Sálmabók

184. Ó, hve sæll er sá er treysti

1 Ó, hve sæll er sá er treysti
sínum Guði hverja tíð!
Hann á bjargi hús sitt reisti,
hræðist ekki veðrin stríð.
Hann í allri segir sorg:
Sjálfur Drottinn mín er borg.
Náð og fullting hans mig hugga,
hans ég bý í verndar skugga.

2 Í það skjól vér flýjum, faðir,
fyrst oss þangað boðið er,
veginn áfram göngum glaðir,
glaðir því vér treystum þér.
Ein er vonin allra best
á þér sjálfum byggð og fest
að þú sleppir engu sinni
af oss kærleikshendi þinni.

T Björn Halldórsson – Sb. 1886
L Johann Schop 1642 – Paradísarlykill 1686 – Sb. 1751
Werde munter mein Gemüte
Sálmar með sama lagi 235 3 514 523 69 794 95
Eldra númer 186
Eldra númer útskýring T
Biblíutilvísun Matt. 7.24–27

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is