Trú.is

Umbúðalaus

Sagan af fíkjutrénu sem á sér tvísýna tilvist á því ekki heima í handbók um trjárækt, heldur vísar hún áfram og flytur erindi um tímann og tækifærin, vöxt og stöðnun, líf og dauða. Þetta er saga um afdrif mannanna.
Predikun

Augnablik framtíðar

Á morgun er í dag. Augnablik þessarar stundar er á morgun. Ég hef tekið ákvörðun um fyrir mína hönd að svo skuli vera framvegis. Framtíðin er núna á þessu augnabliki. Ég lifi ekki fyrir þessa stund heldur á morgun.
Predikun

Tími og spegill

Stundum þegar við flettum til baka í lífsbókinni sjáum við tímabil, sem voru slæm, erfið, þjáningarfull .... Jesús sagði dæmisögu af fíkjutré. Það er oft skilið svo, að það tákni fólkið hans ... Það bar ekki ávöxt .... Kannski er fíkjutréð okkar þjóðarmynd. Um þessar mundir óttaleg hryggðarmynd .... Við erum ekki tré. Því síður trédrumbar. Við erum börn Guðs og hann einn getur betur en allir aðrir hlúð að æðakerfinu og taugakerfinu og siðakerfinu og kennt okkur þá list að sjá lífið í réttu ljósi og lifa í ljósi vonarinnar.
Predikun

Friðarvit

Ef við höfum enn snefil af þeirri íslensku samvitund sem við eitt sinn áttum, áður en trúin á markaðinn og hernaðinn, aflsmunina og yfirburðina hóf innreið sína í vitund okkar. Ef við eigum eitthvað eftir af sannri mennsku þá grætur hjarta okkar þegar þessi orð eru flutt, og háðungin sem þau bera rennur um hverja taug.
Predikun

Fella eða gefa séns?

Egóismi í bland við fjársókn er skelfileg blanda. Afleiðingin hefur orðið samfélag í álögum, í vef blekkingar. Lygi leiðir alltaf til hruns, blekkingin elur aðeins dauða og lygavefur veldur eyðingu. Á að fella eða gefa séns?
Predikun

Ávöxtur lífsins

Það er umhugsunarefni okkar um áramót: Höfum við borið Guði ávöxt? Dæmisagan um víngarðseigandann og garðyrkjumanninn sem stóðu við fíkjutréð sem bar ekki ávöxt er áminning um árvekni en ekki síður um miskunn Guðs sem líf okkar byggist á gagnvart ógnunum lífsins.
Predikun

Kristin trú truflar sjálfumglaðan mann!

Víst truflar kristin trú sjálfumglaðan mann. Í ljósi trúarinnar kemst maðurinn ekki hjá að skynja sjálfan sig, sjá verkin sín og upplifa stöðu sína andspænis Guði og samferðafólki. Margir eru á flótta í afneitun undan sjálfum sér.
Predikun

Takk og já!

Fáum við annað tækifæri? Fáum við enn eitt árið? Mér hefur svo oft verið það hugstætt á liðnu ári hversu mikið undur það er að fá að vera til. Og í því sambandi hef ég oft spurt sjálfan mig . . .
Predikun

Örlítil söguskoðun

Gamlárskvöld. Áramót. Gamalt ár og nýtt mætast. Hið gamla geymir söguna, og allt sem við vorum, hið nýja býr yfir framtíðinni, sem enginn veit neitt um. Við erum svo hér í kvöld og maður er eitthvað undarlegur innan um sig á slíkri stundu, þegar áraskiptin nálgast. Spennan í loftinu er af því að okkur líður þannig.
Predikun

Friður Guðs

Kyrrð og friður geta verið óþægileg, ekki aðeins vegna þess að fólk hefur stundum vanið sig á annað, heldur vegna þess að hávaði, ys og annir bjóða flóttaleið frá því að horfast í augu við stöðu sína í bráð og lengd. Í kyrrð erum við neydd til að vera með sjálfum okkur og skynja líðandi stundu óhjúpaða.
Predikun