Trú.is

Stundum er bænin eina leiðin

Þetta gætu verið skilaboð frá Lýðheilsustöð eða Landlækni, skilaboð frá skólayfirvöldum eða skátunum. Biblían er uppfull af slíkum hvatningarorðum, sístæðum sannleika um það sem mikilvægt er í mannlífinu, mikilvægt er fyrir mann og heim.
Predikun

Orðið

Þetta var eitt þeirra hugtaka sem hún átti eftir að breyta þegar hún hafði til þess vit og þroska. Sigurganga þessarar konu á hennar löngu ævi fólst í því að móta tungumál þeirra sem ekki gátu heyrt. Það var til marks um merkan áfanga á þeirri vegferð þegar nafni skólans var breytt. Orð kom í stað orðs – skólinn var ekki fyrir málleysingja heldur heyrnarlausa.
Predikun

Hinn illi andi eða sá góði staðblær

Allt tal um illa anda eða óhreina er okkur auðvitað framandi. Við lifum á dögum vísinda og tækni. Þar hefur mannlegt hugvit sannarlega unnið sigur á allri forneskju. Það finnst varla sá staður á jörðinni sem menn hafa ekki rannsakað. Á það bæði við um heita regnskóga Amazon eða ískalda jökla heimskautanna. Þannig er ekkert pláss lengur fyrir einhverjar skuggaverur sem enginn sér. Eða ætli þetta sé svona einfalt? Nei líklega ekki. Meðal okkar er lífseig sú hugmynd að «fleira sé til en auga sér.» Það sé ýmislegt milli himins og jarðar sem hugur og skynsemi mannsins fái ekki útskýrt. Við göngum út frá því í kristinni trú að Guð sé andi. Við signum okkur í nafni, föður og sonar og hins heilaga anda. Hver er þessi andi? Er hann þoka? Máttur eða vera? Líklega er hann allt það sem skynsemi mannsins fær ekki skilið. Þó er skynsemi mannsins gjöf Guðs þar sem við erum sköpuð í mynd hans. Þannig er andi Guðs alveg örugglega allt sem við erum og miklu meira til. Sannarlega verða slíkar pælingar flóknar, ekki síður en pælingar okkar þegar við förum að horfa til stjarnanna og spyrja að því hvort mögulega séu til verur á öðrum hnöttum. Þar eigum við svo lítið að leggja fram. Augun sjá aðeins okkar eigið nær umhverfi. Þau sjá bara ljós stjarnanna í fjarlægð og ekki meir. Við eigum ýmis orðtök í daglegu máli um anda. «Það var góður andi meðal leikmanna landsliðsins» eða «góður andi» ríkti í viðræðunum. Svo þekkjum við vel þegar einhver segir að það sé «slæmur andi». Í dag er gjarnan talað um «staðblæ». Það orð á við þann anda sem ríkir í tilteknum hópi, á vinnustað eða í skóla. Staðblær segir til um þá menningu sem ríkir. Það er til góður og slæmur staðblær. Hjálpsemi, virðing, vinátta, kærleikur og fleiri orð yfir góðar dyggðir skapa góðan staðblæ. Á móti þeim vinnur, illska, hatur, öfund, óvinátta og baktal svo eitthvað sé nefnt. Að heimurinn sé átakavettvangur góðs og ills eru eldgamlar mannlegar hugmyndir. Þær voru meðal annars þekktar meðal Grikkja. Við köllum slíkt tvíhyggju. Tvíhyggja var kominn inn í hina gyðinglegu hugsun á dögum Jesú þrátt fyrir þeirra ákveðnu eingyðistrú. Það er að Guð væri einn og öll uppspretta lífs væri hjá honum. Guðsmynd gyðinga var bundin hlýðni við vilja Guðs, guðsótta getum við líka nefnt þetta. Eitthvað illt og slæmt gat orðið vissulega en þá vegna þess að Guð hylur auglit sitt, er fjarlægur eða skulum við segja að gyðingarnir hafi orðið Guði fráhverfir og því gerðist eitthvað illt. Eins og til dæmis að aðrar þjóðir hertóku land þeirra. Tvíhyggja einfaldar allt í heiminum, það gott og illt, svart og hvítt, það erum við eða þau, hinir