Trú.is

Þrír sigurvegarar

Lífsglíman færir okkur verkefni til að fást við. Glíman tekur á og er erfið, hún mótar okkur og gerir okkur að því sem við erum. Það er þessi mannlega reynsla sem Jesús viðurkennir þegar hann segir við konuna: "Mikil er trú þín".
Predikun

Ódauðleikinn

Hafið þið séð klukkuna sem Þórunn Árnadóttir ungur vöruhönnuður hannaði nýlega? Hún mælir tímann með perlufesti. Perlurnar á festinni eru litaðar eftir því hvort þær segi til um klukkustundir eða mínútur, rauðar eða bláar.
Predikun

Mikil er trú þín!

Sagan af kanversku konunni er ein þeirra frásagna, sem mér fundust ekki samrýmast kærleika Krists. Mér fannst frelsarinn ekki koma vel fram við þessa útlendu konu. Hann gerði lítið úr vanda hennar og veikindum dóttur hennar, eins og það kæmi ekki við hann.
Predikun

Manneskjur með vesen

Hvað gerum við þegar einhver er með ,,vesen”? Hvernig bregst þú við ákalli fólks um hjálp? Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir um réttindabaráttu fatlaðra? Hælisleitenda? Samkynhneigðra? Múslima sem vilja byggja mosku? Kvenna? Dettur þér fyrst í hug: Voðalegt vesen er þetta á fólkinu. Ekkert nema athyglissýkin og frekjan. Ísland er nú bara fínt eins og það hefur alltaf verið! Eða reynirðu að sjá neyðina á bakvið ákall þessa fólks? Neyðina sem rekur fólk til að þola ýmis konar niðurlægingu, höfnun, hæðni og jafnvel útskúfun, til þess að fá leiðréttingu mála sinna. Til þess að fá að upplifa þó ekki sé nema lágmarks réttlæti.
Predikun

Vírus í forritinu

Þetta er gömul saga og ný. Sagan um vírusinn í forritinu í okkur. Vegna hans er talað um mannlegt ástand, fallin heim, erfðasynd.
Predikun

Hálfsannleikur

Þetta er ekki svona hættulegt. Þetta er ekki svona alvarlegt. Það er allt í lagi að prófa, eitt skipti sakar engan. Höfum bara á hreinu: Ef illa fer ber ég enga ábyrgð.
Predikun

Freistarinn í Nevada

Í janúar síðastliðnum dvöldum við hjónin í Kaliforníu. Þar var hlýtt og þurrt og fróðlegt að vera. Einum sólarhring ákváðum við að eyða í Las Vegas í Nevadaeyðimörkinni. Þarna keyrðum við í fjóra tíma á hraðbrautinni frá Los Angeles og virtum fyrir okkur eyðimerkurlandslagið, Jósúatrén og óhrjálegar vegasjoppur þar til við runnum inn í Vegasborg.
Predikun

Það er gott að Jesú var freistað

Sagan af freistingu Jesú er góð saga. Hún sýnir okkur mannlegan Jesú, færan um að vera freistað og færan um að syndga. Hún sýnir okkur líka staðfastan Jesú, sem leyfir ekki góðum hugmyndum í núinu að eyðileggja betri plön fyrir lífið.
Predikun

Að fyrirgefa öllum allt, alltaf

Það er þó afar mikilvægt að ná ákveðinni sátt í hjarta sínu við það sem gerðist. Sáttin þarf ekki að felast í fyrirgefningu og ekki heldur í því að sætta sig við skelfilega atburði. Hún felst í því að komast á þann stað að sá eða sú sem braut á þér skiptir þig ekki máli lengur, hefur engin áhrif á líf þitt eða líðan. Stundum er erfitt að komast á þennan stað án hjálpar.
Predikun

Dramatísk unglingapredikun

Ég ætla að vera dálítið dramatísk hér í kvöld. Ég fékk nefnilega í síðustu viku kassa af gömlu dóti úr geymslu sem var frá því að ég var unglingur. Gömul bréf, snyrtidót, hálsmen, skóladagbækur sem voru útkrassaðar af hljómsveita nöfnum, písmerkjum, jing og jang merkjum og krossum.
Predikun

Væn, kæn og græn

Er ekki upplagt að nota föstuna í ár til að rýna í hvernig spor við skiljum eftir okkur í umhverfinu, og hvað við getum gert til að vera væn og græn við jörðina sem Guð gaf okkur?
Predikun

Hvar ertu?

Guð spyr. Hvar ertu? Guð sem hefur sent sáðmann sinn út á akurinn, spyr: Hvar ertu? 
Ertu á akrinum, eða ertu hluti hans?
Predikun