkurra ára gamalli mynd af útlínum New York borgar þar sem turnarnir tveir voru enn á sínum stað. Þannig var túlkun hans á vandamálum heimsins ef marka má þessa uppsetningu.
Skúli Sigurður Ólafsson
13.8.2006
13.8.2006
Predikun
Snilldartextar
Textar dagsins eru tær snilld og boðið er upp á allt litróf Biblíunnar frá mínu sjónarhorni séð. Þá á ég við:Texta sem ég skil og opna hjarta mitt fyrir og texta sem ég skil ekki. Texta sem ergja mig og texta sem gleðja mig. Texta sem ég vil tala um, liggja mér á hjarta og hina sem ég vil ekki vita af.
Pétur Björgvin Þorsteinsson
13.8.2006
13.8.2006
Predikun
Kölluð til frelsis
Eitt árið enn verða Reykvíkingar og nærsveitarmenn vitni að skemmtilegum og litríkum hátíðahöldum undir fána gay pride. Að vanda er þátttaka og viðvera almennings geysi góð og þeim sem til þekkja ber saman um að Reykjavík Gay Pride hafi mikla sérstöðu í hinsegin hátíðahöldum fyrir það hve fjölskylduvæn hún er og hversu almenna skírskotun hún hefur.
Kristín Þórunn Tómasdóttir
13.8.2006
13.8.2006
Pistill
Ótti
Ótti er óttalegur. Ótti skapar óreiðu og veldur því að einstaklingur sem finnur fyrir ótta hugsar ekki rökrétt. Þegar rökhugsun er úr lagi gengin getur einstaklingurinn ekki lengur haft tök á lífi sínu og gerir eitthvað órökrænt, sem aftur leiðir af sér á stundum óafturkræfa aðgerð.
Þór Hauksson
11.8.2006
11.8.2006
Pistill
Enn um trú og vísindi og prófessor Dawkins
Grundvöllur umræðunnar liggur ekki í tilraunum til þess að reyna að sannfæra aðra um réttmæti skoðana okkar heldur fyrst og fremst í því að ávinna okkur það umburðarlyndi að geta mætt fólki eins og það er þrátt fyrir ólíkar skoðanir og virt alla að verðleikum.
Gunnar Jóhannesson
8.8.2006
8.8.2006
Pistill
Færslur samtals: 5884