Trú.is

Gorgeuos Grandma Day

Sérstakur ömmudagur er haldinn hátíðlegur víða í Bretlandi í dag, 23. júlí eins og ár hvert. Svipað er uppi á teningnum þann 14. október er sérstakur ömmudagur haldinn hátíðlegur í Bæjarahéraði í Þýskalandi og í nóvember afa og ömmudagur. Við hliðina á degi aldraðra sem þjóðkirkjan stendur svo sómasamlega fyrir, væri flott að kirkjan hefði framgöngu um ömmu og afadaga á Íslandi.
Pistill

Unglingamenning

Ritstjóri Austurlands bað mig að skrifa pistil um unglingadrykkju og útihátíðir. Mér var þá hugsað til þess, þegar ég var unglingur, þá voru frægar útihátíðir haldnar víða um land um verslunarmannhelgi m.a. í Húsafelli, Atlavík og Vestmannaeyjum, mikið drukkið og sagðar skrautlegar „hetjusögur“ af því. Einhvern veginn var þetta álitið hluti af því að þroskast frá unglingi í að vera fullorðinn. Enn eimir af þessu viðhorfi í tíðarandanum, en margt hefur breyst.
Pistill

Fyrirmyndir sjálfstæðrar þjóðar

Það er kveikt á sjónvarpinu. Má ekki bjóða þér upp að horfa?“ spurði biskupsfrúin í Visby á Gotlandi kvöld eitt í júní fyrir tveimur árum. Ég var stödd þar á norrænum biskupafundi og leikur Íslands og Englands stóð yfir og var sýndur í sænska sjónvarpinu. Ég afþakkaði hið góða boð því ég hafði ekki ró í mér til að fylgjast með leiknum. Svo unnu Íslendingar leikinn eins og kunnugt er og allir biskupar norðurlandanna klöppuðu og hrópuðu húið sem þeir voru búnir að læra. Nú erum við allir Íslendingar sögðu þeir.
Pistill

Making an invitation list

Today’s Gospel is the parable of people invited to a big party. A man, maybe a rich man, is going to have a big party and has invited lots of guests. But many of them decline the invitation, bringing up various excuses. Then the host becomes angry and invites other people on the street whom he hardly knows. And he says: “I tell you, not one of those who were invited will get a taste of my banquet.” (Lk.14:24)
Predikun

Án þess að vænta neins í staðinn

Biðjum: Ljúk upp augum okkar, Drottinn, að við megum skynja dásemdirnar í lögmáli þínu. Amen.
Predikun

Sjómannadagur

Guðspjallið ,,Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“ Hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“ Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn. Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“( Matt 8.23-27)
Predikun

Ef Guð er til

„Ef Guð er til þá ætti hann að hjálpa manni, nú þarf maður á því að halda,“ var haft eftir sjómanninum Guðlaugi Friðþórssyni í Morgunblaðinu í mars 1984. Hann hafði á ótrúlegan hátt komist lífs af þegar Hellisey VE fórst undan Heimaey, synt í land eftir sex tíma volk í köldum sjónum og gengið berfættur til byggða yfir hraun og mela. Í Morgunblaðsviðtalinu sagðist Guðlaugur áður oft hafa efast um tilvist Guðs, og því hafi það verið undarlegt að biðja um hans hjálp og fara með Faðir vorið með skipsfélögum sínum á kili báts sem maraði í kafi og síðar í tvígang á sundinu áleiðis í land.
Pistill

Garðar

Edengarðurinn var ímynd hins fullkomna ástands og hann var afgirtur eins og segir í sögunni. Þangað komst enginn aftur inn. Við leitum hans þó ítrekað í lífinu þegar við drögum upp mynd af hinu ákjósanlega. Mögulega var Garðurinn í Kænugarði þar sem stórleikurinn fór fram í gær ein birtingarmynd hans.
Predikun

Skilnaður við ríkið

Er leikurinn til þess gerður að gefa röng skilaboð sem kæfir samtal um raunverulega stöðu kirkjunnar og allt hið góða starf sem hún stendur fyrir?
Pistill

Hvítasunnan og nýr skilningur

Þegar við erum opin og eftirvæntingarfull að þiggja af hinu heilaga þá opnar andinn okkur nýjan skilning á aðstæðum í okkar lífi, náungans eða þjóðarinnar. Sá skilningur gefur samræmi og heildræna hugsun.
Pistill

Í miðjum alheimi

Því miðja alheimsins er sannarlega til og við þurfum engar óbeliskur til að staðsetja hana. Við leitum miðjunnar í eigin hjarta. Umhverfis hana er sjóndeildarhringur okkar og þar vinnum við allt okkar starf. Frá þeim upphafspunkti vakna stórar spurningar okkar um tilgang, líf og tilvist.
Predikun

Traustið

Traustið nærist þannig af reynslu. Treysti ég Guði fyrir lífi mínu? Hef ég reynslu af samfélaginu með Guði? Ekki konan sem spurði mig hvernig ætti að biðja, en fann innra með sér þrá til að kynnast Guði, sagði mér að inni í sér væri andlegt tóm, eins og ráðvilt í leitinni að tilgangi lífsins.
Predikun