Í tákni barnsins
Þessi árin lifi ég þann aldur fjölskyldunnar sem barnabönin fæðast og vaxa úr grasi. Sérhvert þeirra sjö sem komin eru hafa fært mér nýja gleði og ný umhugsunarefni. Þó hafa þau öll flutt mér einn og sama boðskapinn. Það sem ekki var kallaði Guð með nafni og það varð. Já, þau hafa öll borið skapara sínum vitni.
Jakob Ágúst Hjálmarsson
26.12.2005
26.12.2005
Predikun
Ég skil þig ekki Guð
Ég skil ekki Guð. Hversu oft höfum við ekki heyrt þessi orð. Ég skil ekki Guð, segir sá sem orðið hefur fyrir sárum missi og sér ekki út úr augunum fyrir tárum. Ég skil ekki Guð er oft sagt þegar tíðindi berast af válegum atburðum, hvort heldur er af manna völdum eða völdum náttúruhamfara.
Sigurður Pálsson
26.12.2005
26.12.2005
Predikun
Lúkkið, Silvía Nótt og Jósef
“Stikkem öp. Peningana eða lífið” var hrópað í bófahasar bernskunnar. Nú berast öllum lík en mun hættulegri skilaboð: Lúkkið eða lífið! Í prédikun í Neskirkju á öðrum jóladegi var rætt um viðbrögð.
Sigurður Árni Þórðarson
26.12.2005
26.12.2005
Predikun
Stefán
Þjónusta okkar á jólunum er ávallt fyrst og fremst þjónustan við Guðs heilaga Orð. Það gildir ekki síður þegar hún kemur fram í því að gera vel við heimafólk og gesti og búa þeim veislu. Því að þjónustan við okkar nánustu, er þjónusta við Krist.
Kristján Valur Ingólfsson
26.12.2005
26.12.2005
Pistill
Friður og sátt
Englarnir syngja um frið á jörðu. Það var ekki friður á jörðu þessa nótt fyrir tvö þúsund árum, og það er ekki enn friður á jörðu. Í borg Davíðs Betlehem hefur þrásinnis á síðustu árum öllu hátíðahaldi verið aflýst um jól. Þetta árið eru gistihúsin tóm en ekki full. Það er stór jólagjöf að mega búa í þessu landi, þó að myrkt sé stundum, en þakklætið fyrir birtuna og hlýjuna er væntanlega dýpra fyrir vikið.
Kristján Valur Ingólfsson
25.12.2005
25.12.2005
Predikun
Jólaboðskapurinn
“Ef ég bara gæti orðið fugl sjálfur,” hugsaði hann, “þá gæti ég leiðbeint þeim inn í hlýjuna og öryggið, þar sem nægan mat er að finna og þeim er borgið.” Loks gafst hann upp. Hann fór inn, skellti vonsvikinn útidyrahurðinni á eftir sér, gekk að glugganum og starði hjálparvana og hryggur út í myrkrið og fylgdist með því, hvernig smáfuglarnir króknuðu og fennti í kaf hver af öðrum. Þeim varð ekki bjargað.
Gísli Jónasson
25.12.2005
25.12.2005
Predikun
Við barnsins jötu
Heilagur Frans frá Assisi bjó til fyrstu jötuna, svo vitað sé. Það gerði hann í helli einum, í fjalli, á stað sem heitir Greccio, á Ítalíu. Hann sagði við bræður sína: „Mig langar til þess að halda upp á jólin með því að búa til styttu af Jesúbarninu, svo að við sjáum með eigin augum hvernig Jesúbarnið liggur í jötunni, á heyi, í útihúsi, innan um skepnurnar.“
Bjarni Þór Bjarnason
25.12.2005
25.12.2005
Predikun
Jólin group
Engill guðar á glugga kominn langan veg. Hvílir þreytta vængi. Inni í stofu birtan mjúk – flauelsmjúk. Prúðbúið jólatréð í horninu mátar sig við spariklætt heimilisfólkið. Ljósin kveikt og augnablik eftirvæntingar speglast í augum barnanna sem horfa á opinmynnt. Í augum barnanna á ævintýrið sinn stað og verður ekki burt tekið þaðan.
Þór Hauksson
25.12.2005
25.12.2005
Predikun
Því að náð Guðs hefur opinberast!
Hér er kjarni jólasögunnar sagður í einni setningu, nokkrum velvöldum orðum. “Því að náð Guðs hefur opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum.” Þetta eru jólin. Guð hefur í náð sinni komið í jólabarninu smáa, til þess að frelsa mannkynið, leysa okkur úr viðjum syndar og dauða og gefa okkur allt með sér.
Jón D Hróbjartsson
25.12.2005
25.12.2005
Predikun
Friður
Kristin kirkja stendur með lífinu. Hún trúir lífinu, trúir góðu fregnunum, trúir friðarboðum Guðs. Já, friður er djúpt hugtak í Biblíulegri hugsun. Friður, Shalom, táknar það ástand, þegar lífið hefur vaxtarskilyrði. Shalom merkir jafnvægi í náttúrunni, réttlæti milli manna, gæftir til lands og sjávar og gleði í sál og sinni.
Bjarni Karlsson
25.12.2005
25.12.2005
Predikun
Orðið varð hold
Í gærvöld og nótt hefur brugðið fyrir hugskotssjónir sögunni margsögðu um umkomulausa barnið í jötunni sem var frelsari heimsins. Hún er inngróin umfram flest önnur minni mannlegrar sögu, löngu orðin hluti af okkur sjálfum og talar til okkar á sínu margslungna en einfalda máli um mikilvæga hluti tilveru okkar mannanna.
Jakob Ágúst Hjálmarsson
25.12.2005
25.12.2005
Predikun
Færslur samtals: 5884