Trú.is

Af hverju vinátta?

Ef við spyrjum lítil börn hvað þau vilja mörg knús á dag þá svara þau örugglega á bilinu 100- 1000 og þau yngstu lyfta 10 fingrum sem er auðvitað í þeirra huga óteljandi. Við erum í svo mikilli þörf fyrir nálægð hvert með öðru, hvatningu, uppörvun og traust tengsl.
Predikun

Dag í senn

Það hafa ýmis áföll dunið yfir okkur húsvíkinga á undanförnum árum. Ég bind vonir við að með samtakamætti okkar og samkennd getum við horft til bjartari tíma, ekki síst í atvinnulegu tilliti í góðri samvinnu við fyrirtækin sem fyrir eru í bænum og eigendur þeirra. Og með því að styrkja og styðja við nýsköpun í atvinnumálum okkar. Það er svo auðvelt fyrir okkur að benda á aðra, að aðrir eigi að skaffa okkur atvinnu. Lítum frekar í eigin barm þar sem grasrótina er að finna. Af samtali fæðist hugmynd og hugmyndin getur orðið að veruleika og skapað atvinnutækifæri.
Predikun

Leyst frá gröfinni

Þau sem kenna sig til kristinnar trúar hafa ýmsar skoðanir og meiningar og kenningar um allt sem varðar trúna og túlkun ritninganna og játninganna. Stundum er mismunurinn meira að segja svo afgerandi að það verða til ný trúfélög og nýir söfnuðir. Það er einungis eitt sem er sameiginlegt með kristnu fólki. Það er trúin á upprisuna.
Predikun

Á bekknum með Kristi útigangsmanni

Íslenskir fjölmiðlar boða kærleika Krists í fréttum sínum á sama tíma og sömu fjölmiðlar flytja fréttir af því að setja verði boðskap kristinnar trúar skorður, sérstaklega varðandi opinbert uppeldi barnanna.
Predikun

Öruggur sigur í brothættri tilveru

Páskarnir eru hátíð lífsins. Þeir eru sigurhátíð, vegna þess að lífið ljómar á páskunum. En þeir eru líka hátíð alls sem er viðkvæmt og brothætt í tilveru okkar. Eggið er táknið sem minnir okkur á þetta allt.
Predikun

Nú opnast saklaus augu lambsins

Nú er það vorið sem bíður okkar handan við hornið. Veturinn er að verða afstaðinn, í það minnsta samkvæmt almannakinu, og við tekur lífið sem kviknar með hækkandi sól og hlýnandi veðri. Nú bíðum við þess að taka á móti lífinu. Sumir bíða þess að sleppa af skólabekk, ljúka námi vetrarins og hlaupa út í vorið á meðan aðrir bíða þess að hefja vaktina á jötubandinu.
Predikun

Jesús treystir okkur

Jesús treystir okkur. Hann treystir okkur til að fara í sínu nafni til þeirra sem þarfnast kærleika og styrks. Hann treystir okkur til að finna leiðir til að leiða 12.000 börn á Íslandi út úr fátækt og hann treystir okkur til að leita leiða til að uppræta böl fíknar og ofbeldis. Því hann lifir. Hann er upprisinn, hann er sannarlega upprisinn.
Predikun

Hugrekki upprisunnar

Hvernig upplifir þú það í þínu lífi að Jesús er upprisinn? Hverju hefur upprisan breytt fyrir þig? Það getur verið svo margt, svo ólíkt, allt eftir aðstæðum okkar og lífsverkefnum. Einhver upplifir kannski að upprisan gefur nýjan kraft til þess að takast á við verkefni sem áður virtust óyfirstíganleg. Annar upplifir kannski hvernig upprisan hefur leitt hann eða hana út úr gröf einmanaleika og niðurbrots, út í dagsbirtuna sem er þá tákn fyrir upprisubirtuna sjálfa. Ég upplifi það sterkt að ég er aldrei ein, og ég þarf ekki að óttast. Fyrir mér er upprisan eitthvað sem gerist á hverjum degi og gefur mér kraft og hugrekki til þess að takast á við verkefni lífsins, bæði þau gleðilegu sem og þau erfiðu og jafnvel ógnvekjandi, fullviss um það að ég er örugg í hendi Guðs. Kannski eru einhver ykkar á meðal sem eruð enn að leita að merkingu upprisunnar, hvernig hún snertir við ykkur. Við ykkur segi ég; verið ekki hrædd. Hafið kjark til þess að fylgja Maríu og Maríu inn í gröfina, til að sjá sjálf að Kristur er upprisinn.
Predikun

Fáum okkur morgunmat

Það tók allt þetta fyrir vini og vinkonur Jesú að verða páskafólk sem lætur ekki í minni pokann fyrir dauðanum heldur ber lífið í hjarta sínu. Þess vegna skiptir það miklu máli að við horfum á páskana sem ekki bara einn morgunn heldur ferli 50 gleðidaga - fram að hvítasunnu.
Predikun

Páskar við sólarupprás

Enn komum við saman við sólarupprás á Þingvöllum til að fagna upprisunni, til að fagna hinum upprisna Drottni Jesú Kristi sem sigrað hefur dauðann og þjáninguna, brotið niður múrinn milli þessa jarðneska, stundlega heims og hins himneska heims eilífðarinnar. Enginn atburður sem minnst er á ári hverju er með nokkrum hætti sambærilegur við þennan.
Predikun

Hoppað í Paradís

Hún er Paradísin, himininn, upprisan, lífið sjálft, sem gefur okkur von og kjark og gerir okkur kleift að halda leiknum áfram, litlir pílagrímar í parís.
Predikun

Vígi mennskunnar

Við getum deilt um trúarkenningar og trúfræði – en gegnir ekki öðru máli um þá sem sýna með lífi sínu og dauða hvers eðlis trúarreynslan er, sú reynsla sem gefur lífi mannsins djúpa merkingu. Er það ekki spurning um hvað er satt sem skiptir máli, hvað er gott og hvað er fagurt?
Predikun