Trú.is

Betri en við höldum - Prédikun um hið illa

Hið illa er allt sem sundrar. Allt sem ýtir undir óttann við það sem er öðruvísi en við sjálf. Hið illa er græðgin og öfundin sem gerir okkur sjálfhverf og tekur frá okkur hæfileikann til að setja okkur í spor annarra og finna til samkenndar.
Predikun

Á refilsstigum lífsins

Við kristið fólk höfum kosið að tileiinka okkur jákvæð og heilnæm kristileg gildi sem við höfum numið frá einni kynslóð til annarrar. Við gerum það vegna þess að við viljum vera merkisberar ljóssins í lífsins ólgjusjó. Við viljum t.a.m. beina börnum okkar á friðarbraut, benda þeim á það sem til heilla horfir en ekki til óhamingju.
Predikun

Andi samúðar og tilbeiðslu

Guðs andi er andi líknar, samúðar, miskunnar, óverðskuldaður velvilji í okkar garð. Til að við séum á réttum stað, andlega talað, til að taka á móti þeim velvilja gefur Guð okkur anda tilbeiðslu, bænaranda. Andi Guðs virkar inn í okkar anda, gerir okkur móttækileg fyrir ást sinni og umhyggju sem aftur hvetur okkur til að sýna öðrum slíkt hið sama. Versið sem hér um ræðir lýsir því andlegri endurlausn sem öllum stendur til boða
Predikun

Illar andar sögunnar

Við lifum á víðsjárverðum tímum og eina leiðin áfram er að horfast í augu við söguna. Siðbreytingarhreyfingin hafði slík áhrif á samfélag okkar að henni ber að fagna og hana ber að gagnrýna. 500 ára afmæli siðbreytingarinnar er kjörið tækifæri til þess.
Predikun

Af illu augu

Okkur er gefið ungum að hugsa um orsök og afleiðingar gjörða okkar. Í djúpvitund mannsins býr vitneskjan um illskuna. Tungumálið tjáir það sem hjartað veit. En með því er aðeins hálf sagan sögð. Flest lesum við um og heyrum vonandi aðeins um líkamsmeiðingar og „tilefnislaust ofbeldi“ eins og það er orðað.
Predikun

Burt með prestana?

Í kirkjunni mætum við fólki á þess eigin forsendum og miðlum því skilyrðislausri umhyggju. Spyrja má hvort ekki sé frekar þörf á því að efla slíka þjónustu fremur en að kasta henni fyrir róða.
Pistill

Lifum heil

Það er margt sem þarf að smella saman til að mót af þessu tagi gangi sem best og má þar nefna góða samvinnu leiðtoga sem að mótinu koma og svo þátttakenda sem gengu að verkefnum sínum með jákvæðu hugarfari.
Pistill

Aðalpersónan í guðspjalli dagsins er kona

Aðalpersónan í guðspjalli dagsins er kona. Kona sem á það sameiginlegt með milljónum kvenna í dag að horfa örvæntingafull á veikt barn sitt og vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Pistill

Elsku stelpur!

Krafan að fá að láta rödd sína heyrast hefur ekki fengið ríkan hljómgrunn í gegnum tíðina, það er öðru nær. Og enn í dag heyrum við sams konar ákall þar sem við erum minnt á það hversu langt er í land með að konur sitji við sama borð og karlar. Nærtækt er að rifja upp framlag sigurvegaranna á Skrekk nú í haust, hópnum ,,Elsku stelpur” úr Hagaskóla.
Predikun

Aðalfundur ÆSKÞ 2016

Á jafningjagrundvelli gefa allir sem starfa í ÆSKÞ vinnu sína, kjósa sér stjórn og stjórnin ræður starfsmann sér til stuðnings. Uppbygging ÆSKÞ er ekki flóknari og á aðalfundi kynnist unga fólkið jafningjalýðræði, fundarstörfum og ábyrgð í samstarfi við fagfólk í kirkjunni.
Pistill

Fólk á flótta

Aldingarðurinn er réttlátt samfélag, þar sem við miðlum öðrum af þeim gæðum sem við höfum svo mikið af. Hann er hluttekningin með hröktum systkinum okkar sem þurfa á okkur að halda. Hann er umhyggjan sem býr í brjósti okkar og meinar okkur að snúa bakinu við þeim sem þurfa á okkur að halda.
Predikun

Temptation vs Force of the Lord

When you stand up and speak from your battle against temptation, from human weakness, your voice has strength. Your words have force to move things into love and justice, through the name of Jesus Christ.
Predikun