góðu og þau slæmu. VesturlöGuðspnd og Rússland jafnvel, lýðræði eða einræði, mannréttindi eða kúgun. Orð Jesú «Hver sem er ekki með mér er á móti mér, og hver sem safnar ekki saman með mér, hann sundurdreifir.» Vitna um tvíhyggju. Það er val sem er annað hvort eða. Vera með Jesú eða á móti honum. Þannig er Jesús mjög afdráttarlaus í kröfu sinni á okkur. Við getum í raun ekki verið eins og forfeður okkar sem létu prímsignast. Það er þeir voru heiðnir í siðum og háttum en höfðu látið signa sig með krossmarki án þess þó að skírast og verða fullgildir í hópi kristinna. Með þessu móti gátu þeir átt samskipti við bæði heiðna og kristna. Samkvæmt tvíhyggjunni þá eru þeir þó í hvorugum hópnum. Þar er bara annað hvort, - já eða nei. Guðspjall dagsins er um tvíhyggjuna. Það er annaðhvort að búa við illskuna í lífi sínu eða hrekja hana burt og fylla líf sitt af kærleika. Það er val um góðan eða slæman staðblæ. Guðspjallið segir af því að Jesús sé að reka burt illsku úr manni. Illan anda sem gerði manninn mállausan. Þegar Jesús rak hið illa burt þá vildu sumir freista Jesú til að gera kraftaverk og undur líkt og hann væri töframaður. En aðrir sögðu að Jesú væri á valdi illskunnar sjálfur og þess vegna gæti hann stjórnað hinu illa. Beelsebúl er heiti yfir hið illa afl á tungu Gyðinga. Jesús svarar þeim ásökunum með að benda á að ef hið illa sé að reka burt hið illa þá sé það komið í stríð við sjálft sig og þar með muni það eyða sjálfu sér. Slíkt gangi ekki. Það eina sem geti barist við hið illa sé fingur Guðs, - hið góða þar með eða kærleikurinn. «Þegar óhreinn andi fer út af manni reikar hann um eyðihrjóstur og leitar hælis. Og er hann finnur það ekki segir hann: Ég vil hverfa aftur í hús mitt, þaðan sem ég fór. Og er hann kemur og finnur það sópað og prýtt fer hann og tekur með sér sjö aðra anda sér verri og þeir fara inn og setjast þar að og verður svo hlutur þess manns verri eftir en áður.» Þessi orð bera með sér sterka viðvörun. Það gerist að við sjálf losnum við hið illa úr lífi okkar. Úr huga og hjarta. En við búum við þá stöðugu hættu að eitthvað í okkur skapi þau skilyrði að illskan komi aftur og setjist að og þá jafnvel margfalt meiri en áður. Það er svo magnað með öfund, græðgi, hatur og fleiri slíka lesti að þeir geta svo hæglega margfaldast á skömmum tíma. Þá erum við verr stödd en áður. Þegar hinir illu andar sem við getum vel kallað svo, hafa búið um sig í huga okkar þá verðum við líka mállaus. Ekki það að orðin geti ekki frussast út úr okkur eins og áður heldur mállaus að því leyti að við hættum að segja nokkuð gott og uppbyggilegt við annað fólk. Það eru margir málleysingjar til meðal okkar leyfi ég mér að fullyrða. Hlustið eftir því í fjölmiðlum, á vinnustað, í skólanum eða hvar sem þið eruð hvort einhver þar segi einhvern tíman eitthvað gott og uppbyggilegt. Þegar þið farið að hlusta vandlega á aðra og skoða allt sem er sagt þá takið þið eftir því að sumir segja bara slæm orð og vonda hluti. „Já, því sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ Sagði Jesús og það þýðir að við eigum að hlusta á það góða en líka varðveita það. Þegar við varðveitum Guðs orð, þá gerist það ekki í þögn. Heldur með því að segja frá, gera það sem er gott og Guði þóknanlegt. Að varðveita orð Guðs er að sýna kærleika í verki, hjálpa, hugga, hlúa að einhverjum sem þarf á okkur að halda. Þegar Jesús hafði rekið burt hinn illa anda og sett fram röksemdir fyrir að hann gerði það með krafti Guðs var kona í mannfjöldanum sem sagði við hann: „Sæll er sá kviður er þig bar og þau brjóst er þú mylktir.