María Magdalena
Um þessar mundir er verið að frumsýna hér á landi kvikmyndin Da Vinci lykillinn sem byggir á metsölubók Dan Browns. Bókina og efni hennar er óþarfi að kynna. Hún hefur vakið mikla umræðu og það mun kvikmyndin örugglega líka gera. Í bókinni er sagt að María Magdalena hafi verið eiginkona og barnsmóðir Jesú og að leyniregla hafi varðveitt þessa þekkingu gegn ofríki kirkjunnar í gegnum aldirnar.
Þórhallur Heimisson
21.5.2006
21.5.2006
Pistill
Postuli postulanna
María Magdalena hefur verið mikið í umræðunni síðustu árin, ekki síst vegna þess lykilhlutverks sem hún gegnir í bók Dans Brown um Da Vinci lykilinn. Í hinni fræðilegu umræðu hefur María Magdalena líka verið áberandi á síðustu áratugum og það löngu áður en Brown skrifaði bók sína.
Arnfríður Guðmundsdóttir
18.5.2006
18.5.2006
Pistill
Hvað hrópa steinar?
Þetta er söngurinn okkar. Fáa söngva syngjum við oftar en þennan. Hann er nánast eins og tákn um söng kirkjunnar á öllum tímum og um tíma og eilífð. Hann er sannleikurinn. Og ef lærisveinarnir þegja, munu steinarnir hrópa. Hvað þýðir það?
Kristján Valur Ingólfsson
17.5.2006
17.5.2006
Predikun
Da Vinci lykillinn - bannaður múslimum og kristnum?
Margt áhugavert kemur fram í dagsljósið um þessar mundir. T.d. það að Færeyingum er ekki treystandi til að horfa á Da Vinci lykilinn í eigin bíóhúsum og að á Indlandi bætist kristnum hópum sem vilja hunsa hina umtöluðu bíómynd óvæntur liðsauki hjá múslimskum bræðrum sínum.
Kristín Þórunn Tómasdóttir
15.5.2006
15.5.2006
Pistill
Fagna ekki tárin?
Nú eru kveðjustundir í veröldinni. Á flugvöllum og brautarstöðvum. Við útidyr. Á sjúkrahúsum. Við dánarbeð. Fólk faðmast og kyssist. Það er hvíslað kveðjuorðum, blessunaróskum, ástarjátningum. Það er skipst á gjöfum og höndum veifað. Og það er grátið. Sumir kveðjast tímabundið. Aðrir endanlega. Vinirnir taka margt með sér þegar þeir fara. Þeir taka eitthvað úr brjóstum okkar.
Svavar Alfreð Jónsson
14.5.2006
14.5.2006
Predikun
Ótrúlega holdleg trú
Ég var að lesa bók sem ber heitið Bítlaávarpið og er eftir Einar Má Guðmundsson. Þetta er saga stráks sem tilheyrir hinni svonefndu 68-kynslóð. Í bókinni er lýst þessu undarlega tímabili, þessum skilum í mannkynssögunni, sem urðu fyrir áhrif Bítla og blómabarna. Stórskemmtileg bók. Ég skellihló upphátt af og til á leið minni í gegnum þessa ágætu bók sem lýsir tíma sem hafði jafnframt mikil áhrif á sjálfan mig.
Örn Bárður Jónsson
14.5.2006
14.5.2006
Predikun
Hús og andi
Ég spurði nýlega afgreiðslukonu í bókabúð í Svíþjóð að því hvernig stæði á því að svo mikil ásókn væri nú í sumarbústaði vítt og breitt í kringum stórborgirnar, eins og hún hafði tjáð mér. Hún svaraði að bragði að það væri vegna þess að fólk væri yfir sig þreytt á malbikinu, hávaðanum og hraðanum sem fylgir lífi í stórborg okkar tíma. Við fetum okkur hægt en ákveðið í þessa átt hér einnig.
Þorvaldur Karl Helgason
14.5.2006
14.5.2006
Predikun
Rauði þráðurinn í kirkjustarfinu
Eitt af aðalatriðum boðskapar kristinnar trúar er að hvetja fólk til að sýna trú í verki, stunda kærleiksþjónustu. Allt frá upphafi hefur kirkjan sinnt slíkri þjónustu og þar er Jesús Kristur sönn fyrirmynd. Hann skilgreindi líf sitt og dauða sem þjónustu og sjálfan sig sem þjón.
Ragnheiður Sverrisdóttir
12.5.2006
12.5.2006
Pistill
Svart
Michelle er bæði blind og heyrnarlaus, einu samskipti hennar við umheiminn eru í gegnum snertingu og lykt og bragð. Hún talar og heyrir með fingrunum. Þegar hún lærir stafrófið í fyrsta skipti þá er það ekki hið hefðbundna abc stafróf. Nei, hennar stafróf hefst á stöfunum SVART. Því heimurinn hennar er svartur.
Árni Svanur Daníelsson
10.5.2006
10.5.2006
Predikun
Hvíldarstaður
Það er ekki bara á vettvangi veraldar þar sem átök eiga sér stað og ólíkar skoðanir takast á. Ekki bara þar sem tími friðar og hamingju gengur annað slagið í garð eða staldrar þó nokkuð lengi við. Það er nefnilega til annar vettvangur sem er ekki svo ýkja fjarri okkur sjálfum (og þar eru oft miklar sviptingar) og það er hugur okkar.
Hreinn Hákonarson
10.5.2006
10.5.2006
Pistill
Á grænum grundum
Það má nefnilega með góðu móti flokka knattspyrnu til trúarbragða. Þar eru helgidagar, þegar fram fara leikir. Kraftaverk gerast á vellinum, mörk eru skoruð með ómögulegum hætti á lokasekúndunum. Goðsagnir skapast, átrúnaðargoð og hetjur, sem aldrei að eilífu gleymast.
Svavar Alfreð Jónsson
8.5.2006
8.5.2006
Pistill
Innan skamms
Innan skamms ... Þetta eru kveðjuorð Jesú og þau eru full af spennu. Í lífi lærisveinanna rúmuðust bæði Getsemane og Golgata, kvölin og krossinn innan þessa tímaskeiðs. Hið sama má segja um undur upprisunnar og þá ómældu gleði og þann kraft sem hún gefur. Hvað vitum við þegar við kveðjumst? Munum við finnast á ný innan skamms?
Friðrik Hjartar
7.5.2006
7.5.2006
Predikun
Færslur samtals: 5883