Trú.is

Andlegur auður

Kærleikur og réttlæti þurfa ávallt að fara saman. Um það eru margir fremstu siðfræðingar heims sammála. Réttlætinu hættir til að snúast í andhverfu sína án kærleikans, og kærleikurinn verður fljótt marklaus án réttlætis.
Predikun

Tvennir tímar

Afleiðingar hrunsins sem við horfumst nú í augu við gera miklar kröfur til okkar og munu gera um ókomin ár. Þjóðin er látin axla þungar byrðar. En hér felast líka tækifæri til að endurmeta og hugsa upp á nýtt tilgang auðsins, hinna efnislegu gæða, að spyrja út í siðgæðið og forgangsröðunina sem mótar þjóðfélag okkar og menningu.
Predikun

Í Jesú nafni

Hún er um margt frábrugðin þeirri kennd sem grípur okkur þegar við lítum í spegilinn að morgni nýársdags. Sjáum kannske úfið ár, bauga undir augum, erum ekkert alltof sátt við neysluna og óhófið á hátíðinni og dagana þar á undan, bítum á jaxlinn og lofum því að frá og með þessum degi verði líf okkar gjörbreytt!
Predikun

Eldsókn

Ása missti hönd en Signý nef. Helga fékk bæði eld og prins í sinni eldgöngu. Þjóðsaga um systur er fléttuð í “þjóðsöngsvisku” á fyrsta degi ársins 2008.
Predikun

Á áramótum

Eflaust vildum við öll gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga jörðinni, - nema þá að breyta lífsháttum okkar. Það er nú meinið. Hvað fær okkur líka til þess ef ekkert viðmið er æðra og meira en það sem hentar mér, sem ég get hagnast á eða sloppið billegast frá?
Predikun

Það hefur alltaf verið svona!

Ef Guð hefur endurleyst alla menn þá er það ekki manna að fjötra náunga sinn í hlekki. En þrátt fyrir þetta svar, er krafan um að gera hlutina eins og þeir hafa alltaf verið gerðir, alltaf jafn sterk.
Predikun

Jesús er nafn hans

Við áramót finnum við blendnar tilfinningar bærast í brjóstum okkar. Við höfum kvatt gamla árið, árið 2006, með öllu því sem það bar með sér af gleði og tárum. Og nýhafið er árið 2007 með óþekkta gleði og ókunn tár. Við finnum til smæðar okkar gagnvart hinu gengna jafnt hinu ókomna.
Predikun

HMJG?

Hver mundi afstaða Krists vera til stríðsins í Írak, til homma og lesbía, til kvótamálsins, málefna eldri borgara, tekjuskiptingar í þjóðfélaginu, einkavæðingar, Ríkisútvarpsins, virkjana, heilbrigðismála, félagsþjónustu, fátæktar barna? Eða kirkjunnar? Mundi Jesús hreinlega fara fram hjá kirkjunni í dag? Hvað mundi Jesús gera?
Predikun

Nafnið Jesús

Þegar Jesús fæddist á jörðu mátti enginn nefna nafn Guðs. Það var of heilagt til þess. Þess vegna sagði fólkið: Herra og Drottinn, í stað þess að nefna nafnið. Það er hollt að minnast þeirrar miklu breytingar sem varð með boðun og kenningu Jesú Krists, að hann kenndi þeim sem voru slegin ótta frammi fyir nafni Guðs að segja faðir, eða abba, sem er augljóslega skylt orðinu pabbi.
Predikun

Nýársdagur

Börnin eru hið dýrmætasta sem við eigum. Og barnatrúin og bænin er besta veganestið, því þar er sálarsjón beint til ljóssins. Okkur ætti jafnan að vera umhugað um líðan barnanna og velferð, öryggið, sem þeim er búið, væntingar sem til þeirra eru gerðar, og um hætturnar sem þeim eru búnar.
Predikun