Trú.is

Veldu þér þraut

Veldu þér ekki öryggi og hamingju! Því hvort tveggja er aðeins afrakastur þess sem þú hefur þegar unnið þér inn. Veldu þér þraut, veldu þér fórn, veldu þér vettvang þar sem þú er tilbúin að standa og falla með því sem þú trúir á og vilt berjast fyrir.
Predikun

Umskurn hjartans

Margar tilvitnanir má finna í Biblíunni er varða umskurn. Þær eiga það sameiginlegt að snúast um lögmálið annars vegar og fagnaðarerindið hins vegar. Jesús fæddist inn í samfélag lögmáls, þar sem t.d lækning á hvíldardegi var talin brot á lögmáli Guðs. Jesús breytti þessum lögmálsskilningi og afstöðu til einstaklings og þjóðfélags þannig, að mestu skipti samúð, mannskilningur, tillitssemi, miskunnsemi, kærleikur, - ekki umskurn holdsins heldur umskurn hjartans. Við eigum orð yfir slíka breytingu: Fagnaðarerindi. Í því merkilega orði felst meðal annars orðið frelsi.
Predikun

Með hvaða rökum?

Trúin er notuð til að réttlæta aðgreininguna og um leið verða til landamæri hefða, siða og venja sem erfitt er að vinna gegn því allt þetta hvílir á guðslögum. Það sem Guð hefur einu sinni fyrirskipað getur manneskjan ekki tekið til baka, eða hvað?
Predikun

Hjálp!

Elísa á Jakobsvegi með krabbamein í brjósti. Við örkum æviveginn með hnút í maga og spurn í hug. Frumópið sprettur fram sem endurómar í helgidómum aldanna.
Predikun

Blindingjar og Epalhommar

Ég held að það sé í eðli okkar að flokka fólk og að hafa fordóma. En það er líka í eðli okkar að tengjast öðru fólki og sýna því kærleika og umhyggju. Stundum þurfum við bara á einni manneskju að halda til að draga huluna frá augum okkar og sýna okkur mennsku þeirra sem við dæmum fyrirfram. Stundum þurfum við að vera sú manneskja.
Predikun

Elsku stelpur!

Krafan að fá að láta rödd sína heyrast hefur ekki fengið ríkan hljómgrunn í gegnum tíðina, það er öðru nær. Og enn í dag heyrum við sams konar ákall þar sem við erum minnt á það hversu langt er í land með að konur sitji við sama borð og karlar. Nærtækt er að rifja upp framlag sigurvegaranna á Skrekk nú í haust, hópnum ,,Elsku stelpur” úr Hagaskóla.
Predikun

Hlustum og bjóðum samfylgd!

Alveg eins og Jesús mætti fólki með samfylgd og samlíðan, þannig skulum við hlusta eftir því sem aðrir hafa að segja okkur og við skulum taka eftir samferðafólki okkar. Þannig vinnum við á móti skeytingarleysinu sem vill stundum ná yfirhöndinni í samfélaginu.
Predikun

Tæming eigin máttar

Þessi vers eru styrkur í þeim þrengingum sem mannlegt líf ber með sér. Þegar við finnum okkur veik og vanmáttug megum við vita að Jesús Kristur er staddur þar með okkur. Og ekki nóg með það: Þegar Jesús er með okkur í ölduróti lífsins er möguleikinn á viðsnúningi, á umbreytingu vanmáttar til máttar, ætíð opinn – ef hendur okkar og hjarta eru opin til að taka á móti.
Predikun

Hinn hæsti í hlutverki hins lægsta

Jesús þvær allt burtu. Hann þvær fætur þeirra. Ekkert orð og engin skýring fer á undan. Hann gengur til verks. Á eftir segir hann: Skiljið þið hvað ég hefi gert. Ég hef gefið ykkur eftirdæmi.
Predikun

Þrír sigurvegarar

Lífsglíman færir okkur verkefni til að fást við. Glíman tekur á og er erfið, hún mótar okkur og gerir okkur að því sem við erum. Það er þessi mannlega reynsla sem Jesús viðurkennir þegar hann segir við konuna: "Mikil er trú þín".
Predikun

Ódauðleikinn

Hafið þið séð klukkuna sem Þórunn Árnadóttir ungur vöruhönnuður hannaði nýlega? Hún mælir tímann með perlufesti. Perlurnar á festinni eru litaðar eftir því hvort þær segi til um klukkustundir eða mínútur, rauðar eða bláar.
Predikun

Mikil er trú þín!

Sagan af kanversku konunni er ein þeirra frásagna, sem mér fundust ekki samrýmast kærleika Krists. Mér fannst frelsarinn ekki koma vel fram við þessa útlendu konu. Hann gerði lítið úr vanda hennar og veikindum dóttur hennar, eins og það kæmi ekki við hann.
Predikun