Trú.is

Lottóvinningur eða bílslys?

Hamingjusamt fólk kemur úr öllum stéttum og frá öllum heimshornum, en á það sameiginlegt að það kann þá list að segja takk.
Predikun

Já, Kain!

Á ég að gæta bróður míns? spyr Kain. Já, Kain, þú átt að gæta bróður þíns. Jafnvel þegar bróðir þinn fær meira en þú. Jafnvel þegar hann nýtur meiri hylli en þú. Jafnvel þegar þér finnst þú verða útundan. Jafnvel þegar þú ert svo gegnsýrður af afbrýðisemi að þig langar helst að drepa bróður þinn. Þá áttu að gæta hans. Og bróðir þinn, hver er það? Það er hver sú manneskja sem þú mætir og þarf á hjálp að halda. Það er gamla fólkið okkar. Öryrkjarnir okkar. Veika fólkið okkar. En líka hver sú manneskja sem liggur óvíg eftir árás ræningja, er í sárum vegna stríðs, hefur verið rænd, heimili, ástvinum, öryggi, Það er systir þín, það er bróðir þinn. Hvort sem þú þekkir þau eða ekki. Hvort sem þú hefur sömu skoðanir, sömu trú. Þú átt einfaldlega að gæta bróður þíns.
Predikun

Steinsteypa og nótnaborð

Einn sunnudaginn sem oftar sat hún í kirkjunni þegar messunni var að ljúka og eftirspil organistans hófst. Þá brast konan í grát. Tárin runnu niður kinnarnar og axlirnar skulfu af ekka...
Predikun

Okkar eigin von

Grunnurinn í trú okkar er sagan um upprisu Krists. Sagan af miskunnsama Samverjanum er líka upprisusaga.
Predikun

Að gefa rödd

Að gefa hópum rödd, er eitt verðugasta verkefni hvers samfélags. Við erum öll hinsegin, sagði forsetinn, og fyrir okkur ljúkast um orð ritningarinnar um að við erum svo óendanlega dýrmæt í augum Guðs, ekki fyrir það að vera fullkomin – vera öll eins í útliti og háttum – heldur einmitt fyrir hitt, að vera margbreytileg, vera í litum regnbogans sem Biblían notar sem tákn um sáttmála manns og Guðs.
Predikun

Sjáið þið mig?

Hún teygir sig eftir nýja snjallsímanum sem hún fékk í fermingargjöf. Hún er búin að sitja drjúga stund við spegilinn og snyrta sig og nú er kominn tími til að leita viðurkenningar umheimsins. Hún tekur hverja sjálfsmyndina á fætur annarri á símann og velur svo úr þær bestu...
Predikun

Frelsi um spillingu

Er mannorðið nú fólgið í að láta hendur standa fram úr ermum, svífast einskis og láta tilganginn um skjótfenginn gróða helga meðalið, allt í skjóli frelsis, þó skilin sé eftir sviðin jörð, og aðir líði og borgi fyrir sukkið, þegar upp er staðið...
Pistill

Fyllt í tómið

Ég sé ekki betur en að Frosti Logason brjóti heilann um þessi mál í bakþönkum sínum í Fréttablaðinu (28. júlí). Hann kemst að þeirri niðurstöðu að guðleysi sé svarið. Hér verða færð rök fyrir gagnstæðri ályktun.
Pistill

Grímurnar

Þú hefur örugglega kynnst fólki sem gengur yfir þig og allt sem þér er kært. Fólk sem virkar kannski vel í byrjun en fer fljótlega að gera lítið úr þér og því sem skiptir þig máli. Fólk sem jafnvel gerir kröfur til þín sem eru óeðlilegar og óþægilegar. Við erum misnæm á að greina þessa hegðun og því kemst fólk misjafnlega langt með okkur.
Predikun

Hið nýja sem kemur og grær

Frá upphafi lýðveldis á Íslandi árið 1944 hefur embættistaka forseta hafist með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hér er fyrirbænar- og þakkarstund. Hér er minnt á samfylgd þjóðar og kristinnar trúar í þúsund ár.
Predikun

Ég þakka

Guð er aldrei nefndur en þó er Guðsmyndin skýr. Skáldið er fullt þakklætis, s.s fyrir bros barna sinna, vináttu og ljós lífsins
Predikun

Óttinn elskar leyndarmál

Þegar óttaleysið fær að ráða þá gerast fallegir hlutir. Druslugangan sem gengin var í gær er dæmi um viðburð sem snýst um óttaleysi. Gleðigangan, sem er orðin að stórri fjölskylduhátíð á Íslandi og er stór á mörgum stöðum í heiminum er líka dæmi um viðburð sem skorar óttann á hólm. Opinská umræða um heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi og allt ofbeldi er hluti af óttaleysi á meðan öll leynd í kringum þessi mál stýrist af ótta.
Predikun