“ Hér blessar hún Maríu móður Jesú. Og vissulega er hún hin sæla móðir sem fékk að fæða Krist í heiminn. Hún hefur verið dýrkuð og dáð sem hin milda móðir sem biður öllum griða og vill öllum vel. Móðurást er líklegast það sem við komumst næst því að þekkja hinn fullkomna kærleika. Það er sagt að ekkert sé eins sterkt í veröldinni og ást móður til barns. Hugsið ykkur það undur að mörgæsamóðir á Suðurskautslandi heyrir og þekkir hljóð í sínum eigin unga í gegnum endalaust kvak þúsunda mörgæsaunga á íshellunni sem allir hrópa á mat frá móður sinni. Hún þarf að fara og sækja fæðu og samt finnur hún sinn eigin unga alltaf aftur. Og þið sem haldið svo að Guð heyri ekki í ykkur. Hversu auðvelt hlýtur það að vera honum að heyra hverja bæn og hvert orð sem frá okkur kemur. Hann er þó meiri en ein mörgæsamóðir á Suðurpól. Ég hef verið prestur víða, bæði á Íslandi og í Noregi. Alls staðar þar sem ég hef verið hef ég verið beðinn um að koma og blessa hús. Húsblessun er í helgisiðabók kirkjunnar líkt og skírn og hjónavígsla. Húsblessun er bænaathöfn þar sem beðið er fyrir heimili og íbúum þess. Oft hefur fólk sagt mér að það upplifi einhver óútskýranleg óþægindi í húsi. Eitthvað sem fær það til að líða illa. Sumum er það erfitt að koma orðum að þessu. Finnst hugsunin að illur andi geti verið í húsi sé einhver hjátrú eða vitleysa sem geti bara ekki verið. En samt, fólkið upplifir eitthvað sem skapar slík óþægindi að það biður prestinn um að koma og blessa. Ég hef ætíð heyrt frá fólki síðar og ég man ekki eftir neinum sem sagt hefur að líðan og «andi» í húsinu hafi breyst. Ég var eitt sinn fyrir mörgum árum beðinn að koma á elliheimili og hafa húsblessun í einni íbúð. Þegar ég kom tóku á móti mér tveir starfsmenn og fóru með mér á staðinn sem blessa átti. Þar fékk ég að heyra þá ótrúlegu sögu að síðustu íbúar í þessari tilteknu íbúð hefðu allir gjörbreyst í hegðun við að flytja þangað inna. Allt væri þetta fólk látið en þau höfðu búið þarna hvert á eftir öðru fjórir ólíkir einstaklingar. Þau voru frísk þegar þau fluttu inn en á skömmum tíma veiktust þau öll. Veiktust hvernig spurði ég. «Jú þau urðu einhvern veginn eins og andsetinn» Hér brá mér við. En það var sem sé upplifun starfsfólksins að þessir íbúar hefðu misst bæði ráð og rænu á skömmum tíma og orðið einstaklega erfið á alla lund. Íbúðina blessaði ég í bak og fyrir og voru starfsmennirnir þar með mér. Að því loknu fórum við fram á ganginn framan við íbúðina og erum þar að skiptast á einhverjum orðum. Þá skyndilega er hurð íbúðarinnar lokað, ekki með skelli, heldur bara ákveðið. Segir þá einn starfsmaður, «Þar fór hann» Ég tek það fram að á ganginum var enginn trekkur, gluggar í íbúð lokaðir. Ég prófaði sjálfur hurðina og hún gat ekki lokast af sjálfu sér. Niðurstaða mín er að það sé ýmislegt milli himins og jarðar sem hugur og skynsemi mannsins fái ekki útskýrt. En til okkar allra er hvatning dagsins að ganga á Guðs vegum og passa okkur á illsku sem vill koma og vera hjá okkur. Henni vísum við burt! Prédikun í Selfosskirkju 20. mars 2021
Predikun

