Höggormurinn var góði gæinn
Júdasarguðspjall segir ekki söguna af Jesú, starfi hans eða dæmisögum líkt og guðspjöllin fjögur í Nýja testamentinu gera. Heldur er þarna á ferð samtal Jesú og Júdasar rétt fyrir páskahátíðina. Í samtalinu opinberar Jesús Júdasi sannindi, sem enginn annar þekkir. Hér er Júdas ekki sá, sem sveik Jesú og brást honum.
Magnús Erlingsson
1.5.2006
1.5.2006
Pistill
Jesús var landsbyggðarmaður
Það er sjálfsagt við hæfi að guð almáttugur og hans einkasonur séu kallaðir til vitnis á sjálfri páskahátíðinni. Enda var það gert í skemmtilegu viðtali sem birtist í páskablaði okkar við séra Axel Árnason prest. Þar spyr þessi skeleggi baráttumaður hvað Jesú hefði þótt um Kárahnjúka. Þessi spurning hefur leitað á mig síðan ég las þetta og nú á vökunótt í sumarbyrjun dettur mér í hug að leita svara við henni.
bjarni-hardarson
30.4.2006
30.4.2006
Pistill
Franskar konur og fjölskyldan til borðs
Innan fjölskyldunnar höfum við stórkostlegt tækifæri til þess að þekkja hvert annað og rækta hlý og góð tengsl. Því miður nýtum við ekki alltaf þetta tækifæri sem skyldi. Við getum búið undir sama þaki án þess að þekkjast að ráði. Alþekkt er að foreldrar vilji ekki kannast við ákveðna þætti í fari barna sinna og reyni að sníða þau alfarið eftir sínu höfði.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
30.4.2006
30.4.2006
Predikun
Júdasarguðspjall
En hvaða rit er eiginlega þetta Júdasarguðspjall og af hverju er verið að fjalla svona mikið um það núna? Saga þess er reyndar með ævintýralegum blæ. Texti Júdasarguðspjalls er talinn hafa fundist í fornu papyrushandriti í Egypsku eyðimörkinni kringum árið 1970. Handritið sjálft er líklegast frá árinu 300 eftir Krist og er skrifað á koptísku sem er fornt mál Egypta.
Þórhallur Heimisson
30.4.2006
30.4.2006
Predikun
Guð og lögreglan
Og nú bæti ég við einni líkingu í tilefni dagsins: Guð er lögregla. En um leið og ég sleppi orðinu vakna með mér efasemdaraddir því oftast eru tvær hliðar á sama máli. Er hann eins og lögreglan í Katmandú eða lögreglan á Íslandi?
Örn Bárður Jónsson
30.4.2006
30.4.2006
Predikun
Góði hirðirinn og fermingarbarnið
Fermingarbörn eru eins og blómknúppar að byrja að springa út. Og hvað verður svo? Höfum við gefið börnum okkar það veganesti sem þeim reynist best fyrir lífið framundan? Það er með þá spurningu í huga sem við göngum í annað sinn fram fyrir Guð með þessa dýrmætu gjöf sem hann hefur lagt okkur í fang, til þess að hann sem áður helgaði þau í skírninni megi að þeirra eigin vilja, vera sá sem leiðir og leiðbeinir, vakir og verndar.
Kristján Valur Ingólfsson
30.4.2006
30.4.2006
Predikun
Jesús frá Montreal
Meistarinn frá Nasaret í passíukvikmyndinni Jesus de Montreal er knippi af klisjum úr ýmsum áttum, úr hippahefðinni, Jesúvinsamlegum pólitískum byltingarhefðum sem og frómleikahefðum. Kvikmyndin sjálf minnir á Jóhannesarguðspjall! Ekki kannski hvað varðar flæði eða skilgreiningar, heldur hvað varðar stíl.
Sigurður Árni Þórðarson
28.4.2006
28.4.2006
Pistill
Allir séu þeir eitt...
Í bæn sinni á skírdagskvöld biður Jesús þess að lærisveinar hans megi allir verða eitt. Ekki eins, heldur eitt. Einslitt líf í einni vídd, það er heimur dauðans. Guð er Guð litadýrðar og fjölhljóma.Við þurfum ekki að óttast litauðgi og fjölbreytni innan kirkjunnar, meiningamun og átök jafnvel. Þjóðkirkjan þarf að rúma ólíkar skoðanir og þarf ekki að tala einni röddu.
Karl Sigurbjörnsson
27.4.2006
27.4.2006
Predikun
Undirbúningur sem ekki má gleymast
Undirbúningur fyrir brúðkaupsdaginn getur verið mikill og margvíslegur. Eitt virðist oft falla í skuggann af hinum ytri umbúðum og það er að undirbúa hjónalífið sjálft. Hjónaefnin þurfa að huga að því hvernig þau ætli að fara að því að halda heitin sem þau gefa hvort öðru um að lifa saman í hjónabandi það sem eftir er, því það er nú ásetningur allra sem velja veg hjónabandsins.
Arna Grétarsdóttir
26.4.2006
26.4.2006
Pistill
Tómas efast
Málstaður Jesú er erindi kirkjunnar til okkar tíma eins og allra tíma. Um þann málstað snýst umræðan í lærisveinahópnum, að líkjast Jesú, ganga til hinna holdsveiku eins og hann, taka í hönd hinna geðsjúku eins og hann, setjast til borðs með hinum óhreinu eins og hann, hlú að bersyndugu konunni, samneyta tollheimtumönnum, umfaðma börnin.
Gunnar Kristjánsson
25.4.2006
25.4.2006
Predikun
Eitrað fyrir trú og efa
Þau, sem hafa trúarsannleika uppá vasann eru hættuleg sjálfum sér, samfélagi sínu og líka heimsbyggðinni. Þegar hroka er blandað í trúarvissu þá verður afleiðingin verri fyrir mannkynið en skelfilegasta fuglaflensa. Hroki í bland við allar gerðir af trú framkallar svartadauða meðal fólks. Vandinn er ekki trúin heldur hrokinn, sem fer svo illa með og í trú.
Sigurður Árni Þórðarson
24.4.2006
24.4.2006
Predikun
Tungan
Kjaftasagan - bæði ill og góð - hefur lifað með þjóðum heimsins allt frá því maðurinn lærði að tala. Og þrátt fyrir harðan dóm oft á tíðum, og þetta langa ævi, tórir hún enn, og reyndar meira en það, virðist hvergi bera þess merki að hafa látið á sjá, eftir hið langa skrið, göngu, hlaup og flug um mannanna eyru og varir, heldur fer um, ef sá er gállinn á henni, eins og eldur í sinu, og nær til enn fleiri en áður, vegna nútíma tækni.

Sigurður Ægisson
24.4.2006
24.4.2006
Pistill
Færslur samtals: 5883