Trú.is

Móðir, faðir, vinur - Guð

Hver er mynd þín af pabba og mömmu? Ef þú átt bága reynslu af öðru hvoru þeirra muntu draga hana með þér inn í samskipti þín við Guð. Ef þú hefur átt trausta bernsku, traust í foreldrum áttu betri festu í þér fyrir samband við Guð.
Predikun

Túrbó

Þegar púðrið, maskarinn og glossið er komið á andlitið opnar hún facebook. Það er ekki nóg að líta vel úr fyrir sjálfa sig. Hún verður að gefa vinum, kunningjum og gömlum aðdáendum sína daglegu stöðuuppfærslu. Heimurinn verður að vita að hún sé hress og sátt við sjálfa sig. Að hún eigi gott líf. Ekki spillir fyrir að vera pínu fyndin og svolítið klár, í kommentunum.
Predikun

Gæfuspor

Ég man eftir Sigga gamla einbúa á Akureyri. Hann bjó einn í timburskúr, smíðaði úr járni og hellti sér upp á lútsterkt kaffi. Ég var stundum sendur til hans með nýsteiktar kleinur í poka.
Predikun

Myndirnar af Jesú.

Myndin sem hann vill að við förum með heim í dag í hjarta okkar er myndin af honum krossfestum og upprisum þar sem hann segir við okkur: Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum. Og hann bætir við: Sjá ég er með ykkur alla daga.. Á myndinni minni erum við Jesús alltaf saman á ferð. Vonandi er því eins farið hjá þér.
Predikun

Líkkisturnar voru fjarlægðar úr Smáralind

Í daglegu lífi er svo lítið pláss fyrir sorg og söknuð. Stundum er eins og samfélag sé „hreinsað“ af sjúkdómum, þjáningu og dauða.
Predikun

Viltu verða heil? Viltu verða heill?

Jesús vissi að þessi maður hafði verið lengi sjúkur en samt spyr hann þesssarar spurningar: Viltu verða heill? Er það ekki alveg sjálfgefið að sjúkur maður vilji verða heill? Er það ekki alveg sjálfgefið að sjúkt samfélag vilji verða heilt? Eða kirkjan?
Predikun

Góðmennska gegn einelti

Ég er fyrrum íþróttakona og hef verið í mörgum liðum en á þessari stundu bjó ég til mikilvægasta liðið sem ég hef verið í, eineltisbaráttuliðið - og hef ég verið að safna í liðið síðan.
Predikun

Sálir og núið

Hver varð þér vitringur? Var eitthvert þeirra sem kenndi þér að spenna greipar og tala við Guð eins og vin? Var eitthvert þeirra sem varð þér hlýr faðmur, skjól og hálsakot sem þú áttir víst í flóknum heimi? Dagur látinna er dagur lífs.
Predikun

Hagfræði 107

Þó orð Jesú beinist að smápeningunum tveimur er þessi hagfræði hans ekki öll þar sem hún er séð. Hið agnarsmáa verður ekki meira hinu risastóra, bara fyrir eina hendingu, því önnur verðmæti eru varanlegri.
Predikun

Minningin hjálpar okkur í sorgarferlinu.

Ég er þess fullviss að Guðmundur minn er önnum kafinn í verkefnum sem honum hafa verið falin. Ég er þess líka viss að hann gerir allt klárt fyrir komu mína þegar þar að kemur. Ég er viss um að almættið sér til þess að við semienumst að nýju að jarðvist minni lokinni.
Predikun

Andlegt efnasamband sem ekki má dofna

“Hvernig getur það verið,” sagði þessi maður þar sem hann stóð í miðri synagógunni, “að þú, Guð, skapari himins og jarðar, eigir þér samastað hér í samkunduhúsinu þegar Auschwitz er að finna nánast hér við hliðina? Já, hvar varstu eiginlega þegar synir þínir og dætur voru brennd til ösku á altari nazismans út um gjörvalla Evrópu? Og hvar varstu þegar faðir minn og móðir, sem ávallt leituðust við að fylgja boðum þinum í heilagleika, voru látin fylgja dauðagöngunni þangað til þau örmögnuðust og dóu – eða þegar systkini mín voru myrt? - Já, hvar varstu?
Predikun

Signing, skírn, bæn

Ísland og íslenska þjóðkirkjan hefur þá sérstöðu að hafa fyrir sið að fólk signir í kirkjunni. Um allan heim er signingin tákn, sem kaþólskt fólk gerir, ásamt þeim sem tilheyra rétttrúnaðarkirkjunni. Víðast hvar var signingin lögð af í lútherskum kirkjum við siðbót, en ekki hérlendis, enda fallegur siður.
Predikun