Trú.is

Kærleikurinn stuðar

Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi.
Pistill

Þér eruð meira virði en margir spörvar

Einn er sá farvegur miðlunar sem er kannski sá flóknasti, þ.e. hvernig við komum fram í okkar hversdagslífi. Það er auðvelt að tala um kærleika, frið og mildi, en kannski erfiðara að lifa þannig að kærleikur, friður og mildi sé einkenni á framgangi okkar í hversdagslífinu, úti í búð, í umferðinni, vinnu, skóla og fjölskyldulífi. Þar reynir kannski mest á, og sérstaklega þegar áskoranir lífsins sækja okkur heim. En þá er það einmitt þessi boðskapur sem Jesús miðlar okkur í dag, sem getur skipt miklu máli: Óttist ekki, þið eruð meira virði en margir spörvar.
Predikun

Að láta ljósið skína

Jesús, ljós heimsins, biður okkur um að vera með sér í því að færa ljós Guðs inn í heim sem oft virðist svo fullur af myrkri, flytja frið inn í ófriðinn, sátt inn í sundrunguna. Og ekki bara flytja ljósið heldur vera ljósið, vera ljós heimsins eins og Jesús Kristur. Hvílík köllun, hvílík ábyrgð! Og hversu oft mistekst okkur ekki að lifa þessa áskorun Jesú, ef við þá yfirleitt þorum að reyna.
Pistill

Hundrað dagar

Eitt hundrað dagar. Hundrað dagar af hlátri og gráti, lasleika og lækningu, fæðingum og dauða, dansi, söng og hljóðum stundum, dálitlum skammti af nöldri og óþolinmæði en vonandi meira af umhyggju og uppbyggjandi samtölum og tengslum. Og alls konar næringu fyrir sál og líkama.
Predikun

Rótin sem við tilheyrum

Rótleysi, stefnuleysi og stjórnleysi getur verið spennandi. Það eru engar reglur og hver veit hvert það leiðir þig? En til langs tíma getur það skaðað manneskjuna og rótina sem í henni býr. Öll viljum við láta gott af okkur leiða og skilja eitthvað fallegt eftir í þessum heimi. Til þess þurfum við að stinga niður rótum svo að við getum vaxið, þroskast og jafnvel borið góðan ávöxt. Við tökumst á við áskoranir, gerum mistök og verðum fyrir áföllum. En ef við bregðumst rétt við er alltaf möguleiki á vexti og þroska. Eitt það mikilvægasta sem manneskjan er að eiga rót og tilheyra henni.
Predikun

Peace in Christ / Friður í Kristi

The peace that Jesus brings to us is so solid, but we are the only weak link in the strong chain, so to speak. And the evil power always attacks the weakest link by tempting or provoking it into suspicion of God. We should be aware of this. / Friðurinn sem Jesús færir okkur er svo traustur, en við erum eina veika hlekkurinn í sterku keðjunni, svo að segja. Og hið illa vald ræðst alltaf á veika hlekkinn með því að freista eða ögra honum til að tortryggja Guð. Við ættum að vera meðvituð um þetta.
Predikun

Er hin kristna fyrirgefning óraunhæf í mannlegu samfélagi?

Hin kristna fyrirgefning virðist því koma á undan því skrefi að misgjörðarmennirnir taki ábyrgð á gjörðum sínum. Þ.e. Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim, þótt þeir viti ekki hvað þeir hafi gert rangt. Skömmin þarf vitanlega að búa á réttum stað og ljóst hver er gerandinn og hver er þolandinn.
Predikun

Trúin er ávallt leitandi

Við finnum það á svona textum hve rangt það er þegar manneskjan setur sig á háan hest á grundvelli trúar sinnar. Einkenni trúarinnar hjá hinum nýja manni, ef við vísum í orðalag postulans, þá er hún ávallt leitandi, auðmjúk, mild, gæskurík og þjónandi.
Predikun

Vigdís

Söngurinn sem þeir sungu í kosningasjónvarpinu er kostulegur og hefur reyndar ekki elst mjög vel. Hvað á það annars að þýða að „allir þrái“ einu konuna sem þarna býður fram krafta sína? En við getum gefið þeim orðum eðlilegri blæ og lýst því yfir að öll þráum við forystumanneskju eins og hana Vigdísi. Þar hafa frambjóðendur verðuga fyrirmynd sem við getum svo sótt lengra aftur, í sjóði frásagna ritningarinnar.
Predikun

Stundum er bænin eina leiðin

Þetta gætu verið skilaboð frá Lýðheilsustöð eða Landlækni, skilaboð frá skólayfirvöldum eða skátunum. Biblían er uppfull af slíkum hvatningarorðum, sístæðum sannleika um það sem mikilvægt er í mannlífinu, mikilvægt er fyrir mann og heim.
Predikun

Lærdómar liðins árs og stundir blessunar

Stundum veita erfiðustu stundirnar okkur mestan ljóssins lærdóm. Stundum þroskast hjartað mest þegar þrautirnar eru stórar og missirinn mikill. Nonni vinur minn kenndi mér margt.
Predikun

Tónlist hversdagsins

Ég held það megi vel skoða boðskap Jóhannesar í samhengi þeirra hugmynda sem hér eru ræddar. Erindið sem Jóhannes átti við fólkið rímar furðuvel við hugleiðingar nafna hans, Lennons.
Predikun