Sálmabók

514. Fyrir helga fæðing þína

Fyrir helga fæðing þína,
fyrir blessuð lífsins orð,
fyrir verk er fagurt skína,
fyrir skírn og náðarborð,
fyrir píslarferil þinn,
fyrir dýrsta sigurinn
allt þér lof um aldur segi,
ástvin sálna guðdómlegi.

T Thomas Kingo 1689 ̶ Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Tak for al din fødsels glæde
L Johann Schop 1642 – Paradísarlykill 1686 – Sb. 1751
Werde munter mein Gemüte
Sálmar með sama lagi 184 235 3 523 69 794 95
Eldra númer 55
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is