Trú.is

Umbúðasamfélag tómleikans

Við lifum og hrærumst í samfélagi sem í daglegu tali kallast nær og fjær samfélag. Samfélög eru margvísleg hvað varðar menningu og viðhorf. Sameiginlegt í samfélagi manna og dýra er að undir sameiginlegum himni eru glitrandi stjörnur sem blikka okkur næturlangt eða hulið dansandi skýjum og mannfólkið dreymir í regnbogans litum í birtu sumars sem náttmyrkri vetrar um gott og innihaldsríkt líf.
Predikun

"Sektir mínar og syndir barst" - á dánardægri síra Hallgríms

Magnús Jónsson, prófessor, segir á einum stað í sínu mikla ritverki um sr. Hallgríms, að í rauninni hafi hjónaband þeirra Guðríðar verið “ákaflega einfalt og auðskilið” án þess þó endilega að setja fram fullkomlega sannfærandi rök fyrir þeirri skoðun. Ég læt mér aftur á móti til hugar koma að hjónaband þeirra hafi verið flókið, en einmitt vegna þess að það kann að hafa verið snúið þá bjó það líka vel hugsanlega yfir slíkri “dýnamík” að það gat orðið til að virkja sköpunarmátt skáldsins meir en annars hefði orðið.
Predikun

Orgeldagur og uppskerutíð

Það er gleðidagur í söfnuðinum hér í Garðabæ í dag. Gleðidagur vegna vígslu nýs orgels, sem svo margir hafa lagt sig fram um að yrði að veruleika. Ytri ásýnd orgelsins ber þess merki að orgelsmiðurinn hafi hannað hljóðfærið þannig að form og lögun þess hæfðu því húsi er hýsir það. Tónar þess minna á dýrð í hæstum hæðum eins og við syngjum í sumum sálmum.
Predikun

Orð Jesú eru ekki fjöldaframleidd

Í dag er 21. sunnudagur þrenningarhátíðar en þessi dagur er uppskeruhátíð innan kirkjunnar. Á uppskeruhátíðinni komum við saman frammi fyrir Guði og þökkum fyrir gjafir jarðar. Þökkum honum fyrir uppskeru ársins og biðjum þess að uppskerur næstu ára megi vera gjöfular og öllum til bóta. Nú undanfarin misseri hafa bændur, hér sem og annarsstaðar, verið að uppskera því sem þeir hafa sáð. Við sjáum meðal annars nýjar kartöflur í búðum, heyrum af og sjáum nýslátrað kjöt og ef við erum heppin þá finnum við sviðalyktina líka þegar verið er að svíða lappir og hausa...
Predikun

Málmhaus

Kirkjubruninn varð mér til íhugunar um hlutverk kirkju á Íslandi. Hera tók út reiði sína á Guði með því að brenna kirkjuna sem pabbi og mamma hennar sungu í, bróðir hennar var jarðsunginn frá og þar sem myndin af Kristi horfði á hana.
Predikun

“Hver maður er hálfopnar dyr”

Við sjáum hins vegar á hinum tilvitnuðu orðum í Albert Einstein, að kristnum mönnum er síður en svo alls varnað, og hvernig ætti það líka að vera, þegar við höfum boðskap Krists til að byggja á!?
Predikun

Guð blessi Ísland

Forsjón merkir að Guð ráði framtíðinni og „Hlutirnir hafa tilhneigingu til að fara á betri veg.“ Í þessu er guðstraustið fólgið. Segjum því eins og postulinn: „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir.“
Predikun

Jesú-leiðin

Hvað getum við gert til að snúa hlutum til góðs? Hvernig linum við þjáningu? Hvernig komum við með ljós þangað sem myrkur ríkir? Hvernig leggjum við líkn við þraut, hvernig miðlum við friði í ófriðaraðstæðum og kærleika þangað sem hatur ríkir?
Predikun

Er Guð að leika sér að veröldinni?

Við, menn, spyrjum um orsakir, en Jesús um ávöxt. Menn spyrja um tildrög, en Jesús um merkingu. Menn leita aftur, en Jesús beinir sjónum fram á veginn. Menn sjá lokuð kerfi orsaka og afleiðinga, en Jesús sýnir plúsana í lífinu. Menn rækta löghyggju, en Jesús bendir til frelsis. Menn loka - Jesús opnar. Menn læsast - Jesús leysir.
Predikun

Kjarnaspurning kristninnar

Hvernig við komumst í gegnum lífið með ærlegum hætti er kjarnaspurning kristninnar. Látum ekki kæfa þá spurningu eða flæma hana burt af opinberum vettvangi. Því það er ein mikilvægasta spurning mannsins, og við henni fæst ekki svar nema í samtali og samfélagi.
Predikun

Hvað á ég að gera?

Finnum um leið hvernig Jesús horfir á okkur með ástúð. Hann lítur ekki niður á okkur, þó honum heyri himinninn og himnanna himinn og jörðin og allt sem á henni er. Ekkert okkar er of lítilmótlegt, of syndugt fyrir hið ástúðlega augnatillit Drottins Guðs, herra himins og jarðar.
Predikun

Hvað sérð þú í Jesú?

Hvað sjáum við í honum? Og það sem við sjáum í einhverju speglar oftast hvað við metum hátt sjálf og hvað ekki. Sjáum við það sem við eigum að sjá?
Predikun