Trú.is

Prédikun í Austurdal

Jafnvel þó að gamla sóknarkirkjan standi ein eftir, og sóknin eydd, þá vitnar hún samt um þann Guð sem kallar okkur til fylgdar við sig og er okkur ávallt og alls staðar nálægur. - Ávallt með í för.
Predikun

Laufás, menningarsetur

Laufás stendur ekki aðeins sem minnismerki liðinna alda heldur jafnframt sem áframhaldandi óðal kristinnar menningar og trúar. Og það eru ekki einvörðungu sveitungar sem sækja Laufás heim í ýmsum erindagjörðum nú á tímum, því þúsundir ferðamanna hvaðanæva úr heiminum staldra við á öllum tímum árs, einkum þó yfir sumartímann, auk þess sem afkomendur Laufásspresta og heimilisfólks fyrri alda heimsækja Laufásbæinn og eru þeir ófáir.
Pistill

Yfir í Fjörðum

Við finnum það kannski með áþreifanlegri hætti þegar við erum stödd á svona stað eins og hér í Þorgeirsfirði hvað það er margt sem hefur breyst í okkar högum sem hefur þannig breytt okkur sem manneskjum og samfélagi, siðum okkar og venjum, viðhorfum til lífsins, við höfum jafnvel minni þröskuld gagnvart mótbárum og ábyrgð, spyrjum meira um réttindi en skyldur, höfum úr svo mörgu að velja er gerir okkur allt að því ringluð, erum meiri neytendur en forfeður og formæður í Fjörðum og gerum í því samhengi öllu miklu meiri kröfur til margvíslegra hluta.
Predikun

Iðar alheimurinn af lífi?

Kristin trú og kennsla Jesú krefur okkur um að líta á heildarmyndina um stöðu mannkyns og boðar að þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við á sama báti. Geimferðaráætlanir hafa kennt okkur mikið um alheiminn en mikilvægast er það tækifæri til að horfast í augu við heildarmyndina og þann vanda sem blasir við okkar.
Predikun

Skakkur turn, druslur og byltingar

Þegar ég var unglingur var enn verið að ræða það hvort konur væru hæfar til þess að taka fullan þátt í stjórnmálum, stjórna fyrirtækjum eða gegna mjög ábyrgðarmiklum stöðum yfirleitt vegna þess að þær færu á blæðingar einu sinni í mánuði. Og allir vita nú hvað konur verða erfiðar og óáræðanlegar þá.
Predikun

Grundvöllurinn skiptir máli

Í Guðspjalli dagsins erum við vöruð við því að reisa hús okkar á sandi, það er heimska segir Jesús því hús reist á sandi stendur ekki lengi – það mun falla! Jesús hvetur okkur til þess að vanda okkur og grundvalla líf okkar á því sem mölur og ryð geta ekki eytt. Jesús hvetur okkur til þess að grundvalla líf okkar á orði sínu, það kallar okkur til þess að elska, Guð og náungann.
Predikun

Kross, hamar og sigð

Marxismi og kristin trú eiga það sameiginlegt að byrja hugsun sína hjá þeim sem er lægst settur í samfélaginu og boða bæði róttæka samfélagssýn þar sem valdakerfinu er snúið á haus. Líkt og Lucho hélt á lofti boðar kirkjan byltingu, ekki í blóði, heldur með bæn, boðun og skapandi leiðum til að reynast hvert öðru hendur Guðs í þessum heimi.
Predikun

Súrdeigs, heilhveiti eða normal?

Það er til nóg af brauði í heiminum. Það er til nóg af fæðu til þess að fæða allan heiminn. Samt á meirihluti fólks í heiminum ekki fyrir mat, hefur ekki efni á glútenóþoli heldur fastar án þess að það sé hluti af sjálfvöldum lífsstíl.
Predikun

Guð gefur ráð með tíma

Það hefur skýrast komið í ljós á tímum þegar syrt hefur að og ytri sjónir virtust ekki eygja neina útkomuleið. Þá sáu menn með augum trúarinnar að „Guð gefur ráð með tíma.“ Á tímum velgengni og farsældar er freistingin sú að gleyma hinum innri sjónum trúarinnar og þar með þakklætinu. Í staðinn kemur hrokinn og yfirlætið og virðingarleysið nær yfirtökunum í samskiptum fólks. Á góðæristímum er ekki síður þörf fyrir að beina augum trúarinnar að aðstæðum og biðja Guð að gefa anda auðmýktar, þolgæðis og þakklætis en eyða verkum hroka og yfirlætis.
Predikun

Framtíðin í núinu

Guð kallar fólk úr framtíð. Þorum við eða viljum við bara bakka? Hver var afstaða Jesú Krists?
Predikun

Almannagæði

Það er alveg ljóst af vitnisburði Biblíunnar í heild og m.a. af ritningartextum dagsins í dag að það er Guðs vilji að allt fólk hafi aðgang að almannagæðum.
Predikun

Heillandi heimur Biblíunnar

Sannfæring þeirra sem stofnuðu Hið íslenska Biblíufélag var sú að útgáfa, útbreiðsla og notkun Biblíunnar væri þjóðinni til heilla og þeirri sannfæringu deilir kirkjan. Ekkert rit á brýnna erindi til þjóðarinnar, í trúarlegu, menningarlegu og samfélagslegu tilliti en Biblían og ekkert markmið er göfugra en að greiða veg hennar á Íslandi.
Predikun