Trú.is

Hvað er sannleikur?

Við eigum öll rétt á virðingu, elsku, öryggi, frelsi og réttlæti. Það væri lifaður sannleikur.
Predikun

Nokkrir punktar um kirkju í vanda

Í henni var m.a. fullyrt að trúarleg vanþekking væri farin að bitna á menningarlæsi almennings. Fækkun í þjóðkirkjunni myndi halda áfram ef ekki yrði brugðist með einhverjum hætti, færi niður í 60% eins og á hinum Norðurlöndunum.
Pistill

Mennskan umföðmuð

Það er sannarlega minn vilji að hér sé samfélag þar sem okkur líður öllum vel, þar sem vel er tekið á móti fólki, þar sem á alla er hlustað, allar ólíkar raddir og skoðanir, en við getum stundum líka verið ósammála, þolað gagnrýni og á endanum sameinast um það að við erum hér, af því að við deilum sama kjarna sem er trúin á Jesú Krist.
Predikun

Kirkjan sem rispuð hljómplata?

Það er ekkert mál að höndla gleðina, hláturinn, gleðjast með glöðum og hlægja með viðhlægjendum. Þá er gott að vita í hvorn fótinn eigi að stíga þegar gleðin á sér ekki víst sæti í salarkynnum hugans.
Pistill

Þjóðkirkja á þröskuldi IV

Nú skulu þær ólar ekki eltar frekar en vikið að öðru atriði sem kann að skipta miklu fyrir framtíð íslensku þjóðkirkjunnar: Kann að vera að sjálfsskilningur þjóðkirkjunnar eða sjálfsmynd sé ekki nægilega skýr? Án slíks skilnings á sjálfri sér og stöðu sinni er ólíklegt að þjóðkirkjunni takist að standa í lappirnar í þeim sviftivindum sem allt bendir til að séu framunda.
Pistill

Bann við umskurði drengja

Frumvarp til laga um bann við umskurði drengja hefur vakið mikla athygli erlendis, ekki síst í Danmörku þar sem ég er við nám og andstaða við umskurð fer vaxandi.
Pistill

Umskurn hjartans

Margar tilvitnanir má finna í Biblíunni er varða umskurn. Þær eiga það sameiginlegt að snúast um lögmálið annars vegar og fagnaðarerindið hins vegar. Jesús fæddist inn í samfélag lögmáls, þar sem t.d lækning á hvíldardegi var talin brot á lögmáli Guðs. Jesús breytti þessum lögmálsskilningi og afstöðu til einstaklings og þjóðfélags þannig, að mestu skipti samúð, mannskilningur, tillitssemi, miskunnsemi, kærleikur, - ekki umskurn holdsins heldur umskurn hjartans. Við eigum orð yfir slíka breytingu: Fagnaðarerindi. Í því merkilega orði felst meðal annars orðið frelsi.
Predikun

Réttindi og náð

Guð er ekki dómari sem metur hvort við séum með ákveðin réttindi eða ekki, heldur Guð er ,,viðmælandi“ okkar og hann er endalaus í að veita okkur náð sína. Hann er svo mikill viðmælandi að hann tekur sér tíma til að glíma við Jakob.
Predikun

Með hvaða rökum?

Trúin er notuð til að réttlæta aðgreininguna og um leið verða til landamæri hefða, siða og venja sem erfitt er að vinna gegn því allt þetta hvílir á guðslögum. Það sem Guð hefur einu sinni fyrirskipað getur manneskjan ekki tekið til baka, eða hvað?
Predikun

Þjóðkirkja á þröskuldi III

Nú virðist tími til kominn að hefja stórfellda sameiningu sókna og prestakalla í þéttbýli og þá ekki síst á suð-vesturhorninu. Ágætt skref í þá átt virðist að skipta Reykjavík upp í tvö prestaköll eða starfssvæði hugsanlega á grundvelli núverandi skiptingar í prófastdæmi. Slík sameining mundi geta lagt grunn að nýjum starfsháttum í kirkjunni og þar með snúið vörn í sókn.
Pistill

Þjóðkirkja á þröskuldi II

Hér hefur verið dregin upp fremur dökk mynd af þróun íslenskrar kristni á síðari tímum. Það er þó ekki ástæða til að láta hugfallast. Í raun og veru má benda á margar jákvæðar breytingar á síðustu áratugum.
Pistill

“Shogun” and Jesus

Jesus didn’t show his power and honor in the way that Yoshimune does in the drama, namely in the way anyone cannot resist the power and everyone has no other choice than to bow down in front of his authority as the shogun.
Predikun