Bænheyrslan

Kanverska konan vildi eitthvað. Hún vissi hvað hún vildi og þolgæði hennar hlaut umbun:,,Verði þér sem þú vilt.“ Í bænheyrslunni var mikil blessun fólgin.
Predikun

Hold og blóð

Hér er sagt frá fólki af holdi og blóði og sálarlíf þess er margslungið rétt eins og á við um okkur sjálf. Hluti okkar leitast við að byggja upp og svo er það annað sem rífur niður.
Predikun

Birtustigið í lífi þínu, hvernig getur þú aukið það?

Andlegri vanheilsu þarf að mæta með andlegum úrræðum
Predikun

"Drottinn hjálpa þú mér!"

Þegar hann lítur upp úr hugsunum sínum sér hann konuna sína koma brosandi til sín með dóttur þeirra í fanginu og augun fyllast af tárum og um leið þakklæti fyrir að eiga þær enn til staðar. Þau takast í hendur og ganga af stað og í hjörtum þeirra hljómar samhuga bæn: "Drottinn hjálpa þú mér!"
Predikun

Allt megnar sá sem trúir

Allt megnar sá sem trúir... Haltu fast því sem þú hefur, til þess að enginn taki kórónu þína… þegar við höfum fangað trúna í hjartanu og trúum að Guð sé með okkur þá þurfum við að varðveita þessa trú, halda fast í hana… því það er nóg af áreiti í umhverfinu sem vill rífa hana niður hjá okkur…
Predikun

Veldu þér þraut

Veldu þér ekki öryggi og hamingju! Því hvort tveggja er aðeins afrakastur þess sem þú hefur þegar unnið þér inn. Veldu þér þraut, veldu þér fórn, veldu þér vettvang þar sem þú er tilbúin að standa og falla með því sem þú trúir á og vilt berjast fyrir.
Predikun

Umskurn hjartans

Margar tilvitnanir má finna í Biblíunni er varða umskurn. Þær eiga það sameiginlegt að snúast um lögmálið annars vegar og fagnaðarerindið hins vegar. Jesús fæddist inn í samfélag lögmáls, þar sem t.d lækning á hvíldardegi var talin brot á lögmáli Guðs. Jesús breytti þessum lögmálsskilningi og afstöðu til einstaklings og þjóðfélags þannig, að mestu skipti samúð, mannskilningur, tillitssemi, miskunnsemi, kærleikur, - ekki umskurn holdsins heldur umskurn hjartans. Við eigum orð yfir slíka breytingu: Fagnaðarerindi. Í því merkilega orði felst meðal annars orðið frelsi.
Predikun

Með hvaða rökum?

Trúin er notuð til að réttlæta aðgreininguna og um leið verða til landamæri hefða, siða og venja sem erfitt er að vinna gegn því allt þetta hvílir á guðslögum. Það sem Guð hefur einu sinni fyrirskipað getur manneskjan ekki tekið til baka, eða hvað?
Predikun

Hjálp!

Elísa á Jakobsvegi með krabbamein í brjósti. Við örkum æviveginn með hnút í maga og spurn í hug. Frumópið sprettur fram sem endurómar í helgidómum aldanna.
Predikun