Trú.is

Rómans og rof

Í dag getum við tekið ákvörðun um að ganga með Jesú á föstunni, skoða líf okkar í ljósi hans, láta ekki tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur en halda fast í hönd Jesú sem styður okkur og styrkir til allra góðra verka. Munum að kærleikur Guðs bregst okkur ekki. Hann byggir ekki á tilfinningum. Og þó andstæðingur ástarinnar, óvinurinn sem vill klofning og rof í mannlegum tengslum, reyni að fella okkur, jafnvel með því að taka sér orð Guðs í munn, látum við ekki undan.
Predikun

Heilbrigt, frjálst, hæft og sjálfstætt

Hvar finnum við röddina í samfélagi okkar sem talar af persónulegri auðmýkt en er drifin áfram í leit að æðri verðmætum og gildum? Hvar er fólkið sem er tilbúið að taka slaginn, mæta mótlæti og sitja undir gagnrýni, jafnvel svívirðingum í nafni þess sem það trúir á og treystir að leiði af sér réttlátara samfélag?
Predikun

Að troða trú í kassa

Það er mikil einföldun fólgin í því að reyna að setja trú og lífsskoðanir einstaklinga í ákveðna kassa. En það er einmitt það sem við gerum þegar þessi innstu mál manneskjunnar verða að pólitík sem snýst um völd og peninga. Þá reynum við að troða hvert öðru ofan í kassa, sem eru búnir til eftir okkar höfði og oftar en ekki út frá okkar fordómum og með lítil tengsl við raunveruleikann. Og því miður rúma þessir kassar oft aðeins öfgarnar sem fæst okkar vilja kannast við.
Predikun

Hæðir og lægðir - og allt þar á milli

Gleði, sorg. Ljós, myrkur. Lán, ólán. Meiri háttar, minni máttar. Veglegur, vesæll. Hátt upp hafin, lítils metin. Andstæðurnar eru margar sem við mætum í lífinu. Ein og sama manneskjan getur orðið fyrir mjög mismunandi lífsreynslu á ólíkum tímabilum lífs síns og stundum er stutt á milli hláturs og gráturs, hæða og lægða mannlífsins. Þetta þekkjum við sjálfsagt flest af eigin raun.
Predikun

Horft fram um veg við upphaf doktorsnáms

Tilefni þessarar prédikunar er doktorsstyrkur sem mér hefur hlotnast við Árósarháskóla á sviði nýjatestamentisfræða. Ég hef þar störf í næsta mánuði og lýk námi við upphaf árs 2019. Með þessu tækifæri rætist draumur minn um framhaldsnám en áhugi minn á fræðasviði biblíufræða kviknaði í kennslu próf. Jóns Ma. Ásgeirssonar heitins.
Predikun

Litrík uppskera

Útlegging hins unga skálds, Óttars Norðfjörð á guðspjalli Jóhannesar reyndist standa traustum fótum í einni af mörgum túlkunarhefðum ritningarinnar.
Predikun

Orðin eru það eina sem við höfum

Orð ritningarinnar verða lífslind sem opnar nýjan skilning, nýjan sjálfsskilning, nýjan skilning á tilverunni, mætum sjálfum okkur og Guði á ferskan hátt. Andi Guðs miðlar þeirri reynslu, nærvera Guðs í gegn um ævaforn orð. Ekki að orðin sem slík séu töfrum slungin heldur verða þau farvegur náðar, ástar Guðs.
Predikun

Hið lifandi orð

Hin síðari ár fá Gídeonmenn ekki að fara í alla skóla eins og áður. Börnum er því mismunað hér á landi hvað þetta varðar. Það er því ekki ólíklegt að innan tíðar verði þjóðin ekki lengur handgengin orðfæri Biblíunnar eða sögum hennar. Þekki ekki miskunnsama Samverjann, tvöfalda kærleiksboðorðið eða gullnu regluna, söguna af þeim systrum Mörtu og Maríu og skilji ekki tilvísanir og túlkun í myndlist og bókmenntum.
Predikun

Biblían bendir á Jesú Krist

Mín hjartans sannfæring er sú að Jesús Kristur sé hverri nýrri kynslóð holl fyrirmynd og akkeri í ólgusjó lífsins með þess hröðu breytingum.
Pistill

Sá sem gleðst yfir fortíð sinni lifir tvöfalt

Ár í ævi manns er skammur tími. „Tíminn er það dýrmætasta sem við eigum því hann verður ekki endurtekinn,“ ritaði Dietrich Bonhoeffer í Fangelsisbréfum sínum um áramótin 1942 og 43. Bonhoeffer var lúterskur prestur, fangelsaður af nasistum fyrir andóf sitt gegn þeim – á tímum þegar auðveldast virtist að lúta þeim sem hæst hrópuðu en virtu mannúð og mennsku að vettugi. Í lífi sínu og starfi sýndi hann hugrekki sem hefur orðið mörgum til fyrirmyndar.
Pistill

Miklihvellur eða sköpun?

Mikið vatn hefur síðan runnið til sjávar og í nýlegri skoðanakönnun á vegum Siðmenntar var fólk beðið um að taka afstöðu til þess hvort það liti svo á að alheimurinn ætti sér upptök í Miklahvelli eða hvort Guð hafi skapað heiminn.
Pistill