Trú.is

Lost and found… and together again!

The lost sheep was not only found, but it was brought back to the group again. In the same way, a Christian person needs to be with other Christians, his brothers and sisters, a community to which he or she can belong. And that community is the church.
Predikun

Dauði ekkjunnar

Ég held að þessi saga sé ekki svo mikið til þess að við fáum sektarkennd yfir því að við gefum ekki nóg. Hún er miklu frekar áfellisdómur yfir stofnunum samfélagsins. Stofnunum sem eru farnar að þjóna allt öðru hlutverki en þær áttu að gera í upphafi. Stofnunum sem eru farnar að mergsjúga fólk í stað þess að bæta lífsgæði þess. Og Jesús spáir því í raun, að samfélag sem ekki hugsar um lítilmagnann, samfélag sem mergsýgur heimili ekkna, það fær ekki staðist.
Predikun

Hvað er kristniboð? Hverju breytir kristniboðið?

Kristniboð er meðal annars hjálparstarf. Það er grunntónn í starfinu þar sem öllum er hjálpað og allir fá tækifæri án manngreinarálits. En burðarás kristniboðsins er boðun trúar á Jesú Krist meðal nýrra einstaklinga og samfélaga, þar sem fólk þekkir ekki frelsarann.
Predikun

Gefið, gefið þannig að þið finnið fyrir því.

Þessi saga hefur verið kölluð „Eyrir ekkjunnar“, líklega til þess að undirstrika að það er ekkja sem gefur, bágstödd kona, það er ekki bara að hún eigi lítið – með því að nefna ekkjustand hennar vitum við að hún hefur misst mikið. Á lítið – misst mikið. Skemmtilegt stílbragð.
Predikun

Ávarp við setningu kirkjuþings 2017

Það kann að vera réttlætanlegt að skauta fram hjá því sem er siðferðilega rétt ef það er í þágu almennings.
Pistill

Metnaður til lífsins

Fyrrum var ábyrgð forstjóra og yfirmanna metin af verkum þeirra, en nú kemur ekkert annað til greina en að meta virðinguna til offjár í launaumslögum og bónusum langt umfram það sem mennskir munnar geta torgað. Nær metnaður nútímans ekki lengra en að verða metinn til fjár?
Predikun

Ljóslausa þorpið

Í allri þeirri pólitísku- og samfélagslegu umræðu um að sannleikurinn skuli koma fram, sama hvað, og allir tilburðir til þöggunnar eða leyndarhyggju skuli drepnir á staðnum þá gleymist í þeirri umræðu að búið er að jaðarsetja trú og trúarþörf manneskjunnar, í besta falli er verið að reyna að pakka henni inn í guðlausar umbúðir, þar sem guðlaus slökun og kyrrð, íhugun og jóga fá að fylla hið opinbera trúarrými, án allra takmarkanna. Trúin og ljós kristninnar skal helst vera í felum í þögninni heima eða í þögninni innra með okkur, í besta falli innan veggja kirkjunnar.
Predikun

Eru allir heilagir?

Hverjir eru heilagir? Hvaða allir eru þetta sem eru heilagir? Þetta eru spurningar sem við skulum velta aðeins fyrir okkur í dag, í ljósi þess að nú er messan einmitt kölluð Allra heilagra messa. Á þessum sunnudegi má segja að við minnumst fornra messudaga frá fyrri sið. Flestir dýrlingar eiga sinn sérstaka minningardag og víða innan […]
Predikun

Allra heilagra og allra sálna messa

Allra heilagra messa á sér fornar rætur í kirkjunni og ber upp á 1. nóvember ár hvert. Í fornkirkjunni var snemma tekið upp á þeim sið að koma saman við gröf þeirra sem liðið höfðu píslarvætti fyrir trú sína á dánardægri þeirra. Þar héldu menn vöku og neyttu saman kvöldmáltíðarsakramentisins. Þessar minningarstundir þróuðust síðan yfir í messur helgaðar píslarvottunum sem urðu margir hverjir dýrlingar með tíð og tíma
Pistill

Fyrsti sunnudagur eftir kosningar

Hér forðum litu ráðamenn upp til himins, óttaslegnir yfir örlögum sínum ef þeir brytu boðorð Guðs. Í dag kemur valdið að neðan, frá fólkinu.
Predikun

Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls!

Á síðustu vikum og mánuðum höfum við fengið að sjá hverju raddir sannleikans, raddir sem rísa upp gegn leyndarhyggju og misbeitingu valds, geta fengið áorkað. Þolendur kynferðisofbeldis, sem hafa stigið fram og haft hátt, hafa gefið okkur öllum mikilvægt fordæmi í baráttunni gegn óréttlætinu í okkar persónulega lífi, sem og í samfélaginu sem við tilheyrum. Skilaboðin eru ótvíræð: Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls!
Predikun

Burt með vondar venjur, bætum siðinn.

Prédikun 20. sunnudag eftir þrenningarhátíð. Guðspjall Matt.21:28-32. Í dag er víða um land minnst siðbótar Lúters en þann 31. október þ.e.a.s. á þriðjudaginn kemur, þá munu vera liðin 500 ár frá því að Lúter negldi blað á kirkjudyrnar í hallarkirkjunni í Wittenberg. Á blaði þessu taldi hann upp 95 atriði sem hann taldi að þyrftu […]
Predikun