Trú.is

"Og þá verður saltvatnið heilnæmt og allt sem lifir og hrærist, hvar svo sem fljótið streymir, mun lifa" (Esek 47.8-9)

Í skýrslu World Wide Fund for Nature, sem áður var nefnd, er hnignun á líffræðilegum fjölbreytileika aðalumfjöllunarefnið. Þar kemur fram að líffræðilegur fjölbreytileiki leiki m.a. lykilhlutverk í því að hafa stjórn á veðurfari, vatnsgæðum, mengun, frjóvgun og flóðavörnum. Mikill fjölbreytileiki geti einnig hjálpað til við að viðhalda heilbrigðum jarðvegi, frjóvga plöntur, hreinsa vatn, og veita vörn gegn öfgafullum veðurfarsfyrirbrigðum. Það er íhugunarvert að á meðan Esekíel sér fyrir sér að hreinsun vatnsins leiði til líffræðilegs fjölbreytileika, þá kemst náttúrufræðin að þeirri niðurstöðu að ekki aðeins sé hreint vatn forsenda fyrir líffræðilegum fjölbreytileika heldur einnig geti fjölbreytileikinn tryggt hreinleika vatnsins. Þannig geta nútímavísindi sýnt með nákvæmum hætti fram á hve samofið allt lífkerfið er og hve jafnvægi sköpunarinnar er viðkvæmt.
Predikun

Vegprestur predikar

Fyrir hálfum öðrum áratug vorum við hjónin á ferð yfir Fimmvörðuháls. Svæðið er íðilfagurt og hrikalegt í senn og manneskjan verður harla smá í þeim samanburði. Vart var hægt að snúa sér við án þess að fyllast lotningu og myndavélin óspart notuð. Svo mörgum árum síðar var ég að fara í gegnum myndir sem teknar voru í ferðinni og sá að þar hafði, innan um öll náttúrufyrirbrigðin, vakið athygli mína skilti sem stendur uppi á hálsinum þar sem hann er hæstur.
Predikun

“What do you want to do?”

Christ helps us, first of all, in the most fundamental way, which is supporting our souls and minds. Jesus helps us by letting us confirm what we want to do and what we wish, that might have been faded away in our souls and minds even without our conscious.
Predikun

Takk fyrir mig !

Þakka þér fyrir, manni. Þessi orð festust einhvern veginn í huga mér, sagði mér margt um þennan óþekkta dreng. Hann kunni að þakka, jafnvel þó óvíst væri hvor væri í raun sökudólgurinn. Þakklæti. Það var einmitt það sem ég var að reyna að tengja lífinu okkar hér í dag, þakklætið.
Predikun

Lottóvinningur eða bílslys?

Hamingjusamt fólk kemur úr öllum stéttum og frá öllum heimshornum, en á það sameiginlegt að það kann þá list að segja takk.
Predikun

Gvendarlækur

Nema hvað að á þessum slóðum átti biskupinn að hafa vígt lítinn læk og fylgdi það sögunni að í kjölfarið megnaði sprænan að renna sína leið niður dalinn hvernig sem viðraði, hvort heldur gerðu frosthörkur að vetrarlagi eða langvinnir þurrkar. Gvendarlækur, lagði hvorki né þvarr.
Predikun

Svo er Guði fyrir að þakka

Guðspjall dagsins í dag fjallar um þakklæti, gleði, trú og traust og lofgjörð. Kunnugleg hugtök sem tengjast tilefninu þegar 25 ára afmælis safnaðarins hér í Grafarvogi er fagnað. Til hamingju með árin 25 og allt það er gerst hefur og framkvæmt hefur verið á þessum aldarfjórðungi.
Predikun

Vestmannsvatn í fimmtíu ár

Þegar kirkjufólk á Norðurlandi réðst í að koma upp aðstöðunni hér til starfs á meðal barna og unglinga var það framtak birtingarmynd þess, að þetta sama kirkjufólk kynni að meta æsku landsins og gerði sér grein fyrir mikilvægi hennar.
Predikun

Textar í þjónustu lífsins

Það er sem Jesús hafi lokið upp fyrir honum að sú túlkun á grundvallartextum samfélagsins sem kom fram í bón og ákalli þeirra, sé ekki tímabundinn veruleiki, heldur grundvallarafstaða sem leiðir til lífs. Þessum veruleika játast Samverjinn þegar hann kemur til baka eða, eins Jesús orðar það, „gefur Guði dýrðina“.
Predikun

Um hvað er hann eiginlega að tala

„Um hvað er hann eiginlega að tala?!?“ Þessa setningu hef ég margoft heyrt í huga mínum í gegnum árin og þá oftast þegar ég er í kringum fólk sem er að ræða hluti sem ég er alls ekki vel að mér í. Ég man að þetta spratt upp í hugann á mér þegar ég byrjaði í háskólanámi, þá fór ég að heyra orð og orðfæri sem ég var bara alls ekki vanur að heyra. Það var kannski þá sem ég hugsaði líka „Hvað er ég eiginlega að gera hérna!“ En ég fann að þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera og mig langaði að gera. Og hérna stend ég í dag og er búinn að lesa yfir ykkur texta sem þið hugsanlega skiljið ekkert hvað þýðir og hugsið jafnvel „um hvað er hann eiginlega að tala“. Já ég er að tala til ykkar...
Predikun

Týnda taskan og vonin

Það er svo merkilegt að jafnvel í þeirri stöðu, þegar maður fyllist fullkominni angist, finnur sig allt í einu gjörsamlega upp á aðra komin, myndast um leið von um það að maður muni mæta einhverjum sem getur rétt hjálparhönd eða aðstoðað mann við að koma sér út úr ógöngunum.
Predikun

Við erum kristin og komum hingað til að þjóna

Við erum hendur Guðs hér í heimi. Við erum verkfæri Guðs hér í heimi. Við hlýðum kallinu og fetum í fótspor lærimeistarans og frelsara okkar Jesú Krists, sem þjónaði í orði og verki og birti okkur Guð.
Predikun